Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 73
Ivaka]
ÚR BYGCrÐARSÖGU ÍSUANDS.
327
væri ráð fyrir, að fleiri menn en 10 hefðu verið á meðal-
heimili, og til þess virðast sögurnar benda eindregið.
Björn M. Ólsen telur og, að mannfjöldinn hafi i lok
landnámsaldarinnar varla getað verið mikið fyrir neðan
00 þúsund, og ræður það af þessum orðum Ara‘). Valtýr
Guðmundsson telur hann hafa verið 00—-70 þúsund, en
eigi verður séð, af hverju hann dregur það“). ÞorSteinn
Þorsteinsson hagstofustjóri hefir gjört mér þann greiða,
að reikna út, hve margir menn þyrftu að hafa flutt til
landsins, til þess að þessum mannfjölda, 60 þúsundum,
yrði náð, eftir 55 ár. Reikningurinn er þannig, eftir því
hve há er talin hin árlega viðkoma, af því hve miklu
fleiri fæðast en deyja:
Arleg viðkoma Innflytjendur á ári Innflytj.
y2% 948 52140
i% 824 45320
iy2% 709 38995
2% 609 33495
Hér er gjört ráð fyrir því, að jafn margir innflytj-
endur hafi komið til landsins ár hvert, alla landnáms-
öldina. Nú hefir Guðbrandur Vigfússon sýnt fram á, að
aðstreymið til landsins fór fyrst að aukast til muna um
890. Fyrstu 15 árin hafa því iniklu færri menn komið
til landsins á ári en árin þar á eftir. Þetta ætti að
hækka tölu innflytjendanna til muna. En þó þessa sé
ekki gætt, og þó reiknuð sé mjög há viðkoinutala, 2%,
þá verða innflytjendurnir samt 33 þúsund. Er það næsta
ósennilegt, að svo margir menn hafi getað flutzt hingað,
á svo stuttum tíma, yfir jafn mikið haf og liingað var
að sækja, og með þeim samgöngutækjum, sem þá voru
til. Því hafa aðrir gizkað á lægri tölu innflytjenda.
Bogi rI‘h. Melsted hefir áætlað, að innflytjendurnir
*) Safn IV., 358.
**) Isl. i Kristatstiden, 34.