Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 57
[VAKA
JARÐARFORIN.
311
að kvitta fyrir alla þessa sorg og fyrirhöfn, sem þeir
höi'ðu lagt á sig í þessari köldu og saggasömu jarðarför.
Eg hálf-fann til með þessum mönnum. Þeir voru svo
margir, að hefði ég verið einn i tölu syrgjendanna,
mundu öll nöfnin hafa runnið saman í móðu og ég ekki
verið fær um að veita hverjum einstökum persónulegar
þakkir, og líklega hefði ég snúið þvi upp í að reyna að
kasta tölu á handaútréttingarnar, til þess að drepa tím-
ann. Mér sýndist, þegar á leið, að þeir rétlu hendurnar
ósjálfrátt út, þegar mann bar að þeim, eins og vélar.
Mig langaði sjálfan til að nota þetta eina og síðasta
tækifæri til þess að taka lil hendi i jarðarförinni. En þar
var sá hængur á, að syrgjendurnir voru ákaflega marg-
ir, og ég þekkti ekki nema örlitinn hluta þeirra, svo að
ég var á nálum um, að ég og einhver annar af þessuin
þjónum samúðarinnar færum að takast i hendur i mis-
gripum. En lengi var ég að bollaleggja þetta, og aldrei
þorði ég, og síðast fannst mér það ekki orðið til neins,
enda var mér orðið dauðkalt, og nærri því allir farnir.
Ég réð því af að hætta þessu og fara heldur niður i hæ-
inn og drekka kaffið mitt. Ég fór mér ekkert óðslega, og
skimaði ennþá einu sinni eftir einhverjum, sem hægt
væri að ganga með ofan eftir. Og þarna var þá hún
Sigga, sem hafði verið með mér í síldinni forðum. Við
vorum vel kunnug í þá daga, Sigga og ég, og við höfð-
um hitzt hæfilega sjaldan síðan, til þess að vináttan
héldist i jafnvægi. Og víst varð ég feginn að sjá hana,
en eitthvað þótti mér það skrítið, nema þá að hún hefði
verið í hinni jarðarförinni. Mér var ekki alveg sama,
hverjir fylgdu þessum ágæta manni til hinztu hvíldar.
Við heilsuðumst samt innvirðulega, eins og við erum
vön. „Hvað ert þú að vilja hér?“ segi ég. „Jú, blessaður
góði, konan hans og hún mamma sáluga voru svo
fjarska vel kunnugar. Ég hefi komið þangað að minnsta
kosti tvisvar sinnum, og hún sendi okkur blóm, þegar