Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 112
ÚLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
:i(5G
lega er þuð nefnt í í'yrsta sinni í bréfi frá 1431*). Bend-
ir þetta atriði enn tit þessa sama líina, 14. aldarinnar.
En þó að hjáleigurnar hafi eigi í'arið að l)yggjast til
muna l'yr en á 14. öld, þá er eigi þar með sagt, að þær
hafi eigi þekkzt l'yr. Þessi gögn sýna það eitt, að þær
urðu eigi algengar fvr. Það getur jafnvel verið, að strax
á söguöld hafi menn stundum sett slík smábýli undir
þræla sína eða leysingja, sbr. t. d. sögnina um Laugar-
brekku-Einar og Hreiðar þræl hans**). En litið ætla ég
að kveðið hafi að slíkum býlum móts við það, sem síðar
kvað að hjáleigunum. Tvennir Leysingjastaðir eru til
á landinu, í Hvammssveit og i Þingi. Eru það hvort-
tveggja góðar miðlungsjarðir, 24 og 20 hundruð að
fornu inati, og bendir það, eins og fleira til þess, að leys-
ingjarnir hafi liorfið inn í flokk miðlungsbændanna, er
þeir reistu bú.
Á 14. öld hófst þannig ný skifting jarðanna. Síðan
hafa hjáleigur verið að byggjast á öllum öldum. Margar
þeirra eyddust fl.jótt aftur. „Varaði byggðin hvorki vel
né Iengi“, eru eftirmælin, sem sumar eyðihjáleigurnar
fá í jarðabók Árna Magnússonar. En nýjar hjáleigur
komu í stað hinna eyddu. Stóð svo fram á siðustu
mannsaldra. En einmitt þegar sjálfseignarbændunum
fór að fjölga aftur í landinu, fór hjáleigunum að fækka.
Á síðari hluta 10. aldar og siðan hefir hjáleigunum
fækkað stórkostlega, og oftast nær hafa þær beinlínis’
verið lagðar niður, til þcss að heimabóndinn ga3ti haft
meira umleikis. Hefir þetta tímabil að þvi leyti verið
mesta landauðnaröldin, sem yfir landið hefir gengið.
Að líkindum hefir þetta borgað sig i bili fyrir heima-
bændurna, en tvísýnn hefir sá gróði orðið, er frá leið,
og l'leiri hendur mundu nú vinna að ræktun landsins,
ef færri hjáleigur hefðu verið lagðar i auðn.
*) Dipl. Isl. IV. 501.
**) Landnáma II.—7.