Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 33
| yaka]
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
287
hæiti lyfjasölufrumvarpinu var visað frá Alþingi lil
stjórnarinnar.
Til þess að gei'a lesandanum nokkra hugmynd um
verð á verksmiðjulyfjum í smábögglum eða glösum,
hæfilega stórum og að öllu IejTti tilhúnum lil að af-
hendast sjúklingunum, het'i ég litið yfir siðustu verð-
skrár þeirra Burroughs Wellcome & Co. og Parke, Davis
& Co„ tínt úr þeim þau lyf, sem ég í fljótu bragði sá,
að voru ýmist alveg hin sömu eða að minnsta kosti
fyllilega tilsvarandi ýmsum lyfjum á hinni íslenzku
lyfjaskrá og seld i ámóta stórum skömmtum og vant
er að afgreiða í einu handa sjúklingum, og borið siðan
verðið saman við verð núgildandi lyfjataxta frá 1. des-
ember 1928. Að öðru leyti er valið gersamlega af handa-
hófi. Fyrir Jiað hefi ég tekið fleiri dæmi frá Burroughs
Welcome & Co„ að Parke, Davis & Co. greina yfirléitt
verð silt á stærra skammti en hæfilegt yrði talið að af-
greiða í einu. Fer þessi samanburður hér á eftir. Er-
lenda verðið er tilgreint eins og það er á vörur,um á
höfn í Lundúnum eða annars staðar i Bretlandi og
miðað við verðskrárnar að frádregnum 25%. En það
eru þau kjör, er bæði þessi firmu veita lyfsölum, eftir
því sem þau tjáðu mér, og er ekki gert ráð lyrir, að
meira þurfi að kaupa í einu, til þess að sæta þeira kjör-
um, en í hæsta lagi tólf sinnum þann skammt, sem hér
er greindur. Innlendu lyfin eru verðlögð í tíðkanlegum
umbúðum, fljótandi lyfin i venjulegum glösum, en þuru
lyfin í einföldum og ódýrum pappaöskjum. Þola þær
umbúðir vitanlega engan samanburð við erlendu um-
búðirnar. Allar lyfjatölurnar (tabloids) frá verlesmiðj-
unum eru t. d. í snyrtilegum glerglösum með skrúfuðu
loki og aðrar umbúðir og l'rágangur þar eftir. Um vöru-
gæðin visa ég til þess, sem áður er sagt, en hér er þó
rétt að geta þess, að öll þau lvf, sem kunn eru að því,