Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 9
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík
1867—1927.
Eftir Hallgrím Hallgrímsson.
I. Stofnun, fundir og stjórnendur.
Árið 1867 þann 3. febrúar, var stofnað í Reykja-
vík »HandiðnamannafjeIagið«. Þannig er hið upp-
runalega nafn fjelagsins, sem það bar til 6. mars
1882, er það var nefnt »Iðnaðarmannafjelagið í
Reykjavík«.
Um stofnun fjelagsins og starfsemi þess fyrstu
árin, vita menn nú lítið. Iðnaðurinn var í bernsku
í höfuðstaðnum, svo fjelagsstofnunin mun ekki hafa
þótt neinn merkisviðburður. Að minsta kosti minn-
ist ekkert blað nje tímarit á hana, þó þau segi
frá mörgu smávægilegu. Talið er að þeir Einar
Þórðarson prentari og Sigfús Eymundsson ljós-
myndari hafi verið helstir hvatamenn að stofnun
fjelagsins. Af stofnendunum er einn enn á lífi,
Sigurður Jónsson járnsmiður, hálfníræður að aldri.
Elsta gerðabók fjelagsins, sem nú er til, er frá
24. nóvember 1874. Eldri bækur þess eru glat-
aðar. En svo vel vill til, að í »Tímanum« 1874
þann 18. nóv. er eftirfylgjandi grein, sem talið er
að Jón Borgfirðingur hafi skrifað, og þareð hún
er hin fyrsta frásögn um fjelagið, og hið eina, sem
til er á prenti um starfsemi þess fyrstu árin, þykir
hlýða að birta hana hjer orðrjetta.
»Handiðnamannafjelagið í Reykjav/k var stofnað
3. febr. 1867 af 31 handiðnamönnum í þeim til-
gangi að koma upp duglegum handiðnamönnum,
efla og rstyrkja samheldni meðal handiðnamanna
á Islandi, og innlent iðnaðarlíf taki framförum, og
ennfremur að styðja að gagnlegum og þjóðlegum
fyrirtækjum. Fjelagslög voru samin og samþykt á
fjelagsfundi 1. febr. s, ár.
Voru þegar kosnir embættismenn fjelagsins.
Einar Þórðarson yfirprentari, fyrir forseta,
Einar Jónsson snikkara, fyrir fjehirðir og
Egil Jónsson bókbindara, fyrir skrifara.
Hefir fjelagið haldið áfram og þessir verið em-
bættism. fjelagsins. Einar Þórðarson forseti til 5.
nóv. 1870. Þá Sigfús Eymundarson, ljósmyndari
til 11. nóv. 1871, þá Einar Þórðarson í annað
sinn til 10. nóv. 1873. Þá Einar Jónsson snikkari,
og aftur endurkosinn 10. nóv. 1874.
Einar Jónsson var fjehirðir þess fyrstu árin og
síðan Jónas Helgason járnsmiður. Árni Gfslason
lögreglumaður og Friðrik Guðm. bókbindari hafa
verið skrifarar fjelagsins í stað Egils Jónssonar er
var það fyrstur. Olafur Olafsson söðlasm., Teitur
Finnbogason járnsmiður, Egill Jónsson og Jón
Borgfirðingur bókbindarar hafa endurskoðað reikn-
ingana. Innistæða og eignir fjelagsins eru við enda-
Iok reikningsskaparársins 10. nóv. 1874, bæði í
skuldabrjefum, útistandandi skuldum og ýmsum
munum um 1100 rd.
Til hagnaðar fyrir sjóðinn, hafa fjelagsmenn
haldið »Tombólu«, sömuleiðis hafa heiðursmenn !)
fjelagsins, hr. landshöfðingi H. Finsen. Kanselli-
ráð Á. Thorsteinsson, P. Guðjohnsen organisti og
og H. E. Helgason barnaskólakennari styrkt fje-
lagið með fjegjöfum.
Að tilhlutun fjelagsins og með styrk af sjóði
þess, er sunnudagaskóli settur á stofn í nóv. 1873,
er aftur var settur í haust; af sjóði fjelagsins eru
ölmusur veittar til skólans kensludrengjum fjelags-
ins. Einnig hefir fjelagið styrkt endrum og sinnum,
fátækjar ekkjur og börn handiðnamanna, sömu-
leiðis gaf fjelagið 10 rd. árið 1870, fátækum manni
úr Borgarfirði, er misti skip sitt í kaupstaðarferð
einni sama ár«.
Fyrstu fundir fjelagsins voru haldnir í gömlu
prentsmiðjunni, þar sem nú er hús Þórðar Jóns-
sonar úrsmiðs. Árlega voru haldnir 3—4 fundir,
og var einn af þeim »veislufundur« eða sam-
drykkja, sem haldin var í »klúbbhúsinu« við end-
ann á Aðalstræti, þar sem Herkastalinn er nú. Á
fundum voru ýms þjóðmál rædd, en einkum hnigu
þó umræður að kjörum og mentun iðnaðarmanna.
Síðar voru fundnirnir haldnir um nokkurt skeið í
húsi Sigfúsar Eymundssonar, en 31. des. 1876 fjekk
fjelagið »Borgarasalinn« í Hegningarhúsinu til af-
nota, og þar voru fundir þess haldnir þangað til Iðn-
aðarmannahúsið var reist, að undanskildu skömmu
tímabili, er þeir voru haldnir í húsi W. O. Breið-
fjörðs við Aðalstræti.
1) Þ. e. heiðursfjelagar.
[ 3 ]