Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 11
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA mínsson, Einar Pálsson, Sigfús Eymundsson og Olafur Sveinsson. Þó viljinn væri góður hjá fjelagsmönnum, þá treystust þeir þó eigi að ráðast í þetta fyrirtæki að svo stöddu, vegna fjeleysis. Næsta spor í málinu var stigið, er Magnús Benjamínsson kom á fundi 10. des. 1893 fram með tillögu um, að fjelagið fengi útmælt svæði suður í tjörn undir hús handa fjelaginu. Var þetta samþykt og ákveðið að byrja á uppfyllingu undir grunninn svo fljótt, sem hægt væri og nefnd kos- in til að standa fyrir verkinu. Mörgum fjelagsmönnum fannst í mikið ráðist, og varð það því úr, að reisa að eins lítið hús, og á fundi 24. febr. 1895 var samþykt að húsið skyldi verða 17 álnir á lengd, og 14 á breidd, og var kostnaður áætlaður um 4000 krónur. Nokkrir menn gáfu um leið peninga til húsbyggingarinnar, alls 215 kr. Aðrir lofuðu gjöfum síðar. Sem betur fór, reyndust þó margir fjelagsmenn svo stórhuga, að þeir vildu ekki sætta sig við svona lítið hús, og hvað eftir annað komu fram tillögur um að hafa það stærra, og 19. jan. 1896 var samþykt svohljóðandi tillaga frá Magnúsi Benja- mínssyni. »Fundurinn samþykkir að veita húsbygg- ingarnefndinni heimild til þess að byggja hús fyrir fjelagið, samkvæmt teikningu þeirri, sem hún hefir lagt fyrir fundinn, og verja til þess alt að 7000 krónum«. Enn var þó ekkert útkljáð um stærð hússins, og fjelagsmenn voru ærið ósammála á fundum. Var húsbyggingarnefndinni að síðustu falið á hendur að sjá um allar framkvæmdir máls- ins, með fundarsamþykt 1. mars 1896, og hún ákvað að reisa húsið eins og það stendur enn í dag. Þegar fjelagið rjeðst í þetta stórræði, voru þess- ir menn í stjórn þess. Matthías Matthíasson, for- maður, Þorvarður Þorvarðsson ritari og Andrjes Bjarnason gjaldkeri. I framkvæmdanefnd við bygg- inguna voru þeir Magnús Benjamínsson, Olafur Olafsson og Einar Pálsson, sem var yfirsmiður hússins. Sveinn Sveinsson trjesmiður var sendur utan, til þess að kaupa við til hússins. Komst hann að 5

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.