Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Síða 12
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
góðum kaupum. Vmsir fjelagsmenn lögðu fram all-
mikla vinnu ókeypis, og yfirleitt má segja, að iðn-
aðarmenn Reykjavíkur hafi lagt mikið á sig, til
þess að koma upp húsinu.
Ekki gekk greiðlega að afla fjár til byggingar-
innar. Fyrst fjekk nefndin lánaða tvo smáa sjóði.
Leiktjaldasjóðinn og Talíusjóðinn gegn því, að
söngfjelög bæjarins fengju til afnota leigulaust, eitt
herbergi í húsinu til æfinga. Síðan fjekk nefndin
12,500 kr. úr Söfnunarsjóði, gegn fyrsta veðrjetti
í húsinu og 5,000 kr. í Landsbankanum gegn sjálf-
skuldarábyrgð 25 fjelagsmanna. Reynt var lítils-
háttar að afla fjár með skuldabrjefum, er fjelagið
gaf út og með hlutaveltum. Seinna var svo fengið
lán í bankanum gegn sjálfskuldarábyrgð nokkurra
fjelagsmanna. Húsið kostaði alls um 36,000 krón-
ur. Miklir peningar í þá daga.
Þann 29. des. 1896 hjelt fjelagið fyrsta fundinn
í hinu nýja húsi sínu, en 30. og 31. jan. 1897
hófst notkun þess, sem samkomustaður bæjarbúa.
Þá voru að tilhlutun Iðnaðarmannafjelagsins, haldn-
ir þar samsöngvar og voru um 400 áheyrendur
hvort kveldið. Munu aldrei jafn fjölmennar sam-
komur fyr hafa verið haldnar í veraldlegu húsi á
íslandi. Enda fanst bæjarbúum mikið til um hvort-
tveggja, sönginn og húsið. Söngskemtanir þessar,
sem Björn Kristjánsson stýrði, voru haldnar til
þess að afla fjár, til að kaupa fyrir hljóðfæri í
húsið. Um þessar söngskemtanir voru skrifaðar
greinar í »Island« og »Isafold«.
Það var ekki að furða, þó mönnum þætti húsið
merkileg bygging, því að slíkt samkomuhús hafði
aldrei fyr verið til á landi hjer. Og þó oss nú á
dögum þyki því í ýmsu ábótavant, þá ber þess að
gæta, að þegar gerð hússins var ákveðin, voru
bæjarbúar að eins rúm 4000, og engan dreymdi
um hinn stórkostlega vöxt höfuðstaðarins, sem átt
hefir sjer stað á síðasta áratug, og þá var ekki
byrjuð »steinöldin« í húsagerð Reykjavíkur.
Ef vjer ættum nú að reisa samkomuhús jafn-
stórt í hlutfalli við tölu bæjarbúa, þá yrði það að
geta rúmað um 1400 menn í sætum við leiksýn-
ingar og um 2200 á fundum, þegar margir standa
og alt rúm er notað til þess ítrasta. Væri gaman
að sjá það fjelag, sem vildi taka að sjer, að koma
upp slíku húsi nú á dögum.
Iðnaðarmannahúsið hefir í 30 ár verið leikhús
bæjarins og lengst af helsta samkomuhúsið. Það
má því með sanni segja, að það hafi haft stór-
kostlegt menningargildi fyrir höfuðstaðinn.
Stofnun Leikfjelagsins var ein fyrsta afleiðingin
af byggingu hússins. Iðnaðarmannafjelagið átti mik-
inn þátt í henni, enda var því hagur í, að fá fastan
leigjanda. Leikfjelagið var stofnað 11. janúar 1897.
Stofnendur voru 19, af þeim voru 14 karlmenn og
8 þeirra úr Iðnaðarmannafjelaginu. I hinni tyrstu
stjórn Leikfjelagsins voru tveir Iðnaðarfjelagsmenn,
Þorvarður Þorvarðsson og Friðfinnur Guðjónsson.
Þriðji maðurinn var Borgþór Jósefsson, verslunar-
maður.
Ekki er víst, að hugmyndin um stofnun Leik-
fjelagsins sje komin frá iðnaðarmönnum, en það
er víst, að ef þeir hefðu ekki verið búnir að koma
upp húsinu, þá hefði fjelagið ekki verið stofnað.
Þó að Iðnaðarmannahúsið hafi haft mikla þýð-
ingu fyrir höfuðstaðinn, og hafi verið mikið notað,
þá var þó fjárhagur þess jafnan erfiður og sífelt
varð að borga gömlu lánin með nýjum lánum.
Þannig tók fjelagið 20 þús. kr. í Landsbankanum
22. des. 1905 gegn ábyrgð 13 fjelagsmanna. Þess
vegna fóru, er tímar liðu, að heyrast raddir um,
að best væri fyrir fjelagið, að losa sig við húsið.
Það hefði lokið hlutverki sínu með því, að koma
upp samkomuhúsi fyrir bæinn, og notkun hússins
yrði sú sama, þó það væri eign einstakra manna,
en ekki fjelagsins.
Ábyrgðarmennirnir voru orðnir þreyttir á hinum
sífeldu lánum, og hins vegar var útlit fyrir, að
þyrfti að gera mikla endurbót á húsinu til þess,
að það gæti dugað sem leikhús bæjarins. Þetta
var orsök til þess, að fjelagið vildi losa sig við
húseignina.
Fjelagsmenn fjellust því að lokum á að selja
húsið. Tilboð kom í það frá Fr. Hákonsen veit-
ingamanni, en fjelaginu þótti sjálfsagt, að gefa
Leikfjelaginu fyrst kost á að kaupa húsið, en er
það treystist ekki til þess, var samþykt á fundi
6. maí 1918 svohljóðandi tillaga frá stjórn fjelagsins
og húsnefnd.
»Fundurinn samþykkir að selja Frantz Há-
konsen Iðnaðarmannahúsið fyrir 75 þúsund
krónur, samkvæmt tilboði hans, dagsettu 14.
apríl 1918, með þeirri breytingu, að Iðnaðar-
mannafjelagið fái 2. veðrjett með uppfærslurjetti
á eigninni næst á eftir 25 þús. krónum 0 og
felur stjórninni að gera kaupsamning við Há-
konsen, enda greiði hann 2000 kr. í festarpening
við undirskrift samningsins.«
Fyrri hluti tillögunnar var samþyktur með 18 at-
kvæðum, en seinni hlutinn með Öllum greiddum
atkv. Þar með er lokið sögu Iðnaðarmannahússins
sem eigu fjelagsins.
1) Er hvíldu á fyrsla veðrjetti. Útborgun ltaupanda var
10,000 krónur.
[ 6 ]