Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Side 14
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
almenna sýningu í Reykjavík 1911. Hinsvegar
virtist fjelagsmönum, að það væri nauðsynlegt að
senda menn þangað til þess, að kynnast sýning-
ingunni, og læra af Dönum hvernig sýningu skyldi
haga. — A fundi 7. ágúst 1909 var samþykt svo
hljóðandi tillaga:
»Fundurinn telur rjett, að iðnsýningarnefndin
í samráði við stjórn fjelagsins, verji nokkru fje,
alt að 600 krónum til styrktar tveimur mönnum
að fara á Arósa-sýninguna í því skyni, að þeir
síðar meir láti iðnsýninguna 1911 njóta þeirrar
reynslu og þekkingar, er þeir öðlast*.
]ón Halldórsson fór til Arósa á sýninguna og á
fundi Iðnaðarmannafjelagsins 6. nóv. 1909 gaf hann
ítarlega lýsingu af henni. Nokkrar umræður urðu
út af því, og voru sumir fjelagsmenn vondaufir
um, að hægt væri að halda sómasamlega sýningu
í Reykjavík, en ]ón sagði, að sjer væri ljóst, að
þó íslensk iðnsýning gæti ekki komist í hálfkvisti
við þá dönsku, mundi hún samt hafa mikla þýð-
ingu fyrir íslenskan iðnað og íslenska menningu.
Sýningin hófst 17. júní 1911. Klemens Jónsson
landritari opnaði hana með ræðu. Enn fremur tal-
aði þar formaður sýningarnefndarinnar, ]ón Hall-
dórsson trjesmiður.
A sýningunni voru um 1100 munir. Dýrasti
gripurinn (gullbelti) var virtur á 6000 krónur.
Allir munirnir á sýningunni voru vátrygðir fyrir
65 þúsund krónur. Auk hinnar eiginlegu iðnsýn-
ingar var einnig sýndur fjöldi muna frá Barna-
skólunum í Reykjavík og á Akureyri; Kvenna-
skólanum, Kennaraskólanum og Landakotsskólanum.
Þessi sýning var miklu fjölbreyttari en hin fyrri.
Þar voru sýnishorn af nálega öllu, sem unnið er
hjer á Iandi, og á einhvern hátt getur talist til
iðnaðar.
Sýningargripir komu víðsvegar að af landinu,
svo það má með sanni segja, að sýningin hafi
verið þjóðleg, og sýnt glöggva mynd af þroska
iðnaðarins hjer á landi á þeim tíma.
Itarleg lýsing af sýningunni er í »Vísi« I. árg.
Mikið fjölmenni kom til a^ skoða sýninguna.
Veitt voru verðlaun 122 sýnendum. Af þeim fengu
32 I. verðlaun, 29 II. og 61 III. Verðlaunin voru
silfurpeningar, eirpeningar og heiðursbrjef eins og
á sýningunni 1883.
Þess má geta, að ágóðinn af sýningunni varð
9 kr. 82 aurar.
Sýningin var hin mesta og fjölbreyttasta sýning,
sem haldin hefir verið hjer á landi, og þótti hún
alment hafa hepnast ágætlega, og vera Iðnaðar-
mannafjelaginu til mikils sóma.
Iðnsýningin 1911 þótti hafa lánast svo vel, að
margir óskuðu, að koma upp líkri sýningu áður
en á löngu liði. En fyrst var þó málið tekið til
alvarlegrar umræðu á fundi í Iðnaðarmannafjelag-
inu 29. apríl 1924. Þá bar Björn Björnsson bak-
ari fram áskorun til fjelagsins um, að það gengist
fyrir iðnsýningu í Reykjavík á komandi sumri.
Hann lýsti því hve mikil nauðsyn væri á því, að
vakin væri eftirtekt manna á því, sem hjer væri
framleitt af iðnaðarmönnum, og taldi sjálfsagt og
eðlilegt, að Iðnaðarmannafjelagið hefði forgöngu
fyrir málinu.
Eftir nokkrar umræður var samþykt tillaga frá
Knud Zimsen borgarastjóra um að kjósa fimm
manna nefnd til þess að undirbúa málið. Kosnir
voru: Björn Björnsson, Jón Halldórsson, Arni
Sveinsson, Gísli Guðmundsson og Tómas Tómasson.
Á næsta fundi, 7. maí, var málið svo rætt, og
samþykt, að sýningin skyldi haldin, og nefndinni
falið á hendur, að standa fyrir henni.
Nú var tíminn svo naumur, að það reyndist
ómögulegt, að hafa þessa sýningu fyrir alt landið,
og því urðu það að eins iðnrekendur í Reykjavík
og grend, er sýndu vörur sínar.
Það studdi mikið að því, að sýningin var haldin,
að Alþingi hafði þá samþykt lög um innflutnings-
hömlur á allmörgum vörutegundum, sem framleiða
má í landinu sjálfu. Var það áform forgöngu-
mannanna, að reyna að vekja þjóðina til alvarlegr-
ar umhugsunar um þann vísi til iðnaðar, sem til
væri í landinu, og hvetja hana til að hlynna að
honum eftir megni.
Sýningin var haldin í Barnaskólanum og var
opnuð 17. júní 1924. Knud Zimsen borgarstjóri
hjelt vígsluræðuna. Er hún prentuð í »Morgunbl.«
137. tölubl. 1924.
Vegna þess hve undirbúningstíminn var naumur
var sýningin fáskrúðugri en ella mundi hafa verið.
Engin skrá var prentuð um sýningargripina og
verðlaun voru ekki veitt.
Það helsta sem sýnt var 1924 var trjesmíði,
húsgögn, járn- og blikksmíði ýmiskonar. Prentverk,
bókband og myndamót. Dúkar og sútuð skinn.
Brjóstsykur, kökur, smjörlíki, gosdrykkir og öl.
Trjeskurður, gasáhöld og margskonar niðursuðu-
vörur J).
Samtímis hjelt Bandalag kvenna merkilega hann-
yrðasýningu uppi á loftinu í Barnaskólahúsinu.
Þessi sýning var auðvitað ekki sambærileg við
1) Lýsing á sýningunni er í „Vísi“ og „Morgunblaðinu"
í júní 1924.
8