Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 16
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA flestir vera því samdóma, að það sje hinn eini rjett tilkiörni staður, því hvar er tilhlýðilegra að minnis- varði hans standi en á þeirri hæð við hans lög- heimili, þar sem flestir útlendir menn koma að votta virðingu sína fyrir minningu hans ásamt oss? Menn eiga því hið allra bráðasta að fá handa land- inu efstu nibbina af Arnarhóli til þessa fyrirtækis og einnig gangstíg niður að sjó, sem þarf að um- girða. Þetta þarf að gera sem fyrst, því annars geta menn búist við, að sá staður verði tekinn til einhvers annars. Þar næst eiga menn að gangast fyrir samskotum um alt land, fyrir nef hvert, eins og Islendingar gerðu forðum, þegar þeir ljetu velja sjer vorn fræga þingstað. Þetta gerðu Forngrikkir, þegar þeir gerðu stæðstu myndir sínar og bygg- ingar, og þykir þetta bæði að fornu nýu einkar sómasamleg aðferð«. Eftir þetta, var hvað eftir annað, talað opinber- lega um Ingólfsmyndina, en ekkert varð úr fram- kvæmdum fyr en Iðnaðarmannafjelagið tók málið að sjer. A fundi fjelagsins 17. september 1906 flutti Jón Halldórsson trjesmiður málið og hvatti fundarmenn til að taka það að sjer, því að það yrði Islaridi og íslenskum iðnaðarmönnum til sóma, að Islendingar kæmu sjálfir upp mynd af sínum landnámsmanni, og iðnaðarmönnum Islands yrði það mestur sómi að koma máli þessu á hreyfingu og í framkvæmd, því að með því gætu þeir greitt götu íslensks listamanns og gefið honum færi á að reyna sig á Ingólfi. Því að einmitt þessi mað- ur, sem væri Einar Jónsson myndhöggvari, hefði lengi verið með þá hugmynd, að búa til mynd af Ingólfi, og yrðu honum það hin mestu gleðitíðindi ef við gætum skrifað eða símritað til hans og sagt honum, að honum væri óhætt að byrja á að smíða mynd af Ingólfi, því íslenskir iðnaðarmenn væru búnir að taka að sjer, að safna fje því er þyrfti. Ennfremur var samþykt að kjósa 5 manna nefnd til að gangast fyrir samskotum og voru kosnir í nefnd þessa: Sveinn Jónsson, Jón Halldórsson, Magnús Blöndal, Magnús Benjamínsson og Knud Zimsen. Magnús Blöndal gekk síðar úr nefndinni og fjelaginu. Samþykt var og að nefndin fengi ókeypis húsnæði til tombólu, fyrirlestra eða annara skemtana, er haldnar væru í því skyni að afla fjár til myndarinnar. Ennfremur var samþykt að fjelagið veitti úr sjóði sfnum 2000 krónur til þess að koma upp myndinni. Nú lá næst fyrir að afla fjár til verksins. Nokk- uð fjekkst með samskotum, en ekki svo miklu munaði. Þá fjekk nefndin leyfi til að stofna til happdrættis. Tveir fjelagsmenn, Sveinn Jónsson og Guðmundur Jakobsson höfðu gefið lóð undir hús, er ætlast var til að yrði reist, og happdrættið dregið um. Það var upphaflega svo til ætlast að húsið yrði að mestu reist af gjöfum, en lítið varð úr því, og er dregið hafði verið um hið nafnkunna Ingólfshús og happdrættismálinu var Iokið, hafði nefndin aðeins fengið inn 2000 kr. Svo fór um sjóferð þá. En ekki var ein báran stök. Nú hófst margvís- legt sundurlyndi út af Ingólfsmyndinni. Sumpart milli framkvæmdarnefndarinnar og listamannsins, sem verkið átti að vinna og sumpart milli fjelags- manna innbyrðis. A fundum Iðnaðarmannafjelags- ins 25. nóv. og 16. des. 1908 urðu svo harðar deilur um málið að til vandræða horfði. Loksins [ 10 [

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.