Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 18
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Iðnaðarmannafjelagið, og leggja í hann það fje
sem til væri í sjóði fjelagsins.
Síðan var þetta mál rætt á nokkrum fundum,
og loks samþykt 7. jan. 1894 svohljóðandi tillaga
frá Daníel Símonarsyni:
»Fjelagið stofni sem allra fyrst styrktarsjóð
handa fátækum iðnaðarmönnum og ekkjum þeirra,
þegar sjúkdómar eða ófyrirsjáanleg óhöpp bera
að höndum. Einnig sje kosin þegar á þessum
fundi fimm manna nefnd fil að semja lög og
reglur fyrir sjóðinn.«
Kosnir voru í nefndina W. O. Breiðfjörð, Sveinn
Sveinsson, Magnús Benjamínsson, Matthías Matt-
híasson og Þorvarður Þorvarðsson.
Nú var komin fram sú hugmynd, að rjett væri.
að einskorða ekki sjóðinn við Iðnaðarmannafjel-
lagið, heldur gefa öllum iðnaðarmönnm kost á, að
taka þátt í honum, enda þótt þeir væru ekki í
fjelaginu.
Nefndin samdi skipulagsskrá fyrir sjóðinn og
lagði til, að Iðnaðarmannafjelagið stofnaði hann
af því fje, er það átti á vöxtum í Söfnunarsjóðnum.
Var þetta samþykt 7. apríl 1895, og skipulags-
skráin sömuleiðis. Hún öðlaðist konunglega stað-
fesíingu 18. sept. 1896.
Upphæðin, sem Iðnaðarmannafjelagið átti í Söfn-
unarsjóðnum í ársbyrjun 1895 var kr. 2263,66, og
er það stofnfje sjóðsins. Akveðið var að meðlimir
Iðnaðarmannafjelagsins, sem vildu ganga í sjúkra-
sjóðinn, skyldu greiða til hans eina krónu og fimtíu
aura á ári, en aðrir iðnaðarmenn tvær krónur.
Stjórn sjóðsins átti að vera kosin árlega af
Iðnaðarmannafjelaginu. Allir iðnaðarmenn, sem að
greitt hafa tillag til sjóðsins gátu orðið aðnjótandi
styrks úr sjóðnum, þó þeir hefðu aldrei verið í
Iðnaðarmannafjelaginu.
Sjóðurinn var þannig stofnaður og honum stjórn-
að af fjelaginum, en þetta var óeðlileg tilhögun,
sem varla gat haldist til lengdar, og á fundi fje-
lagsins 14. febr. 1919 var því hreyft, að það væri
óviðeigandi, að þeir menn, sem greiddu tillög til
sjóðsins, en ekki væru í fjelaginu hefðu engin
áhrif á stjórn hans. Að lokum bar Olafur Olafs-
son fram svohljóðandi tillögu.
»Aðalfundur Iðnaðarmannafjelagsins lýsir því
hjermeð yfir, að hann álítur rjettara og eðli-
legra, að stjórn og endurskoðendur Styrktar-
sjóðs iðnaðarmanna í Reykjavík, sje hjer eftir
kosin af meðlimum styrktarsjóðsins, og lætur sjer
nægja, að Iðnaðarmannafjelaginu sje send árleg
skýrsla um starfsemi og efnahag sjóðsins*.
Málinu var frestað og nefnd kosin til þess að
athuga það. A fundi 2, febr. 1921 voru menn
yfirleitt sammála um að sjóðurinn skyldi verða
sjálfstæð stofnun. Ennfremur var samþykt að gefa
honum 1000 krónur úr fjelagssjóði, til minningar
um að liðin væru 25 ár síðan reglugerð og skipu-
lagsskrá hefði verið samin fyrir sjóðinn.
Þann 6. apríl sama ár var skipulagsskrá sam-
þykt fyrir sjóðinn og fjekk hún konunglega stað-
festingu þann 17. maí 1921.
I 2. gr. skipulagsskrárinnar er komist svo að
orði:
»Tilgangur sjóðsins er, að styrkja meðlimi sjóðs-
ins, ekkjur þeirra og börn, en meðlimir geta orðið
allir meðlimir Iðnaðarmannafjelagsins i Reykjavík
og aðrir iðnaðarmenn í Reykjavík, ef þeir eru
samþyktir á aðalfundi sjóðsins«.
Þannig var sjóðurinn orðinn sjálfstæð stofnun,
sem ekki tilheyrði fjelaginu lengur. Fyrsti fundur
Sjúkrasjóðs iðnaðarmanna var haldinn 18. jan.
1921. Þegar fjelagið afhenti sjóðinn, átti hann kr.
9,573,3. Meðlimir voru 67 að tölu og ársgjald
ákveðið 5 kr.
I þau 25 ár, sem Iðnaðarmannafjelagið stjórn-
aði sjóðnum, voru að eins sex menn í stjórn hans.
Einar Finnsson var formaður 16 ár, en Olafur
Ólafsson 9. Hann var einnig gjaldkeri í 9 ár.
Guðjón Sigurðsson var gjaldkeri í 10 ár og þá
varð Halldór Sigurðsson það, og er enn. Ritarar
hafa verið Þorvarður Þorvarðarson í rúm 19 ár
og síðan Magnús Benjamínsson.
Þó að Iðnaðarmannafjelagið hafi látið sjúkrasjóð-
inn af hendi, þá hefir það haldið sömu trygð við
hann og áður. Og á hátíðisdegi fjelagsins, þegar
Ingólfslíkneskið var afhjúpað, var ákveðið að gefa
sjóðnum 10 þúsund krónur, eins og áður er
sagt frá,
Sjóðurínn er nú um 26 þúsund krónur.
VI. Iðnaðarlöggjöf.
Það hefir lengi verið mikið áhugamál Iðnaðar-
mannafjelagsins að koma á fót fullkominni lög-
gjöf um iðnaðarnám og iðnaðarrekstur. I þeim
efnum hefir íslensk löggjöf verið æði fáskrúðug.
Hinir ráðandi menn í þjóðfjelaginu virðast ekki
hafa skilið, að semja þurfi lög og reglur fyrir iðn-
að eins og aðrar atvinnugreinar. Arið 1893 voru
þó samþykt á Alþingi lög um iðnaðarnám, en ann-
ars var tilfinnanleg þörf á fullkomnari löggjöf í
þessum efnum. Stjórn Iðnaðarmannafjelagsins tók
málið að sjer, og reyndi að ná samvinnu við
stjórn og þing. Hjer er ekki rúm til þess að rekja
[ 12 ]