Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Qupperneq 19
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
gang málsins, en að eins skal skýrt frá árangr-
inum.
Stiórnin hefir með aðstoð nokkurra manna samið
tvö ítarleg frumvörp til laga. Annað um iðnað og
iðju, en hitt um iðnaðarnám. Svo var til ætlast,
að frumvörp þessi kæmu fyrir Alþingi 1926. Það
tókst þó ekki, en nú hefir ríkisstjórnin lofað að
leggja bæði frumvörpin, með litlum breytingum,
fyrir næsta Alþingi sem stjórnarfrumvörp.
Vonandi verður þess því ekki langt að bíða, að
vjer fáum fullkomna iðnaðarlöggjöf eins og ná-
granna þjóðirnar.
VII. Ýmislegt.
Hjer að framan hefir verið skýrt frá því helsta,
sem fjelagið hefir afkastað, en auk þess hefir það
fengist við margt annað um dagana.
Skal hjer drepið á nokkur atriði.
Iðnaðarmannafjelagið hefir jafnan tekið mikinn
þátt í samkvæmislífi bæjarins. Það hefir margsinnis
staðið fyrir þjóðminningardegi, ásamt öðrum fjelög-
um, og innan fjelagsins hefir oftast verið mikið og
fjörugt samkvæmislíf. Nú hefir fjelagið hugsað sjer
að taka þátt í hátíðahöldum þeim, sem ætlast er til
að verði haldin árið 1930, á þúsund ára afmæli
Alþingis. Á fundi 25. mars 1926 hreyfði formaður
fjelagsins málinu, og eftir nokkrar umræður var
samþykt svohljóðandi tillaga frá Árna Sveinssyni.
»Stjórninni er falið á hendur að athuga hvaða
afstöðu fjelagið á að taka viðvíkjandi hátíðahöldum
1930, og má hún velja með sjer fjóra menn sjer
til aðstoðar«.
Lengra er málið ekki komið, enda er tími til
stefnu. En það mun vera áhugamál margra iðnað-
armanna, að þúsund ára afmæli Alþingis, verði best
heiðrað með því, að þá verði haldin í Reykjavík
allsherjar iðnaðarsýning fyrir land alt. Sýning, sem
verði meiri og fjölskrúðugri, en sýningar þær, sem
áður hafa verið haldnar hjer á landi.
Iðnaðarmannafjelagið byrjaði snemma á að koma
sjer upp bókasafni. Alt var það þó í smáum stíl.
Helst útlend iðnfræðistímarit. ]akob Sveinsson trje-
smiður var aðalhvatamaður að þessu, og hann hjelt
því fram, eins og rjett er, að það væri nauðsynlegt
fyrir íslenska iðnaðarmenn, að þeir fengu tækifæri
til þess að kynna sjer helstu nýjungar í erlendum
iðnaði. Smátt og smátt safnaðist saman hjá fjelag-
inu allmikið af bókum og tímarítum. Onnur fjelög
svo sem Iðnfræðafjelagið og Verkfræðingafjelagið
voru líka byrjuð á að koma sjer upp bókasöfnum
og á fundi Iðnaðarmannafjelagsins 12. nóv. 1924
vakti Helgi H. Eiríksson verkfræðingur máls á því,
að best væri, að sameina öll söfnin í eitt iðnfræðis-
safn. Eftir nokkrar umræður var málshefjandi kos-
inn til þess, að gera ásamt, fulltrúum frá Iðnfræða-
fjelaginu og verkfræðingafjelagsins, tillögur um
eignarrjett, afnot og fyrirkomulag væntanlegs bóka-
safns fjelaganna.
Á fundi 8. apríl 1925 lagði samnefnd fjelaganna
fram álit sitt fyrir Iðnaðarmannafjelagið, og var
samþykt, að stofnað skyldi eitt bókasafn, úr söfn-
um allra fjelaganna, og skyldi það heita »Iðnbóka-
safn Islands«. Það átti að vera sjálfstæð stofnun, en
fá fyrst um sinn ókeypis húsnæði í Iðnskólahúsinu.
Öll hin áðurnefndu fjelög skyldu styrkja það með
fjárframlögum. Síðan var samin reglugerð fyrir
bókasafnið 12. nóv. 1925 og Helgi H. Eiríksson
kosinn í stjórn þess af Iðnaðarmannafjelaginu.
Skólamál hafa jafnan verið rædd mikið í fjelag-
inu, og Iðnskólinn hefir frá öndverðu verið eftir-
lætisbarn þess. Nú á siðustu árum hafa heyrst
margar raddir um, að skólafyrirkomulag landsins,
og ekki síst höfuðstaðarins þurfi gagngerðar breyt-
ingar, ef vel á að fara. ]ón Ófeigsson hefir komið
fram með ýrnsar tillögur um kenslumál og á fundi
Iðnaðarmannafjelagsins 29. apríl 1926 flutti hann
fyrirlestur um skólamál, og lagði til að iðnaðar-
menn, verslunarmenn og bæjarfjelagið í sameiningu
stofnuðu einn allsherjarskóla fyrir bæinn, þar sem
bæði færi fram bókleg og verkleg kensla, og þar
sem mönnum væri frjálst að læra það, sem þeir
helst óskuðu.
Um þetta mál urðu allmiklar umræður, og að
síðustu var samþykt tillaga um að fela skólanefnd
Iðnskólans að athuga þetta mál nánar.
Næst var málið til umræðu 13. jan. 1927. Helgi
Eiríksson skýrði frá starfi nefndarinnar í skóla-
málinu, og sagði að samkomulag hefði orðið um,
að skólanefnd Iðnskólans boðaði hina ýmsu aðilja
til fundar ásamt yfirstjórn Reykjavíkur, þessi fundur
hefði svo verið haldinn og allir aðiljar verið mál-
inu hlyntir. Á þessum fundi var samþykt að kjósa
sameiginlega nefnd — tvo frá hverjum aðilja — til
að koma málinu á framfæri við ríkisstjórnina. Þessi
nefnd var kosin og var ]ón Ófeigsson einnig í
henni. Las hann síðan upp lagafrumvarp það sem
nefndin hafði samið, en gat þessijafnframt, að rík-
isstjórnin hefði breytt því dálítið.
Síðan taldi hann upp hina ýmsu kosti er skóla-
fyrirkomulag þetta hefði, og lagði sjerstaka áherslu
á, að samkvæmt 5. gr. skólafrumvarpsins væri
hverjum og einum heimilt að koma í skólann og
%
[ 13 ]