Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 23
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
veitti fjelaginu 4000 kr. styrk til skólahaldsins auk
1700 kr. námsstyrks handa iðnnemum utanlands.
A næsta þingi var styrkurinn til skólans hækkað-
ur upp í 5000 kr. og á þinginu 1909 upp í 6000
kr. á ári.
Um haustið 1903 gekk Jón Þorláksson í Iðnað-
armannafjelagið, og 7. okt. flutti hann þar erindi
um skólmálið. Skýrði hann þá nánar hugmynd sína
um fyrirkomulag skólans. Urðu miklar umræður
um málið, og var að lokum samþykt svohljóðandi
tillaga frá Jóni Þorlákssyni:
»Iðnaðarmannafjelagið kýs þrjá menn í nefnd til
þess að hafa á hendi stjórn hins fyrirhugaða tekn-
iska skóla. I nefnd þessari skulu enn fremur eiga
sæti skólastjóri og teiknikennari, sem landshöfðingi
útnefnir, eftir að hafa heyrt tillögur hinna þriggja
fjelagskjörnu nefndarmanna þar um. Af þessum 3
skal einn ganga úr á ári hverju, fyrstu 2 árin eftir
hlutkesti, en síðan eftir kjöraldri. Þó má endur-
kjósa nefndarmann. Fjelagið felur þessari nefnd
fyrir sitt leyti stjórn hins fyrirhugaða tekniska skóla«.
í bráðabirgðareglugerð, sem sett var sumarið
1904 um stjórn Iðnskólans, og sem gildir enn þann
dag í dag, er ennfremur ákveðið, að skólastjóri
skuli vera formaður skólanefndar og hafa fram-
kvæmdarvald í öllum málum skólans milli nefnda-
funda, en öll mikilsvarðandi mál skal hann þó bera
undir nefndina fyrst.
I skólanefndina voru síðan kosnir þeir Magnús
Benjamínsson, Guðmundur Gamalíelsson og Magnús
Blöndahl. Jón Þorláksson var sjálfur skipaður fyrsti
skólastjórinn frá nýjári 1904. Fastur kennari í teikn-
ingu var skipaður frá sama tíma Þórarinn B. Þor-
láksson málari, og fór hann utan um vorið til þess
að búa sig undir það starf. Veturinn 1903—1904
var skólinn að vísu haldinn með sama fyrirkomu-
lagi og áður, því kostnaðar vegna treysti fjelagið
sjer ekki til þess að breyta skólanum þegar í árs-
byrjun 1904, en þó mun mega telja, að Iðnskólinn
í sinni núverandi mynd hafi þá verið stofnaður.
Að uggur hafi verið í fjelaginu við kostnaðinn
sjest best af því, að 25. febr. 1904 var samþykt
að óska þess, að teiknikennarinn yrði ekki á
föstum launum, en laun hans voru 600 krónur
fyrir 12 tíma kenslu á viku í 7 mánuði, en tíma-
kaup mun þá hafa verið 90 aurar fyrir tímakenslu.
En þessi samþykt sýnir líka, að umbót sú, sem
þarna fjekst á iðnfræðslunni, hefir ekki fengist án
harðrar baráttu, og að ávalt hafa verið til menn,
sem ekki hafa skilið, að alt það fje, sem til hennar
er varið, kemur ríkulega ávaxtað aftur í aukinni og
bættri framleiðslu.
Haustið 1904 var skólinn byrjaður með hinu
nýja fyrirkomulagi. Var það þannig, að kent var 2
tíma á kvöldi 6 daga vikunnar. Námsgreinir voru
flatarteikning, fríhendisteikning og rúmteikning í
1. og 2. bekk, en iðnteikning í 3. bekk. íslenska og
reikningur var kent í öllum bekkjum og danska í 2.
og 3. bekk. Kennarar voru þeir Jón Þorláksson og
Þórarinn í teikningu, Olafur Olafsson fríkirkju-
prestur í íslensku, Dr. Olafur Daníelsson í reikn-
ingi og Þorsteinn Erlingsson í dönsku. Nemendur
voru 82 og skólagjaldið 5 kr. yfir veturinn.
Veturinn 1905— 1906 var 4. bekknum bætt við.
Hefir skólinn verið fjögra ára skóli síðan, og venju-
lega orðið að skifta neðri bekkjunum í fleiri deild-
ir en eina.
I umræðunum um stofnun skólans var gert ráð
fyrir því, að ekki yrði þess langt að bíða, að dag-
skóli kæmist á fót við hann, og þegar skólinn
var auglýstur í blöðum bæjarins sumarið 1904, var
síðari liður auglýsingarinnar þannig:
»Dagskólinn verður væntanlega haldinn kl. 4—8
síðdegis. Hann er einkum ætlaður húsasmiðum og
þeim, sem vilja fá fullkomnari kenslu í einhverri
grein teikningarinnar. Þar verður kent: Húsagerð
og byggingaefnafræði, stærðfræði, eðlisfræði, enska
og teikning allskonar, og ef til vill vjelafræði og
fleiri námsgreinar. Kenslugjaldið er 10 kr. yfir vet-
urinn«.
Af þessum dagskóla varð þó ekki, og hefir ekki
orðið enn þá, aðallega vegna erfiðleika á að nota
sjer hann.
Þótt segja mætti hjer eins og annars staðar, að
hálfnað sje verk þá hafið er, og að mikið væri
þegar fengið með þeirri byrjun, sem þarna var
gerð, þá vantaði samt mikið á, að aðbúð og á-
stand það, sem skólinn átti við að búa, væri við-
unandi. Var það einkum tvent, sem umbóta þurfti,
og er stórmál hvorttveggja, bæði fyrir Iðnaðar-
mannafjelagið og iðnaðarmannastjettina yfirleitt.
Þessi atriði voru húsnæði skólans og skólatíminn.
Og þau voru ekki að eins mikilsverð og erfið úr-
lausnarefni á þeim tíma, heldur eru þau það enn
þann dag í dag og verða það framvegis, því þetta
tvent verður að haldast í hendur við ástæður og
þróun stjettarinnar, og er því breytingum undir-
orpið.
Um það leyti, er að ofan getur, var vinnutími
alment 12 tímar á dag. Nemendur hættu þvf ekki
vinnu fyr en kl. 7 að kveldi, þótt byrjað væri kl.
6 að morgni, og skólinn var því haldinn kl.
8—10 að kvöldi. Þessu þurfti að breyta. Á fundi í
fjelaginu 6. okt. 1904 flutti Jón Þorláksson erindi
[ 17 ]