Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 25
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
honum góða kenslukrafta, enda hefir tímakaup
verið hið sama og í Mentaskólanum og ýmsum
framhaldsskólum hjer. Næsta ár fjell niður bók-
færslan og járnsmiðateikningin, sem þó var tekin
upp aftur haustið 1907, og hefir hún og aðrar
framangreindar námsgreinir verið kendar við skól-
ann síðan, nema bókfærslan. Haustið 1914 var
ensku bætt við, 1917 var þýskan feld niður og
1918 enskan líka, en 1921 er þýskan tekin upp
aftur og 1924 enskan.
Haustið 1911 sagði ]ón Þorláksson af sjer skóla-
stjórastöðunni vegna annríkis, og var Asgeir Torfa-
son efnafræðingur skipaður í hans stað. Hafði hann
svo skólastjórnina á hendi til þess er hann ljest
haustið 1916, og Þórarinn B. Þorláksson málari
tók við. Hann sagði aftur af sjeri skólastjórastöðunni
haustið 1923, og hafði þá verið fastur starfsmaður
við skólann í nær því 20 ár, fyrst sem teiknikenn-
ari og síðan sem skólstjóri. Eftir hann var nú-
verandi skólastjóri, Helgi Hermann Eiríksson verk-
fræðingur, skipaður í stöðuna.
Haustið 1917, þegar Þórarinn B. Þorláksson
var skipaður skólastjóri, sagði hann lausri stöðu
sinni, sem fastur kennari við skólann. Skólanefnd
ákvað þá, af sparnaðarástæðum, að veita ekki
stöðuna fyrst um sinn, og hefir hún ekki verið
veitt síðan.
Frá því að skólinn tók til starfa sem iðnskóli,
haustið 1904, hafa þessir verið kennarar við hann
auk skólastjóranna:
/ íslensku: Olafur Olafsson, fríkirkjuprestur
(1904—1905), Guðmundur Finnbogason (1905—
1907), Björn Bjarnarson (1907) og Matthías Þórð-
arson (1908), Þorsteinn Erlingsson (1908—1910),
Páll Sveinsson (1910—1911), Sigurður Guðmunds-
son(1911 —1913), Andrjes Björnsson (1913— 1914),
]akob Smári (1914—1919), Þórbergur Þórðarson
(1919—1925), Kristinn Andrjesson (1925—1926),
Knútur Arngrhnsson (1925—) og Sveinbjörn Sigur-
jónsson (1926—).
/ reikningi: Dr. Ólafur Daníelsson (1904—1918),
Skúli Skúlason blaðamaður (1918—1919), Ólafur
Ólafsson prófastur (1919—1925), Finnur Einarsson
(1925—) og Sigurður Sigurðsson (1925—).
/ undirbúnings og fríhendisteikningu: Guðm.
Jónsson (1917—), Brynjólfur Þórðarson 1920—
1925), Ásgrímur Jónsson (1920 — 1921), Gunn-
laugur Blöndal (1921 —1923), Finnbogi Rútur Þor-
valdsson (1924—) og Jóhannes Kjartansson
(1926-).
I byggingaefnafræði og iðnteiknigu: Jón Hall-
dórsson (1905—1919 og 1921—), Rögnvaldur
Ólafsson (1905—1906 og 1907—1910), Sigurgeir
Finnsson (1905—1906 og 1907—1908). Einar Er-
lendsson (1907—1909), Halldór Guðmundsson
(1908—1910), Benedikt Jónasson (1909—1911),
Páll Jónsson járnsmiður (1910—1912), Finnur
Thorlacius (1911 — ), M. E. Jessen (1916—1920)
Kristján Guðnason (1919—1921), Ólafur Þorsteins-
son verkfræðingur (1917—1918), Bjarni Þorsteins-
son (1920—1922), Pjetur Ottason (1920—1921),
Hafliði Hafliðason (1921 —1923 og 1926—),
Ólafur Einarsson (1922—1924), Jakob Gíslason
(1924—1925) og Finnbogi Rútur Þorvaldsson
(1924—).
/ dönsku: Þorsteinn Erlingsson (1904—1910),
Jón Þórarinsson (1910—1911 og 1912—1913),
Bjarni Hjaltested (1913—1925) og Sigfús M.
Jóhnsen (1925—).
/ býsku: Þorsteinn Erlingsson (1905—1908),
Jón Ófeigsson (1908—1911), Halldór Jónasson
(1911 — 1917), G. Weber (1921 — 1923), Werner
Haubold (1923—).
/ ensku: Halldór Jónasson (1914—1918), Jakob
Gíslason (1924—1925), Sigurður Sigurðsson
(1925—), Sveinbjörn Sigurjónsson (1926—).
í bókfærslu: Ólafur G. Eyjólfsson (1905—1906),
Jón Arnórsson (1917—1918), Þorsteinn Bjarnason
(1918—1920).
íprentfræði: Hallbjörn Halldórsson (1921 —1923).
/ rafmagnsfræði: Steingrímur Jónsson (1921 —
1923), Höskuldur Baldvinsson (1926—).
Efnis- og áhaldafræði: Finnbogi Rútur Þor-
valdsson (1926—), Bjarni Jósefsson (1926), Gísli
Guðmundsson (1927—).
Nemendafjöldinn síðan 1914 hefir verið þannig:
1904—05 voru 82 nem., 1905- 06 voru 93 nem.
1906-07 — 98 — 1907— 08 — 99 —
1908-09 — 73 — 1909- 10 — 57 —
1910—11 — 53 — 1911- 12 — 46 —
1912—13 — 56 — 1913- 14 — 64 —
1914—15 — 59 — 1915- 16 — 69 —
1916—17 — 62 — 1917- 18 — 65 —
1918—19 — 59 — 1919- -20 — 87 —
1920—21 — 100 — 1921- ■22 — 104 —
1922—23 — 94 — 1923- 24 — 101 —
1924—25 — 94 — 1925- 26 — 154 —
1926—27 — 176 —
Það er ekki ætlun mín í grein þessari að bera
sjerstakt lof á neinn af þeim mönnum, er hjer
koma við sögu, en þó er það einn maður, sem
ekki er unt að komast hjá að nefna sjerstaklega,
þegar sögð er saga Iðnskólans á þessu tímabili.
Þessi maður er Magnús Benjamínsson úrsmiður.
[ 19 ]