Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Síða 26
T I M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Frá því fyrsta að hann kom í Iðnaðarmannafjelagið
1882, hefir hann ávalt látið iðnskólamálið til sín
taka og verið skólanum hinn tryggasli haukur í
horni, enda alt af í skólanefnd síðan 1893, að hann
sá um skólann sem formaður fjelagsins og síðan
sem skólanefndarmaður, nema 1895—96. Hefir
•hann þannig verið í stjórn skólans í svo að segja
samfleytt 34 ár. Er varla efi á því, að það hefir
oftast verið framsýni hans og skilningi á menning-
armálum iðnstjettarinnar að þakka, samfara áhrif-
um hans innan Iðnaðarmannafjelagsins, hversu
greiðlega oft hefir gengið að fá nauðsynjamálum
skólans framgengt, svo að þroski hans og þróun
hafa ekki verið tafin um skör fram. Að vísu eru
margir fleiri, sem hjer eiga hlut að máli og heið-
ur skilið, og mætti þar til nefna K. Zimsen borg-
arstjóra, sem lengi var formaður fjelagsins og síð-
ast í skólanefnd, og fleiri mæta menn, en enginn
hefir starfað jafnlengi og með jafnmikilli lipurð og
festu að skólamálunum og einmitt Magnús.
Næst Magnúsi Benjamínssyni hafa þessir starfað
lengst í skólanefnd, frá því að skólinn var endur-
reistur 1892 og til þessa tima: Guðmundur Gama-
líelsson 11 ár (1902—1913), ]ón Þorláksson og
Helgi Helgason 8 ár (1916—24), Magnús Blön-
dahl 7 ár (1902—09), Rögnvaldur Ólafsson 7 ár
(1909—16), ]ón Brynjólfsson 5 ár (1896—01),
Ólafur Ólafsson prentari 4 ár (1897—1901), Sveinn
Sveinsson (1895—1897 og 1901), Finnur Thor-
lacius (1913—16), Steingrímur ]ónsson (1924—)
og K. Zimsen (1924—) sín 3 ár hver, Guðmundur
]akobsson (1901—03), Hjörtur Hjartarson (1901 —
03) og Björn Kristjánsson (1893—95) sín 2 ár
hver og 1 ár þeir Björn Guðmundsson (1895),
Einar Pálsson (1895) og Guðmundur Magnússon
(]ón Trausti, 1901).
Síðastliðið haust var sú breyting gerð á skól-
anum, að áður fengnu samþykki fjelagsins, að
kensla byrjar kl. 1 síðdegis á laugardögum, en kl,
6 að kvöldi aðra daga. Með því vinst það, að allur
skólinn fær frí laugardagskvöldin og eitt kvöld að
auki í efri bekkjunum, en tvö kvöld í tveimur
þeim neðri, til lesturs. Einnig var bókfærslu,
kostnaðarreikningi, efnisfræði [Materiallære] og á-
haldafræði [Teknologi] bætt við sem námsgreinum
f efri bekkjunum. Ennfremur var reynt að halda
uppi sjerstakri deild fyrir bakaralærlinga, en að-
sókn varð svo lítil, að í almennum námsgreinum
varð að hafa þá með öðrum deildum skólans.
Þarf nokkur breyting að verða á, ef hægt á að
vera að halda uppi kenslu fyrir bakarana framvegis.
Og nú er komið að undirbúningi fjórða þáttar-
ins, fjórða tímabilsins í sögu skólans. Nú hefir
verið borin fram og rædd tillaga, sem felur í sjer
svo að segja óendanlega þroska- og vaxtarmögu-
leika fyrir skólann; tillaga sem gerir það mögu-
legt af hendi skólans að koma á fót og halda
uppi dagskóla við Iðnskólann. En það er vitanlega
næsta skrefið, sem stíga verður til fullkomnunar
skólanum og fullnægingar iðnmentunarþörfinni í
landinu. Frá þeirri tillögu er sagt ítarlega á öðrum
stað í þessu riti. svo að jeg ætla ekki að fara út
í það atriði hjer. En það er trú mín og sannfær-
ing, að Iðnaðarmannafjelaginu muni takast jafn-
giftusamlega með hana og með önnur nauðsynja-
mál skólans, og að það muni stíga þetta spor fyrir
skólann jafn örugt og ákveðið og önnur spor áður,
þegar honum hefur legið mest á.
Orðsending
til iðnaðarmanna og kaupenda
út um land.
Enda þótt tímaritið fjalli nú eingöngu
um Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík, þá
er vitanlega til þess ætlast að fjelögin og
iðnaðarmenn um land alt, hafi jafnan að-
gang að ritinu. Það eru vinsamleg tilmæli
vor að iðnaðarmannafjelögin noti sjer
þennan rjett, og sendi tímaritinu greinar
um áhugamál sín. Vilji fjelögin eða ein-
stakir iðnaðarmenn leita til útgefenda við-
víkjandi upplýsingum að því er iðnað
snertir, þá mun verða reynt að láta þær
í tje eftir föngum.
tivað viðvíkur pöntunum á Tímariti
Iðnaðarmanna eða auglýsingum í því, þá
ber að snúa sjer í því efni til afgreiðslu-
manns vors, sem er Jón Víðis, Hverfisg.
40 í Reykjavík.
Utgefendur.
[ 20 ]