Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Síða 29
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
af skólanum á ýmsan hátt. Þeir eiga fyrst og
fremst að ráða miklu um það, hvernig skólum
þeirra yrði fyrir komið í upphafi, gera tillögur um
skólastjóra og beita sífelt áhrifum sínum við hann.
Geri jeg mjer miklar vonir um góðan árangur af
slíkum vinsamlegum afskiftum stjettanna í framtíðinni.
En hvaða gagn yrði að þessari samsteypu?
Vrði ekki hætt við, að samvinnan færi út um þúf-
ur? Svo kunna menn að spyrja, og mun jeg reyna
að gefa svör við hvorutveggja.
Fyrst gagnið.
Sparnaður yrði afarmikill að því að reisa sam-
eiginlegt skólahús, samanborið við það, að skól-
arnir yrðu reistir hver í sínu lagi. Sumir skólarn-
ir yrðu dagskólar, en aðrir kvöldskólar, að nokkru
eða öllu leyti. Við það nýtist húsið betur en
ella. Vmislegt, sem fylgja verður hverjum sjer-
stökum skóla og jafnan reynist rúmfrekt, yrði
þarna til sameiginlegra afnota, svo sem leikfimishús,
safnaherbergi, vinnustofur, dyravarðaríbúð o. s. frv.
Þessi þýski skóli, sem jeg nefndi áðan, hefur
tök á því, nú orðið, að veita hverjum manni, öldr-
uðum sem ungum, hverja þá framhaldsfræðslu, sem
hver og einn kýs, um skamman tíma eða langan,
í einni grein eða fleirum, eftir því sem vilji, hæfi-
leikar eða ýmsar ástæður þeirra leyfa. Líkt yrði
hjer eftir samsteypuna. Skólar þessir eru svo marg-
þættir, að þeir eiga að geta tekið á skrá sína alt
það nám, sem þörf er á og kenslukraftar geta
fullnægt, frá einföldustu handtökum óbrotinnar
vinnu til fínasta listiðnaðar, frá einfaldri samlagn-
ing til æðstu stærðfræði o. s. frv. Þó að hver
skóli hefði auðvitað sína fasíanemendur við á-
kveðið nám, á hann, sumpart einn, sumpart með
öðrum skólum sambandsins, að stofna til náms-
skeiða og heimila þátftöku í einstökum náms-
greinum, með fastanemöndum, ef rúm er, eða
í sjerstökum aukanámsflokkum, hve nær sem þörf
væri á. — Spá mín er sú, að þetta mundi reyn-
ast eigi ómerkilegri starfsemi en fastanámið, þegar
tímar líða, og mundi verða til margvíslegs gagns.
Þegar þetta væri komið á, gætu t. d. stúdentar
horfið frá vonlausu embættisnámi og fengið í sam-
skólunum einhverja þá viðbót við þekkingu sína,
sem opnuðu þeim nýjar leiðir, og verkamaðurinn á
eyrinni gæti í frístundum sínum aflað sjer einhverrar
gagnlegrar þekkingar með hægu móti o. s. frv.
— Fyrir þessa aukakenslu alla ættu aukanemendur
að greiða gjald, er miðaðist við það, að þeir yrðu
ekki skólunum nein byrði.
Þetta yrði annar höfuðþáttur samvinnunnar.
Hinn þátturinn yrði sá, að öllu námi skólanna,
sem er hliðstætt og sama eðlis, yrði steypt saman
og haft í þeim skóla, sem þá kenslu annaðist
aðallega. Sameiginleg málakensla, t. d. íslensku-
kensla, undirstöðuatriði í ensku, þýsku o. s. frv.,
yrði þá í gagnfræðaskólanum eingöngu; bókfærsla
öll í Verslunarskólanum, smíðar að líkindum í Iðn-
skólanum o. s. frv., en öll sjerfræðsla, þar með sjer-
nám í tungumálum, tekniskt mál, verslunarmál
o. s. frv., í þeim skólum, sem það nám heyrir
undir. Við þetta ynnist tvent aðallega: Kenslan
yrði fullkomnari, þar sem nemendafjöldinn í ein-
stökum almennum greinum mundi gera að verk-
um, að til hennar mætti fá reglulega sjerfræðinga,
sem þyrftu þá ekki, eins og nú, að kenna margar
greinir, hvort sem þeir eru færir til þess eða ekki. í
öðru lagi mundi oft verða að þessu mikill sparnaður.
Væri t. d. í einni grein í einum skólanum 35—40
nemendur, í öðrum 10, þá yrðu þetta þrjár deildir,
ef nemendurnir væru hafðir hvor flokkur í sínum
skóla, en tvær deildir (22—25 nem. í deild), ef
báðum flokkum væri steypt saman. Þegar svona
stæði á, sparaðist reksturskostnaður heillar deildar
í þeirri grein eða þeim greinum, sem eins væri um.
Þá er loks að athuga horfurnar á ósamkomu-
lagi, sem einhver kann að óttast. Ottinn er ástæðu-
laus, vegna þess að hver skóli væri eftir sem áður
einvaldur og einráður yfir sínu sjernámi, en gerði
í hinu ákveðnar kröfur, sem annar eða aðrir skólar
yrðu að fullnægja samkvæmt reglugerð. Um þau
mál, sem sameiginleg yrðu, geri jeg ráð fyrir að
fjalla eigi skólaráð, sem líkt og háskólaráð yrði
skipað öllum skólastjórunum og að líkindum odda-
manni utan skólanna, er yrði fulltrúi ríkisstjórnar-
innar. Skil jeg ekki, að nein óviðráðanleg, mikil
deilumál þurfi að rísa upp í nefnd þessari frekar
en í háskólaráði, en ekki hef jeg heyrt annað en
að þar fari alt fram með friði og spekt.
Eftir tilmælum Iðnaðarmannafjelagsins samdi jeg
í sumar frumvarp til laga og uppkast að sam-
eiginlegri reglugerð fyrir þessa samskóla. í haust
voru svo kosnir fulltrúar af aðiljum, til þess að
athuga frumvarpið og gera tillögur. Fulltrúarnir
voru 2 frá hverjum þessara aðilja: Iðnaóarmanna-
fjelaginu, bæjarstjórn og Verslunarráði íslands; þá
tilnefndi og Vjelstjórafjelagið 2 fulltrúa. Þessi nefnd
ræddi svo málið, ásamt mjer, og samþykti frum-
varpið með litlum breytingum. Tveir aðiljar, bæjar-
stjórn og Verslunarráðið, hafa þegar Iýst yfir því,
að þeir vilji vinna að framgangi málsins á þessum
grundvelli, og ríkisstjórnin hefur fallist á að flytja
á þessu þingi frumvarp, sem er í flestum atriðum
bygt á tillögum mínum.
[ 23 ]