Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 11
sem slíkur átti hann verulegan þátt í stofnun Lands- sambandsins. Um ritstjórastarfið segir Sveinbjörn: „Það hefur nú verið reynt að nota mig til ýmissa liluta ,en þetta var víst það vitlausasta.“ Mun hann hafa verið nokkuð umdeildur ritstjóri. Eitt er það þó öðru fremur, sem hann minnist með gleði úr ritstjórnarstarfinu. Það er í tengslum við aukablað, sem gefið var út 1940, til þess að verja málefni iðnaðarins í landinu. Þannig var, að sprengmenntaður hagfræðingur, nýkominn frá námi, var fenginn til að gera einhvers konar úttekt á iðnaðinum í landinu. Var niðurstað- an sú, að iðnaðurinn ætti litla framtíð fyrir sér og var sú skoðun lögð á borð allra alþingismanna í formi skýrslu. Sveinbjörn og félagar hans vildu ekki una Jressum einhliða óhróðri og gáfu út aukablað. Var ]>að sent alþingisnuinnum, á sama máta og ritsmíð hagfræð- ingsins, og telur Sveinbjörn þessa aðgerð hafa verið mjög áhrifaríka. Enn í dag tala menn um Jjað, að iðnaðurinn sé olnbogabarn íslenskra atvinnuvega. Ekki skal get- um að Jdví leitt, hvernig ástandið væri í dag, ef áliti hagfræðingsins hefði ekki verið svarað. Alþingi hef- ur mikil áhrif og utanaðkomandi skoðanir hljóta að hafa verulega mótandi áhrif á aðgerðir þess. Les- andi gæti etv. staldrað aðeins við og hugleitt Jjetta mál. BROTAJÁRN - BÖLVUÐ PÓLITÍK Meðal þeirra málefna, sem Sveinbjörn liefur beitt sér og barist fyrir i mörg ár, og gerir reyndar enn, er stofnun verksmiðju, sem vinni steypustyrktarstál úr öllu Jjví brotajárni, sem til leggst hér á landi. Upphaflega hugmyndin kom frá Jóni Ólafssyni, efnafræðingi, sem kallaði sig Jón Stál, en hann hafði getið sér góðs orðs, sem sérfræðingur í Kanada. Sveinbjörn kom sér í samband við hann og saman unnu Jjcir að undirbúningi málsins. Móttökur stjórnvalda hér voru liins vegar svo dræmar, að Jón hvarf aftur til Kanada, og dó Jjar. „Það hefur alla tíð verið bansett pólitík í þessu stálmáli og er það reyndar enn, en ég held nú að l^eir sleppi ekki frá okkur að Jressu sinni“, segir Sveinbjörn um brotajárnsvinnsluna. „Ég lief átt í sífelldri baráttu við efasemdarmenn. en reyndar má nú segja, að ég sé bjartsýnismaður og hér áður fyrr jafnvel svolítill skýjaglópur. And- staðan við hraunhitaveituna í Vestmannaeyjum varð strax rnjög mikil hjá ákveðnum aðilum, svo að nefnt sé dæmi, en elsti þingmaður þjóðarinnar, Guðlaugur Gíslason, bjargaði málinu. Annað dæmi, mér óviðkomandi, er að efasemdarmenn urðu Jiess valdandi, að ekki var farið út í hraunkælingu í Eyjum. En þetta er víst máti okkar íslendinga. Við erum öfgamenn til beggja átta, Jjegar um nýjungar er að ræða, og ekki nógu raunsæir." ÞANNIG ER ÉG „Finnsl þér þetta með óraunsœið eiga við um þig og þin verk, Sveinbjörn?" „Ég hef kannski ekki verið nógu skilningsríkur. Á Jjað einkum við um hitaveituhugmyndir rnínar fyrir norðan, sem nú fyrst eru að verða að veruleika, því að Jiá var fátækt mikil og ekkert fjármagn til neins. Ég hef verið talinn ráðríkur, en ég mátti bara til. Ég hefi verið þannig settur í lífinu. Ef ég læt aðra hræra í mér, veit ég ekkert hvar ég stend, en Jjegar ég fæ einhverjar hugmyndir, ligg ég gjarnan and- vaka yfir j)ví, að geta ekki komið Jjeim í framkvæmd. Þetta er hreinasta plága.“ „Myndir þú Ijá iðnaðinum starfslirafta þína, ef þú vœrir ungur maður í dag?“ „Nei, ég myndi ekki vilja fara sömu slóðir. Senni- lega myndi ég snúa mér að fiskirækt eða einhverju þvílíku. Matvælaöflun er stórkostlegt vandamál í heiminum." „Þýðir þetta það, að þú sért eliki ánœgður með starfsferil þinn og þau verk, sem þú hefur til leiðar komiÖ?“ „Nei, ég má nú til með að vera sæmilega ánægð- ur. Ég hef yfirstigið ýmsa erfiðleika, sem ég hef þurft að glíma við, bæði í starfi og einkalífi. Úr einkalífinu get ég nefnt berklaveiki, magasár, sem læknir sagði mér, að hefði stafað af ergelsi, líklega yfir Jjví, að koma ekki einhverjum hugmyndum í framkvæmd ,og ég hef lifað Jrað af, að liggja með- vitundarlaus í tæpar tvær vikur eftir uppskurð. Rétt áður en ég komst til meðvitundar á ný, fannst mér ég vera að yfirgefa skrokkinn, því ég sá sjálf- an mig í andaslitrunum liggjandi í rúminu. Það var undarleg reynsla, en ég lifnaði við, líklega fyrir tilstilli æðri máttarvalda og milligöngu góðra manna. Jú, mér ber að vera ánægður." NÝJAR HUGMYNDIR „Annars er ég með svolítið á prjónunum, sem ég veit nú ekki hvort ég á að segja þér frá. Ég gerði svolitla tilraun í hitteðfyrra og fór með frysta loðnu til Noregs. Lét ég búa til úr henni flatbrauð, sem tókst með ágætum. Margir telja þetta upplagt til Jjess, að koma loðnunni á framfæri, ekki síst við hina hungruðu í Jjróunarlöndunum." Eins og sjá má, er Sveinbjörn Jónsson í Ofna- smiðjunni ennþá uppfullur af nýjum hugmyndum og reynsla hans geymir heilan hafsjó af fróðleik. Hér gefst hins vegar ekki tækifæri til að fara nánar ofan í saumana á því og verður því látið staðar numið. —hs— 11

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.