Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 12
FRflffl) FRÁ SAMBANDI MðlM - OG SKIPASMIDJA Föstudaginn 18. febrúar var farin kynnisferð með nokkra aðila, sem áhrif hafa á aðstöðumál iðnaðar- ins og þeint kynntur aðbúnaður nokkurra málmiðn- aðarfyrirtækja. I ferðina var boðið: Iðnaðarráðherra, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðu- neytisins og aðstoðarmanni ráðherra. Iðnaðarnefnd alþingis, bankastjórum frá Landsbanka íslands, Iðn- aðarbanka Islands og Útvegsbanka íslands. Enn- fremur var boðið fulltrúum frá Vinnuveitendasam- bandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna, Iðn- lánasjóði, Iðnþróunarstofnun íslands, verðlagsstjóra og fulltrúum launþega og Sambands málm- og skipa- smiða og aðildarfélaga þess. Heimsótt voru fyrirtækin: Blikk og Stál h.f., Sveinn Egilsson h.f., Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar h.f., Stálvík h.f. Öll fyrirtækin itöfðu tekið saman aupplýsingar til dreifingar um: 1. Aldur og sögu fyrirtækjanna 2. Starfsmannafjölda 3. Húsnæði og aðstöðu 4. Framleiðslu 5. Veltu 6. Bundið fjármagn á starfsmann 7. Veltu á starfsmann 8. Skattar og gjöld, sem fyrirtækin greiða. Að heimsóknum loknum var haldinn óformlegur fundur í matstofu Stálvíkur h.f., og rætt um hlut- verk og mikilvægi íslensks málmiðnaðar, sem þjón- ustu- og framleiðslugrein í íslensku atvinnulífi, út frá þeim upplýsingum sem fram komu í skoðunar- ferðum. Markmið kynningarinnar var tvíþætt. í fyrsta lagi að sýna með tölum þjóðhagslegt gildi málmiðnaðarfyrirtækja og í öðru lagi, að mynda persónuleg tengsl við þann hóp, sem ltvað mestu ræður um þróun málmiðnaðarins. ALÞJfÓÐLEG ÚTBOÐ Þar sem nú er verið að undirbúa útboðsgögn í málmiðnaði fyrir tugi milljóna hjá Isal og Málm- blendifélaginu á alþjóðlegum vettvangi, hefur S.M.S. beitt sér undanfarið fyrir því, að leiðrétt verði sú mismunun, sem ríkir milli innlendra og erlendra aðila í þessum efnum. I jressu sambandi hefur S.M.S. aðallega bent á þrjá mikilvæga þætti. 1. Að nauðsynlegt sé að verkþættirnir séu brotnir niður í einingar sem íslensk fyrirtæki geti ráðið við. 2. Allar starfsframkvæmdir, sem boðnar hafa ver- ið út á alþjóðleguni vettvangi hafa verið sölu- skattsfrjálsar hvað varðar innflutning efnis og tækja. Hins vegar hafa innlendir aðilar þurft að reikna söluskatt á allt efni, vélar, verkfæri og vinnu utan verkframkvæmdastaðar. 3. Innlendur aðili, sem bjóða vill í smíði véla, tækja, tækjabúnaðar eða bygginga í alþjóð- legum útboðum verður í tilboðum sínum að reikna með söluskatti og aðflutningsgjöldum ofan á aðföng sín. Erlendur aðili þarf aftur á móti ekki að reikna inn nein aðflutningsgjöld. Þriðja grein toll- skrárlaganna gerir ekki ráð fyrir niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda á sérstök- um verkum, þar sem heimildin í 3. gr. tollalag- anna er bundin sérstökum samningum við EF og EB, en nær ekki yíir verk, sem sérstök lög hafa verið sett um niðurfellingu tolla á. Framangreind þrjú atriði geta valdið aðstöðu- mun, innlendum fyrirtækjum í óhag, sem numið gæti tugum prósenta. 12

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.