Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 22
FJÁRLÖG ÁRSINS1977 Á hverju ári, rétt í þann mund sem almenningur býr sig undir að halda jól, sitja þreyttir menn og áhyggjufullir í Alþingishúsinu við Austurvöll, önn- um kafnir við að leggja síðustu hönd á fjárlög kom- andi árs. Sumir hljóta náð íyrir augum fjárveitinganefnd- ar og þingmanna, en slík náð birtist í tillögum um framlög á fjárlögum. Aðrir eru ekki taldir verðug- ir, eða eru ekki nægilega fjárþurfi, til að þeir komi til greina um fjárveitingu. Flestir telja sínum ntál- stað þó ekki gert nógu liátt undir höfði, og skiptir þá ekki máli hvort í hlut á góðgerðastofnuin eða opinber skrifstofa. Menn flykkjast einnig hvaðan- æva af landinu til að ná tali af þreyttu mönnunum í Alþingishúsinu, og svo mikil verður aðsóknin að loka verður fyrir kalltæki þingmanna, þegar tístið í tækjunum verður að einum allsherjar fuglaklið, sem yfirgnæfir ræðumenn. En hvað sem líður öllum aðdraganda fjárlaganna, er þó eitt víst og það er, að í endanlegri samjjykkt fjárlaganna birtist okkur ákveðinn vilji meirihluta þingmannanna. Hér er þó ekki um að ræða neinn vinsældarlista í þeim skilningi að verðugasti máls- staðurinn liljóti endilega hæsta framlagið, en þó fer ekki hjá því, að ef á heildina er litið megi fara nærri um hvaða málstað meirihlutinn vill gera að sínum. Að sjálfsögðu er mikið af framlögunum bundið fyrirfram með svokölluðum mörkuðum tekjustofn- um, en ef nánar er að gáð er slíkt að sjálfsögðu bein afleiðing annarrar lagasetningar, sem þessir söntu þingmenn hafa sjálfir sett, eða hafa a.m.k. haft tæki- færi til að breyta. Á sama hátt má einnig segja, að þó fjárlagafrumvarpið í heild taki ekki miklum breytingum í meðförum þingsins, eins og sagt er, þá standi samt óhögguð sú fullyrðing, að fjárlögin í sinni endanlegu mynd sýna ákveðinn vilja þing- manna. Ákveðið mat þeirra á mismunandi verðug- um verkefnum. Eða er það hugsanlegt að meirihluti þingmanna greiði atkvæði með hærri fjárveitingu til ákveðins málefnis eða verkefnis gegn sannfær- ingu sinni og á kostnað annarrar mikilvægari? Slíkt er óhugsandi. Áð framanrituðum bollaleggingum slepptum, virðist mjög áhugavert að huga að framlögum á fjárlögum til atvinnuveganna á breiðum grundvelli, því á Jjann hátt birtist okkur eins og áður sagði nið- urstaðan af því mati, sem fram fer á hverju ári á Alþingi. Að sjálfsögðu koma einnig upp vandamál í sam- bandi við skilgreiningu þess, hvað séu framlög til einstakra atvinnugreina, þ.e. til einstaklinga og fyr- irtækja) í atvinnurekstri í viðkomandi grein, til rannsókna- og þjónustustofnana, svo og styrktar- og lánasjóða. Til þess að einfalda útskýringar og rök- stuðning er hér valin sú leið, að tala um sömu skiptingu og Iðnþróunarnefnd lagði til grundvallar í skýrslu sinni: Efling iðnaðar, júní 1975. T'il frekari skýringar skal tekið fram, að íramlög- um vegna ráðuneytanna sjálfra (skrifstofa) er sleppt, svo og framlögum til skóla, t.d. bændaskóla, garð- yrkjuskóla, iðnskóla, tækniskóla, vélskóla, stýri- mannaskóla og fiskvinnsluskóla, en þessir skólar heyra flestir undir menntamálaráðuneytið. Þá er einnig sleppt niðurgreiðslum á landbúnað- arafurðum, sem heyra undir viðskiptaráðuneytið, en til þeirra er varið ’. 102.0 millj. kr. á fjárlögum 1977. Aðrir liðir, sem ekki eru taldir með framlög- um til einstakra atvinnuvega, en heyra þó undir við- komandi ráðuneyti, eru þessir: Landbúnaðarráðuneytið: Jarðeignir ríkisins og Jarðasjóður 50.4 millj. kr., skógrækt 166 millj. kr., dýralækningar 86.1 millj. kr., tilraunir í Hrísey 14.3 millj. kr. og útflutnings- uppbætur á landbúnaðarafurðir 1800.0 millj. kr. Sjávarulvegsráðuneyti: Uppbætur á línufisk 50.0 millj. kr., rekstrarstyrk- ur til togara 94,0 millj. kr. Iðnaðarráðuneyti: Ríkisprentsmiðja 12.0 millj. kr., þörungavinnsla 15.0 millj. kr. Auk þess heyra orkumál undir iðnað- arráðuneyti, en framlög til þeirra eru þessi á fjár- lögum 1977: Rafmagnseftirlit 82.0 millj. kr., Orku- stofnun 473.9 millj. kr og Orkusjóður 1725.0 millj kr. 22

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.