Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 9
(IIHEF MÁTT TIL MEB AB VEBA HÁBHÍKUH
segir Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiðjunni
í viðtali við Hermann Sveinbjörnsson
Á árinu 1976 varð Sveinbjörn Jónsson, bygginga-
meistari, og jyrrverandi fdrstjóri Ofnasmiðjunnar
80 ára. Á þessu sama ári voru liðin 40 ár frá því að
Sveinbjörn stofnaði Ofnasmiðjuna ásamt fleirum.
1 tilefni þessara tímamóta fékk Timarit iðnaðar-
manna Hermann Sveinbjörnsson, lögfrœðing, til að
rœða við Sveinbjörn um ýmislegt, sem á dagana
hefur drifið á hinum viðburðarika œfiferli hans.
Það kom og í ljós, við frekari viðkynningu á
verkurn hans og honum sjálfum, að hann hefur
tekið virkan þátt í mótun þessa þjóðfélags. Fæstir
munu þó meta verk Sveinbjarnar þannig, að þau
hafi leitt til einhvers ófremdarástands. Fíitt mun
sannara reynast, að útsjónarsemi hans og óbilgirni
hafi orðið til góðs fyrir þjóðfélagið. Er skemmst
að minnast hraunhitaveitunnar í Vestmannaeyjum,
sem Sveinbjörn átti hugmyndina að.
Sveinbjörn Jónsson er fæddur 11. febrúar 1896
að Syðra-Holti í Svarfaðardal, af Hnúksætt, eins og
hann segir sjálfur frá. í Hlíð í Skíðadal ólst hann
upp til 7 ára aldurs, er liann flutti með foreldrum
„Ástandið í þjóðfélaginu er ekkert sþaug,
en við hinir eldri megum vara okkur á því,
að skella allri skuldmni á þá yngri, því að
þetta þjóðfélag er fyrsi og fremst okkar verk“.
liitthvað á þessa leið komst Sveinbjörn Jóns-
son, oft kenndur við Ofnasmiðjuna, að orði í
uþþhafi viðtals við hann fyrir nokkru.
sínum að Þóroddsstöðum í Ólafsfirði. Faðir hans
var sjómaður og bóndi, auk þess að vera lærður
smiður, og hjá Jionum lærði Sveinbjörn fyrst til
verka, sem húsasmiður.
Árið 1916 fór ltann til Noregs til náms. Var slíkt
ferðalag mikið fyrirtæki á þeim tíma, þegar heims-
styrjöldin fyrri var í algleymingi. Fór hann með
síldarbát, sem háseti og var fárveikur af sjóveiki
alla leiðina. Er þetta eina sjómennskustarf Svein-
bjarnar.
Þegar til Noregs kom vann hann sem smiður, en
gekk jafnframt í kvöldskóla og eins árs tækniskóla.
Svo starfaði hann þar sem aðstoðarmaður bygginga-
9