Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 24
ÓLAFUR H. GUDMUNDSSON
Kveðja frá Landssambandi iðnaðarmanna
Hinn 11. desember s.l. lést Ólafur Helgi
Guðmundsson, eftir stutta sjúkdómslegu, 63
ára að aldri.
Hann var fæddur að Bessastöðum á Álfta-
nesi og ólst upp frá 8 ára aldri hjá Bergi Páls-
syni skipstjóra og konu hans.
Húsgagnasmíði lærði Ólafur, lauk prófi
1936, fékk meistarabréf 1942 og vann síðan
að iðn sinni allt til dauðadags.
Eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Samúels-
dóttur, kvæntist Ólafur 1943. Þrjú börn eign-
uðust þau hjónin; Samúel Jón, Ingibjörgu
Önnu og dreng, sem lést á fyrsta ári.
Ólafur var mikill félagsmálamaður og tók
virkan þátt í samtökum sinnar iðngreinar,
naut þar trausts, átti sæti í stjórnum félaga
og var formaður. Hann átti um langt árabil
sæti í Iðnráði Reykjavíkur og formaður þess
varð hann 1972 og eftir það varð mjög náin
samvinna rnilli hans og Landssambands iðn-
aðarmanna.
Það duldist mönnum ekki að hjá Ólafi fór
saman mikil reynsla og þekking á félagsmál-
urn iðnaðar og áhugi hans á að leysa þau far-
sællega. Öll störf Ólafs einkenndust af alúð
og nákvæmni og hann lá vissulega ekki á liði
sínu til framgangs því, sem hann taldi til
heilla horfa.
Hann er kvaddur með söknuði og vanda-
mönnum færðar samúðarkveðjur. S.K.
FRÆDSLUFUNDUR
IIM PENINGASTOFNANIR
OG LÁNSFJÁRMÖGNUN
Landssamband iðnaðarmanna hefur í samvinnu
við bankastjóra Iðnaðarbankans haldið fræðslufundi
um peningastofnanir og lánsfjármögnun, með iðn-
meisturum.
Tilgangur fundanna er að gera grein fyrir þeim
vandamálum, sem fyrirtækið mun standa frammi
fyrir, þegar afla Jjarf lánsfjár, svo og að glæða skiln-
ing þátttakanda á því, hvernig peningastofnanir
fjalla um umsóknir um lán. Ennfremur að gera
grein fyrir skipan lánamála iðnaðarins og hvert sé
hlutverk banka og fjárfestingarlánasjóða í sambandi
við fjárfestingarlán og rekstrarfé.
Mjög ítarleg námskeiðsgögn hafa verið útbúin og
innihalda þau meðal annars:
1. Erindi Braga Hannessonar bankastjóra um lána-
stofnanir iðnaðarins.
2. Tölulegar upplýsingar um útlán lánastofnana.
3. Stuttur kafli um hvaða þættir ráða hagkvæmni
og nauðsyn lánatökunnar, og um stýringu fjár-
magnsins innan fyrirtækjanna með greiðsluáætl-
unum.
4. Yfirlit yfir lánastofnanir, lánakjör þeirra og láns-
umsóknareyðublöð o.fl.
Fræðslufundirnir fara þannig fram að Bragi
Hannesson heldur erindi um lánastofnanir og svar-
ar fyrirspurnum.
Á eftir erindi Braga gera starfsmenn Landssam-
bandsins þeir Sigurður Guðmundsson og Lllöðver
Örn Ólason grein fyrir hvaða atriði þarf helst að
hafa í huga áður en reynt er að fá lán.
Að lokum vinna þátttakendur í smá hópum að
því, með aðstoð Hlöðvers og Sigurðar að gera ein-
falda eins árs greiðsluáætlun fyrir lítið trésmíða-
fyrirtæki. Reynt er að liafa fundarmenn ekki fleiri
en tuttugu og fimm, og tekur fundurinn í heild um
þrjá til fjóra tíma.
Landssambandið hefur boðið öllum aðildarfélög-
um að halda slíka fundi gegn vægu gjaldi. Þeim
sem áhuga hafa á slíku er bent á að hafa samband
við Landssambandið sem fyrst.
24