Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 17
IÐNÞRÓUNARSTOFNUN ÍSLANDS sterkur og eldri öxull. Ein- föld togprófun leiðir í jlós hvaða styrk efnin hafa. 5. Málmtæringarrannsóknir. Unn- ið hefur verið að rannsóknum á málmtæringu, einkum í hita- veitum og neysluvatnskerfum, til þess að geta leiðbeint um efnisval á þessu sviði. Jafnframt liefur verið könnuð orsök ýmissa málmtæringartilfella, eftir því, sem kostur er. Hafa út frá því spunnist prófanir á filmuþykkt málningar og við- loðun liennar á stálvirkjum o.fl. 6. Rannsóknir á málmskemmdum. Sífellt fleiri verkefni berast þar sem beðið er um álit á orsökum skemmda á málmhlutum, t. d. itrota ,og um leiðir til úrbóta. Mörg slík verkefni verður þó enn að senda erlendis. 7. Ýmis fræðslustarfsemi. Kynnis- ferðir skóla, svo sem iðnskóla, tækniskóla og vélskóla, á stofn- unina aukast stöðugt. Algengt er nú, að hópar úr máhniðnað- argreinum korni með málmsýni, sem þeir hafa sjálfir útbúið, til þess að kynnast prófunum á þeim. Kynnast nemendur með þessu í raun Jseim prófunarað- ferðum, sem beitt er við málm- iðnaðarverkefni. Einnig annast deildin sérstök verkþjálfunar- námskeið fyrir nema á véla- verkfræði og byggingartæki- fræði á öllum ofangreindum sviðum. Einkennandi fyrir flest þjón- ustuverkefni málmiðnaðardeildar fyrir iðnfyrirtæki er, að lausn þeirra þolir litla bið, ef hún á að verða að gagni. Hins vegar hefur fjöldi og meðalstærð verkefna á síðustu árum vaxið með margföld- um hraða á við starfsmannafjölgun. Bið eftir úrlausnum verkefna leng- 1 st því stöðugt og tími við úrlausn- lr er skorinn niður til hins ýtrasta. Er vonandi að breyting verði hér á hl batnaðar, þannig að tækniþjón- ustan verði að sem mestu gagni fyrir málmiðnaðinn. í lögum um Iðnþróunarstofnun íslands nr. 51 1971 segir um mark- mið stofnunarinnar: „Markmið I ðn þ r ó u n a rs t o fn u n ar Islands er að efla íslenskan iðnað og iðn- þróun. Verkefni stofnunarinnar eru m.a. eltirfarandi: — að vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis í málum sem iðn- að varða — að efla samvinnu stofnana og félagasamtaka, sem að iðnaðar- málum vinna — að stuðla að rannsóknum í iðn- aði til aukinnar framleiðni — að stuðla að eflingu nýrra iðn- greina og fjölþættara atvinnu- lífi til atvinnuöryggis, þar á meðal stóriðju á grundvelli — hagnýtingar orkulinda landsins — að kynna nýjungar í iðnaði og annast ráðgjafastarfsemi og leiðbeiningarjíjónustu t.d. með rekstri bóka- og kvikmynda- safns og útgáfu fræðslurita og tímarits og leiðbeininga- og kynningastarfsemi fyrir hönn- un iðnvarnings — að annast námskeiða- og fyrir- lestrahald um tæknileg og rekstrarfræðileg efni og stuðla að endurbótum á fræðslustarf- semi í þágu iðnaðarins í sam- vinnu við starfandi mennta- stofnanir og aðra, sem vinna að slíkum málum.“ Hér á eftir mun getið nokkurra þeirra sérverkefna, sem stofnunin vinnur nú að. Verkefni 1: Almenn skrifstoja Verkefni 2: Tcekniaðstoð Verkefni 3: Upplýsingaþjójiusta Verkefni 4: Úlgáfa „Iðnaðar- mála“ Verkefni 5: Bókasafn Verkefni 6: Kvikmyndasafn Verkefni 7: Námskeiðahald Verkefni 8: Stöðlun Verkefni 9: Verkstjórnarfrœðsla SÉRVEKEFNI Verkefni 10: Gosefni Af einstökum verkefnum er þetta yfirgripsmest. Tilgangurinn er að leggja grundvöll að fjölþættum iðnaði sem byggist á framleiðslu til innanlandsnotkunar og útflutn- ings. Tilraunavinnsla hefur farið fram á vegum IÞSÍ í Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi á möl- un, þurrkun, sigtun og þennslu perlusteins úr Prestahnúki. Einnig hafa farið fram vöruþróunartilrau- ir og markaðsathuganir. Á næst- unni verður tekin ákvörðun um raunhæfa framleiðslustarfsemi. Aðrar athuganir á gosefnum beinast að framleiðslu úr basalti, vikri og gjalli. Vinnur IÞSÍ m.a. að Jjessum verkefnum í samvinnu við framkvæmdaaðila, sem hefur vinnslu Jsessara efna á stefnuskrá sinni. Verkefni 11: Tœkniaðstoð við málmiðnað. Þetta verkefni er framkvætnt með tilstyrk S.Þ. Það hófst í nóv- ember 1975 og lýkur á miðju þessu ári. Tilgangur aðstoðarinnar er að veita málmiðnaðarffyrirtækjum, sem framleiða vélar og tæki aðstoð varðandi vöruþróun og skipulagn- ingu. Allmörg fyrirtæki (10—20) hafa notfært sér þessa þjónustu. Starfsmenn eru tveir danskir verk- fræðingar og 2—3 íslenskir sam- starfsmenn þeirra. Verkefni 12: Tcekniaðstoð við skipasmiðastöðvar 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.