Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 21
ENDURSKOBUN TOLLSKRÁRINNAR í tilefni af endurskoðun þeirri á tollskránni, sem gerð var í haust, tók Landssamband iðnaðar- manna að sér f\TÍr hönd nokkurra aðildarfélaga sinna, að athuga hvernig réttast og þjóðhagslega hagkvæmast væri að endurskoða tollskrána. Að höfðu samráði við ýmsa aðila innan Lands- sambandsins var samið bréf, og sent til fjármálaráðu- neytisins. í bréfinu var lögð áhersla á liver megin- stefna tollalaganna ætti að vera. Almennt voru nið- urstöður bréfsins eftirfarandi: 1. Tollur á hráefni má ekki vera rneiri en tollarnir á fullunninni vöru. 2. Tollar á liráefni mega ekki stýra þróuninni í vinnslu og verkháttum inn á einhverjar ákveðnar brautir, heldur verður þróunin að ákvarðast af raunverulegu verði hráefnisins, framleiðsluhátt- um og möguleikum, ásamt staðháttum. 3. Verkfæri eða hjálpartæki við framleiðsluna mega ekki vera tolluð liærra hjá innlendum framleið- enda en erlendum. 4. Tollar á verkfærum, varahlutum og efni til við- gerða og viðhalds á fjármunum þeim, sem í land- inu eru, mega ekki vera meiri en á tilbúnum vör- um innfluttum, þannig að fjármununum verði haldið við og þeir látnir úreldast á sem þjóðleg- astan hátt, en verði ekki hent og nýtt keypt í stað- inn. Ennfremur varð það tillaga Landssambands iðn- aðarmanna að: a. Þegar sérstök heimild er til niðurfellingar á toll- um skal ekki innheimta vörugjald af innfluttri vöru. b. Heimilt sé að fella niður toll og vörugjald af vélurn eða vélahlutum, sem nota skal í fram- leiðslu véla eða vöru, sem seld verði í samkeppni við innfluttar vörur eða vélar. Síðan var í bréfinu rakið með dæmurn hvernig fyrrverandi tollskrá braut í bága við þessi atriði. Viðbrögð ráðuneytisins voru góð varðandi ýrnis atriði og fengust í gegn umtalsverðar breytingar á tollskránni, og má þar benda sérstaklega á að tollar á flestum fjárfestingarvörum, þar á meðal efni til bygginga og mannvirkja, munu verða felldir niður í áföngum til ársins 1980. Hins vegar er margt óunnið að því er varðar niðurfellingu tolla og sam- ræmingu einstakra ákvæða tollskrárinnar. Þá voru felldir niður tollar af ýmsum vélum, hrá- efnurn, efnishlutum og rekstrarvörum til iðnaðar, og tekið upp heimildarákvæði um niðurfellingu eða endurgreiðslu allra aðflutningsgjalda af aðföngum samkeppnisiðnaðar. Er nú unnið að samningu reglu- gerðar um framkvæmd lieimildarákvæðisins og tek- ur Landssamband iðnaðarmanna þátt í því verki. 4. Starfsmannaþjálfun. Gert er ráð fyrir að starfs- mönnum fvrirtækja í skipaiðnaði og útgerð gef- ist kostur á að starfa við deildina. 5. Könnun á tilhögun viðgerða. Samanburður á framkvæmd hliðstæðra viðgerða innanlands og utan. 6. Aðlögun og þýðing á norsku flokkunarkerfi NSFI (Norges Skipsforskninsinstitutt, gruppe- system). 7- Fyrirbyggjandi viðhaldskerfi fyrir einstök skip. Framkvæmt af áhöfninni. 8. Viðhaldskerfi hjá útgerðum. Samvinna útgerða- og viðgerðastöðva um ákveðin vinnubrögð t.d. í sambandi við gerð útboða og verklýsinga. 9. Kerfisbundin vinnubrögð hjá skipaiðnaði. Notkun flokkunarkerfis í nýsmíðum og við- gerðum. Verklýsingar, skipulag viðgerða, inn- kaup o.fl. 10. Tækni- og rekstrarráðgjöf fyrir skipaiðnað. 11. Tækni- og rekstrarráðgjöf fyrir útgerðina. í þriðja lagi er svo bent á þann möguleika að hagsmunaaðilar beiti sér fyrir lausn einstakra mála liver í sínu lagi eða fleiri saman án stofnunar sér- stakrar skipatæknideildar, en slíkt er ekki talið væn- legt til viðunandi árangurs vegna skorts á samhæf- ingu. Á hinn bóginn er bent á að samstarfsvettvang- ur atvinnugreinanna gæti verið í öðru formi en lagt er til í skýrslunni, en endanleg ákvörðun urn slíkt verður að sjálfsögðu tekin af hagsmunaaðilunum báðum, þ.e. skipaiðnaðinum og útgerðinni. Þess er vænst að endanlega afstaða þessara aðila til efnis og tillagna skýrslunnar liggi fyrir á næst- unni. 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.