Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 34
KYNNISFBID TVEGGJA STARFSMANNA
LANDSSAMBANDSIDNADARMANNA RL DANMERKDR
Starfsmenn frœðslu- og tengsladeilcla'r Landssam-
bands iðnaðarmanna, Þeir ILlöðver Örn Ólason og
Sigurður Guðmundsson, fóru i stutta kynnisferð til
Danmerkur dagana 17.—24. október 1976. Markmið-
ið með ferð þessari var að þeir Hlöðver og Sigurður
kynntu sér starfsemi systurfélags Landssambandsins
í Danmörku (Hándvcerksrddet) og stofnana skyldum
þeimaðallega hvað varðar frœðslumál og nám-
skeiðahald. Hér á eftir fer stutt lýsing þeirra á
ferðinni.
Snemma morguns sunnudaginn 17. október lögð-
um við af stað frá Reykjavík áleiðis til Kaupmanna-
hafnar. Ekki verður ferð okkar rakin frá degi til
dags, heldur skipt niður í eftirtalda fjóra liluta,
þar sem greint verður frá helstu niðurstöðum ferð-
arinnar.
1. Systurfélag Landssambands iðnaðarmanna
Hándværksrádet
2. Danska vinnuveitendasambandið, Dansk arbejds-
giverforening
3. Námskeið á Gl. Avernæs
4. Elelgarnámskeið í Viborg, á vegum VVS samtak-
anna (svæði II: KRONJYDEN).
SYSTURFÉLAG LANDSSAMBANDS IÐNAÐAR-
MANNA, HÁNDVÆRKSRÁDET
Eftirfarandi niðurstöður fengust eftir umræður
við gestgjafa okkar, sem við kunnum okkar bestu
þakkir fyrir mjög góðar móttökur.
Námskeiðshald:
Því miður var námskeiðsstjóri Hándværksrádets
ekki staddur í landinu þann tíma, sem við vorum
þar.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengurn
hjá hinu starfsfólkinu, er hlutverk Hándværksrádet
aðallega í því fólgið, að senda fyrirlesara frá hinum
einstöku deildum á námskeið, sem hin ýmsu félög
halda fyrir félaga sína.
Námskeiðsgögn eru aðeins til í formi bæklinga urn
sér málefni.
Samstarf Hándvœrksrádets við aðrar stofnanir
Við ræddum lítillega um samstarf við aðrar stofn-
anir og komumst að raun um, að það er mjög lítið
og á jrað við innlendar sem erlendar stofnanir.
Kennitölur
Hándværksrádet vinnur að gerð kennitalna fyrir
eftirfarandi fimm iðngreinar:
VVS-greinarnar (blikksmiðir, pípulagningamenn)
Bakara
Gler- og speglagerð (Glarmesterfaget)
Málara
Múrara
Upplýsingarnar, sem normtölurnar eru unnar úr,
eru ekki ýtarlegri en þær, sem við gætum búist við að
fá hérlendis.
Ú tgáfustarfsemi
Við fengum yfirlit yfir þau rit, sem Hándværks-
rádet liefur gefið út undanfarin ár. Tvö nýjustu eru
bæklingar um samvinnu innan byggingariðnaðarins
(Samarbejde i byggeriet) og um lánamöguleika
handverksfyrirtækja (Hvordan fár hándværket lán).
Ekki er gefið út neitt rit samsvarandi Tímariti iðn-
aðarmanna, þess í stað gefa þeir út fréttablað í dag-
blaðsformi, sex sinnum á ári.
Verðlagseftirlit og útflutningsdeild Hándvœrksrádets
í stað þess að leyfa eitt ákveðið hámarksverð á út-
seldri vinnu ákveðinnar iðngreinar, þá getur hvert
einstakt fyrirtæki sótt um sitt eigið hámarksverð á
þar til gerðum eyðublöðum. Þannig geta fyrirtæki
innan sömu greinar verið með mismunandi útsölu-
verð á vinnu. Hándværksrádet hefur deild, sem svar-
ar spurningum fyrirtækja, sem eru með útflutning.
f höfuðdráttum fer þessi þjónusta fram á þann hátt,
að safnað er fyrirspurnum frá fyrirtækjunum þar til
komin eru 3—6 fyrirtæki með sama vandamál. Síð-
an eru þessi fyrirtæki látin koma öll í einu og reynt
er að leysa úr sameiginlegu vandamáli þeirra sam-
tímis.
DANSKA VINNUVEITENDASAMBANDIÐ,
DANSK ARBEJDSGIVERFORENING
Námskeiðunum má skipta í tvo aðalhópa, fram-
leiðslutæknilegan og fjármálalegan.
Mikið úrval námskeiða er fyrirliggjandi, með til-
heyrandi námskeiðsgögnum, sem við gætum aflað
með aðstoð VSÍ. Við fengum gott yfirlit yfir eitt
námskeiðið, sem nefnist „Produktionsteknisk
Grundkursus".
Dansk Arbejdsgiverforening er rnjög vel búin
tækjum til notkunar á námskeiðum og fengum við
sýnishorn af því livernig þau eru notuð. Af tækj-
34