Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 30
MAGNÚS JÚNSSON BYGGINGARTÆKNIR LÉTTIR MILLIVEGGIR Samkvœmt visilölu byggingarhluta eru innveggir <5% af byggingarkostnaðinum. Sökum pess, hversu plötur úr gipsi og öðrum ápekkum efnum hafa ver- ið hátt tollaðar hefur notkun peirra aldrei náð út- breiðslu á íslandi, pótt pœr séu nœr einráðar á hin- um Norðurlöndunum. í nýju tollskránni, sem tók gildi um s.l. áramót, tókst Landssambandinu að fá fram tollalœkkun á pessum plötum og mun tollur- inn lœkka i áföngum úr 55% í 0% á árunum 1978 til 1980. Af pvi tilefni vill L. i. kynna eina gerð milli- veggja, úr gipsplölum og fékk i pví skyni Magnús Jónsson lil að skrifa grein i Timarit iðnaðarmanna um petta efni. Veggur sá, sem hér verður fjallað um, er byggður úr gipsplötum, sem skrúfaðar eru á grind úr stál- prófílum. Veggur Jressi hefur fjölmarga kosti, og skal hér getið nokkurra: Eldvörn Veggurinn hefur góða eldvarnareiginleika, og er viðurkenndur í Danmörku í flokkunum frá Bs til Bs 120 allt eftir gerð og einangrun. Sjá töflu. H Ijóðeinangnm Veggurinn er einnig góð hljóðeinangrun, t.d. hef- ur veggur með tvöföldum aðskildum 70 mm uppi- stöðum og 50 mm glerullareinangrun meðalhljóð- deyfingartöfu Rn = 57 dB. Sjá töflu. Fullnægir þetta vel kröfu Byggingarsam|jykktar Reykjavíkur- borgar um hljóðeinangrun í skilrúmsveggjum, en luin er 50 dB. V innuhraði Samanborið við hefðbundna milliveggi er þessi veggur fljótt uppsettur, og má geta þess að þjálfaður maður getur gengið frá 6—10 m2 af fnllfrágengnum vegg á klukkutíma. Lagnir Mjög Jtægilegt er að koma íyrir lögnum í veggn- um. Uppistöður korna yfirleitt gataðar fyrir raf- lanir, svo að einungis þarf að þræða rörin í grind- ina og setja upp lausholt fyrir dósirnar. Vatns- og hreinlætislögnum er einnig gott að koma fyrir, en í sumum tilfellum, t.d. fyrir salerni, sem hengt er á vegg og fyrir stærri handlaugar og vaska, fást sér- stakar stálfestingar. Plölurnar Gipsplöturnar eru gerðar úr gipskjarna, sem Jtak- inn er með mjög sterkum pappa. Auðvelt er að búta Jtær, nægir að rista í pappann og brjóta síðan um sárið, en plöturnar eru samt sterkar og sveigjanleg- ar. Plöturnar eru Jjynnri til endanna til að auð- velda spörslun. Vinnulýsing Hér á eftir verður uppsetningu veggsins Jtáttað niður. Grindin er byggð upp að stálleiðurum (skinner), sem skotið er í loft og gólf, og inn í Jrá eru reistar stáluppistöður, sem eru punktsoðnar eða klemmdar við leiðarana. 30

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.