Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 14
RANNSOKNAR- OG ÞJÖNUSTUSTOFNANIRIDNADAMNS í þessu hefti Tímarits iðnaðarmanna, og næstu heftum, verður starfsemi og þjón- usta Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Rannsóknarstofnunar iðnaðarins og Iðnþróunarstofnunar íslands kynnt. Þessi fyrsta kynning stofnananna er að hluta til almenns eðlis, en ætlunin er að kynna í næstu heftum nánar þá þjónustu, sem iðnaðarmenn og iðnmeistarar fá, eða geta fengið, hjá þessum stofnunum. Aftast í þessu riti er skrá yfir nokkur þau sérrit ofantaldra stofnana, sem eru at- hyglisverð fyrir iðnmeistara. RANNSÓKNASTOFNUN BY GGINGARIÐN AÐ ARINS Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins Iiefur aðsetur sitt að Keldnaholti við Vesturlandsveg á- samt Rannsóknastofnun iðnaðar- ins, Rannsóknastofnun landbúnað- arins og straumfræðistöð Orku- stofnunar. Fluttist stofnunin að Keldnaholti í byrjun árs 1969, en þá var slegið á frest að reisa skrif- stofuálmu stofnunarinnar. Þar var því ekki fyrr en í lok s.l. árs að byggingaframkvæmdum við stofn- unina lauk. Starfsemi stofnunarinnar er mjög fjölltreytt, en hana má flokka í eftirfarandi meginflokka: Steinsteypurannsóknir Vegagerðarrannsóknir Jarðtæknirannsóknir Húsbyggingatæknilegar rann- sóknir Kostnaðarrannsóknir Fræðslu- og útgáfustarfsemi. Ennfremur er greint á milli þjón- usturannsókna þ.e.a.s. rannsókna, sem framkvæmdar eru fyrir utan- aðkomandi aðila, gegn greiðslu og sjálfstæðra rannsóknaverkefna, sem unnin eru á vegum stofnunarinn- ar sjálfrar eða í samstarfi við aðra. Þjónusturannsóknir hafa til þessa verið 35—40% starfseminnar. Þar sem ætla má að iðnaðarmenn hafi mestan áhuga á að vita með hvers konar verkefni Jteir geta leit- að til stofnunarinnar, þá skal hér lýst nokkuð frekar þessum þætti starfseminnar. STEINSTEYPU- RANNSÓKNIR Steypurannsóknir voru lengi vel veigamesti þátturinn í þjónustu- rannsóknum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Á seinustu árum liafa önnur rannsóknasvið vaxið og eru sum þeirra farin að nálgast steypurannsóknir að mikil- vægi. Við steypu og steypuefna- rannsóknir starfa að jafnaði fjórir rannsóknamenn. Er þjónustan þrí- þætt. í fyrsta lagi er hún fólgin í steypueftirliti á byggingarstað, en með því er átt við að starfsmaður Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins fer á vinnustaði og tekur sýnishorn af steypu í sívalninga og mælir þjálni og loftinnihald henn- ar, að ósk kaupanda. Síðan er við- komandi aðila send skýrsla um nið- urstöður rannsóknar og veit liann þá í hvaða gæðaflokki steypa sú er, sem hann hefur keypt. Starfar einn rannsóknarmaður við þessar rann- sóknir eingöngu. I öðru lagi er hún fólgin í því að rannsaka aðsend steypuefni m.t.t. notkunarhæfni í steinsteypu, og lianna úr þeim heppilega steypu. Þriðji þáttur steypurannsókna er rannsóknir á gallaðri steypu. Oft er leitað til Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins þegar steypa harðnar ekki eðlilega eða springur mikið. Mjög oft er erfitt á því stigi máls- ins að finna einhlítar orsakir galla, en í slíkum málum er þrýstijjol steypunnar kannað með Jtví að bora kjarna eða með kúlufara- hamri, og steypan skoðuð í smá- sjá. VEGAGERÐAR- RANNSÓKNIR Vegagerðarrannsóknir sem falla undir þennan málaflokk eru ann- ars vegar rannsóknir varðandi slit- lagsgerðir þ.e.a.s. olíumöl, malbik og steypu og hins vegar rannsóknir á burðarlags- og jöfnunarlagsefn- um, ásamt mælingum burðarjrols og þjöppunar í vegastæðunum sjálfum. Rannsóknir af þessu tagi eru oft- ast gerðar fyrir bæjar- og sveitar- félög og Vegagerð ríkisins. Að jDeini starfa að jafnaði 3 rann- sóknarmenn.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.