Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 13
ðl ÁIVKTDNUM ABALHINOAR
MEISTARASAMBANDS BVCCINCAMANNA
SEM HAUIIN VAAIREVKJAIRK 7. OC 8. MAI fl7i
Á fundinum voru gerðar margar merkar ályktanir
og má meðal annars nefna-.Ályktun um atvinnumál.
I ályktuninni var eindregið varað við þeim stór-
fellda samdrætti sem skapast hefur í byggingariðn-
aði, vegna skorts á fjármagni til byggingarfram-
kvæmda og vöntun á lóðum.
Fundurinn bendir á að enn einu sinni er verið að
koma í veg fyrir að byggingariðnaðurinn geti starfað
á eðlilegum grundvelli. Slíkar lægðir sem nú stefnir
að, hafa alltaf orðið til þess að til stórfellds íbúða-
skorts hefur komið.
Þegar síðan á að vinna upp slíkan íbúðaskort
kemur fyrr eða síðar upp slík spenna á vinnumark-
aðinum að vart verður við hana ráðið, eins og M.B.
hefur margsinnis áður bent á.
Fundurinn leggur áhershi á að jafnvægi og festa
skapist á þessn sviði og telur að með skipulagningu
* framkvæmdum ríkis — og bæja- og sveitarfélaga
rnegi ná mun meiri jöfnuðí í atvinnulífinu en nú er.
ÁLYKTUN UM FRÆÐSLUMÁL
í ályktuninni um fræðslumál lagði fundurinn
aherslu á eftirfarandi.
1. Fylgt verði þeirri stefnu að létta kennsluskyld-
unni af iðnmeisturunum, að eins miklu leyti
og mögulegt er, og flytja sjálft iðnnámið inn
í skólana að því marki, sem unnt reynist og
hagkvæmt þykir.
2. Lögð verði sérstög áhersla á að verkfræðslan
sé í sem mestu samræmi við jiarfir atvinnu-
lífsins.
3. Aukin verði verulega starfskynning og starfs-
fræðsla í grunnskóla, í samvinnu við aðila
atvinnulífsins.
4. Lögð verði áhersla á að hraðað verði upp-
byggingu iðnfræðslu- og verknámsskóla sam-
kvæmt lögum um iðnfræðslu.
5. Iðnaðarmönnum verði gefinn kostur á við-
auka- og endurmenntun.
Aðalfundurinn ítrekar auk þess fyrri samþykktir
um aukna iðnfræðslu. og telur enn sem fyrr, að
meistararéttindi eigi ekki að veita fyrr en að afloknu
prófi í meistaraskóla.
ENDURSKOÐUN
HÚSNÆÐISMÁLALÖGGJAFAR
Aðalfundurinn leggur til að Húsnæðismálastjórn
verði lögð niður í sinni mynd. í stað hennar komi
stjórn húsnæðismála frá ráðuneyti. Veðdeild Lands-
banka Islands annist úthlutun og afgreiðslu lána
til íbúðabygginga. Úti á landi annist bankar og
sparisjóðir í umboði Landsbankans gagnasöfnun og
afgreiðslu lána. Mikil áhersla er lögð á, að húsbyggj-
andi geti treyst tímasetningu á afgreiðslu lána, svo
liægt sé að gera áætlanir þannig að fjármagnskostn-
aðurinn verði ekki óeðlilega hár.
VERÐLAGSMÁL
Aðalfundur Meistarasambands byggingamanna
fer fram á að núverandi verðlagslöggjöf verði end-
urskoðuð af eftirfarandi ástæðum.
1. Upphaflega markmiðið með setningu verðlags-
löggjafarinnar var að liindra óeðlilega verð-
lagningu vöru og þjónustu, en nú er verðlags-
löggjöfin notuð til að halda niðri verði á ein-
stökum liðum vöru og í þeim tilgangi að rang-
færa vísitölu. Með þessu eru fyrirtækin í land-
inu látin taka á sig ýmsar liækkanir.
2. Ekki er í ákvörðunum um verðlagsákvarðanir
tekið mið af þörfum fyrirtækjanna eða tekið
tillit til nauðsynlegrar arðsemi fyrirtækja í
heilum greinum.
3. Til þess, að halda niðri verðbólgunni liefur
verið reynt með aðstoð verðlagsákvarðana, að
halda niðri þeim þáttum sem mest áhrif hafa á
vísitöluna. Veldur þetta margvíslegri röskun
á notkun framleiðsluþátta.
13