Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 16
RANNSOKNASTOFNUN IÐNAÐARINS - MÁLMIÐNAÐARDEILD Ákveðið liefur verið að kynna hér starfsemi deilda Rannsókna- stofnunar iðnaðarins. Verður byrj- að á málmiðnaðardeild. Við málmiðnaðardeild Rann- sóknastofnunar iðnaðarins starfa að jafnaði sex nienn í fullu starfi. Jafnframt nýtur deildin annarra starfskrafta á stofnuninni á ýmsum sérsviðum, þegar þörf krefur. Verk- efnin eru einkum þjónustuverk- efni við iðnfyrirtæki og aðra aðila, sem nota málma til nýsmíða og viðgerða. Unnið er við aragrúa fjölbreytilegra verkefna, þar sem reynt er að liðsinna öllum þeim, sem eftir aðstoð leita, eftir því, sem starfslið, tækjakostur og þekk- ing leyfir. Flest verkefni eru þó á eftirfarandi sviðum: 1. Verkþjálfun iðnaðarmanna i málmsuðu, t.d. rafsuðu, log- suðu, kolsýrusuðu og argon- suðu (TIG, MIG). Verkþjálfun- inni lýkur stundum með hæfn- isprófi, sem sýnir, að suðumað- ur geti framkvæmt ákveðið suðuverk með fyrirfram ákveðn- um gæðum. Þessi próf eru ætluð fyrir stærri málmsmíðaverkefni, þar sem mikilvægt er, að suðu- maður hafi náð valdi á þeim að- ferðum, sem nota á, áður en verkið hefst. Verkþjálfunin er mikið notuð af iðnfyrirtækjum, og eru að meðaltali 3—4 menn á dag við þjálfun á stofnuninni. Algengur þjálfunartími er ein vika fyrir menn, sem unnið hafa við málmiðnað og almenna suðu- vinnu. Einnig er nú að verða al- gengt, að fyrirtæki sendi iðn- nema á námskeið í byrjun samn- ingstíma, til þess að nýting þeirra við málmsmíðar hefjist sem fyrst. Jafnframt verkþjálf- un á stofnuninni er unnið við verkþjálfun suðumanna á vinnustöðum og er þá einnig aðstoðað við að velja heppileg- ustu suðuaðferðir við verkin. Þessi starfsemi kemur oft að lokinni þjálfun á stofnuninni fyrir ákveðin verkefni. 2. Prófanir á gæðum málmsuðu. Notaðar eru liljóðbylgju- og röntgenprófanir til að kanna gæði málmsuðu við mikilvæg málmsmíðaverkefni. Teknir eru um 4 km af röntgenmyndum af rafsuðu á ári. 3. Tækniaðstoð við skipasmíða- og skipaviðgerðaiðnaðinn. Tveir starfsmenn málmiðnaðardeildar hafa unnið við ofangreind verk- efni með starfsmönnum Svejse- centralen og Iðnþróunarstofn- unar íslands. Starfsemin hefur beinst að þróun smíðaaðferða, þ.e. framkvæmd hlutasmíða, notkun heppilegra vinnuteikn- inga, vali á suðuaðferðum o.þ.h. 4. Efnisprófanir. í efnisprófunum teljast styrkprófanir (togþol, harka, höggþol), sprunguleitar- aðferðir (litar- og segulprófanir, smásjárskoðun), efnagreiningar og rannsóknir á efnisuppbygg- ingu með slípun og smásjár- skoðun. Notkun þessara próf- ana er best lýst með dæmum: a) Gírkassi í jmngavinnuvél bilar. Eitt stykki er brotið, en hin virðast lieil. Þau eru þó öll litarprófuð til að leita að sprungum og jafnframt skoðuð undir smásjá. Með þessu má minnka líkur á, að ónýt stykki séu sett í gírkass- ann við viðgerðina. Sem dæmi má nefna, að í tann- hjólinu á meðfylgjandi mynd fundust fimm sprungur á þennan liátt. Engin þeirra sást með berum augum. b) Gera þarf við sprungu í vél- arhúsi. Ein sprunga sést með berum augum. Með iltar- prófun eða segulprófun má kanna hvort um fleiri sprungur sé að ræða. c) Verið er að sjóða saman sprungið járnstykki, t.d. úr þungavinnuvél. Suðan springur alltaf. Með mæl- ingum á kolefni og e.t.v. fleiri efnum má athuga suðu- hæfni málmsins og velja heppilegustu suðuaðferð og rafsuðuvír. d) Gera á við lilut úr ryðfríu stáli eða áli. Efnagreining leiðir í ljós urn hvaða tegund innan efnisflokksins er að ræða, þannig að liægt sé að velja rétt viðgerðarefni. e) Öxull þarf að fullnægja á- kveðnum lágmarkskröfum um styrk eða t.d. vera jafn- 16

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.