Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 29
ið nákvæmlega með sögu þeirra sem áttu þátt í að skapa iðnina, en stóðu utan félagsins, þó það væri verðugt verkefni að kanna forsöguna og þátt söðlasmiða, sem fyrstir manna höfðu kunnáttu, sem dugði til bólstrunar og stunduðu nokkrir þeirra iðnina fram yfir 1940 og höfðu sín eigin verkstæði. Einnig vil ég geta þess að bólstrar stunduðu einnig veggfóðrun og dúkalögn þar til skipting var gerð með iðnlöggjöf og þörf fyrir meiri sér- hæfingu í starfi. Það virðist þó vera svo t. d. í Danmörku að þessi félög hafi nánari samvinnu en hér, undir nafninu Sadelmager og tapetser- lauget og munu þeir þó greinast sundur til fleiri starfa en hér á sér stað. Meistarafélag bólstrara hefur ekki verið marg- mennt og iðnin ekki heldur og geri ég ekki ráð fyrir að það séu fleiri en á annað hundrað á öllu landinu sem starfa að bólstrun. Þó mun verð- mætasköpun vera all mikil þar sem efnisnotkun er mikil af dýrum efnum, iðnin gegnir því veru- legu hlutverki í þjóðfélaginu miðað við stærð sína og ekki síður fyrir uppbyggingu heimila og viðhald þeirra. Það er von mín og trú að iðnaður fái að dafna á íslandi, landi og lýð til blessunar um ókomin ár. Ásgrímur P. Lúðviksson. Skilyrði hagkvæmrar verkmenntunar Framh. aj bls. 7. Hér á undan hafa verið settar fram nokkrar staðhæfingar um verkmenntun og þær ræddar út frá hugtakinu „hagkvæm verkmenntun". Þetta hugatak er nánar skilgreint þannig að fundið sé form fyrir hverja starfsmenntabraut sem tryggi hagkvæma og markhittna undirbúningsmenntun til viðkomandi starfa og að fyrirkomulag allt henti nemum, vinnuveitendum, launþegasam- tökum og skólum. Síðar verður e. t. v. rætt um einstök atriði eins og t. d. undirbúning nema, atvinnuumhverfi skóla o. fl., en vonandi taka fleiri til máls og ræða þessi mál frá öðrum sjónarhornum. Óskar Guðmundsson. Afmœliskveðja Finn Gulbransen forseti Noregs Handverker- forbund varð 60 ára hinn 20. nóvember. Lands- samband iðnaðarmanna sendir Finn og hans ágætu konu innilegar hamingjuóskir í tilefni þessarar tímamóta, og þakkar ánægjulegt sam- starf og kynni við þau hjón, Finn kom hér til ís- lands á síðasta Iðnþing og flutti þar kveðjur norskra iðnaðarmanna. Hann hefur víða komið við í afskiptum af fé- lagsmálum innan sinnar iðngreinar í Noregi og er áhugasamur um aukin samskipti á milli land- anna. Sérstaklega teljum við okkur eiga í Finn góðan og einlægan vin. Á síðustu þremur áratugum hefur Finn Gul- bransen tekið þátt í starfsemi fjölmargra félaga, nefnda og ráða. Þegar árið 1950 átti hann sæti í sveinsprófanefnd kopar- og blikksmiða, og frá 1959 var hann stjórnarmaður í Oslo Kobber- og Blikkenslagslaug og félagsformaður frá 1960- 1964. Finn var varaformaður í Norges Kobber- og Blikkenslagermestres Landsforbund frá 1961 -1969 og formaður frá 1969-1975. Þá hefur hann einnig verið varaformaður í Oslo Handverk og Industriforening, kjörinn varaformaður í stjórn Norges Handverks og Industribedrifters For- bund og verið aðalmaður í stjórninni frá 1973. Forseti Norges Handverkerforbund hefur hann verið frá 1976. TIMARIT IÐNAÐARMANNA 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.