Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 10
Undanfarið hefur verið nokkur umræða um fyrirkomulag og skipulag verkmenntunar. Lögð voru fram álit Verk- og tæknimenntunarnefndar í júní 1971 og álit Iðnfræðslulaganefndar 1975. Ennfremur hafa verið lögð fyrir Alþingi frum- vörp til laga um fullorðinsfræðslu og frumvörp til laga um framhaldsskóla. Við umræður um nefndarálit þessi og frum- vörp hafa mál skýrst en mikið vantar á að mál séu svo langt rædd að samstaða sé fengin. Ræður þar mestu um mismunandi hagsmunir þeirra sem verkmenntamálin varða. í skoðanaskiptum hefur oft vantað að einstak- lingar og samtök tækju tillit til hvaða skilyrði þarf að uppfylla svo verkmenntunin verði hag- kvæm þeim sem eiga að hafa not af henni, nem- um, vinnuveitendum og kennaraliði. Hér á eftir verða settar fram nokkrar staðhæfingar um skil- yrði fyrir hagkvæmri verkmenntun og þær rædd- ar. Aðrir taka svo vonandi upp þráðinn og ræða málin áfram. 1. „Hagkvæm verkmenntun krefst nemanda sem er læs og skrifandi og hefur löngun til að verða nýtur borgari." Grunnskólinn er sú undirstaða sem verk- menntunin í landinu verður að byggja á. Læs, skrifandi og með reikningskunnáttu getur nemandi byggt upp nám sitt á verkmennta- braut. Þessi undirstaða verður að lærast í grunnskólanum. Þar verður einnig að ala upp þá tilfinningalegu afstöðu sem myndar löngun nemandans til að vera nýtur borgari og vinna landi sínu og þjóð. 2. „Starfsmenntun verður að vera aðgengileg fyrir nemendur á framhaldsskólastigi." Ekki þurfa allir nemendur á framhaldsskóla- stigi á starfsmenntun að halda. Samt sem áður verður að bjóða fram fjölbreytta starfsmennt- un sem tekur mið af atvinnumöguleikum. Til að aðstoða nemendur og foreldra við val á námsbrautum verða að vera til staðar vel hæfir og menntaðir náms- og starfsvalsráðgjafar. 3. „Starfsmenntun verður að vera aðgengileg fyr- ir unglinga og fullorðna, komna af framhalds- skólaaldri, sem hafa áhuga á öflun þekkingar og færni til að geta orðið sér úti um vinnu." Fjölbreytni starfa og breytingar á innihaldi starfa eru slíkar að endurmenntun og frum- menntun verður að haldast í hendur til þess að þeir sem áhuga og vilja hafa, geti menntað sig til þeirra starfa sem eru í boði í þjóðfélaginu. Þeir sem eru í störfum, en vilja læra til nýrra starfa á framabraut verða einnig að eiga að- gang að menntun við sitt hæfi. Skilyrði hagkvæmrar ver kmennt unar Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Iðnfræðsluráðs 4. „Starfsmenntun fyrir fatlaða verður að vera boðin fram á jafn fjölbreyttan hátt og fyrir ófatlaða." Þjóðfélagið verður að vinna að því að þeir fötl- uðu fái að njóta sín í starfi, eftir því sem hæfi- leikar þeirra og geta leyfir. Að vísu kostar eitthvað að leggja sig fram við menntun fatl- aðra, en aldrei má gleymast hversu dýrmætt er að koma því til leiðar að fatlaður einstakling- ur getur staðið á eigin fótum í þjóðfélaginu. 5. „Starfsmannakerfi verða að koma upp eðlileg- um inntökuskilyrðum og viðhalda þeim." Að öllum líkindum eru stærstu mistökin í starfsmenntun hugmyndin um að ekki þurfi að setja inntökuskilyrði. Oft eru nemar sem fallið hafa á öllum öðrum námsbrautum settir til starfsmenntunar. Engin starfsmenntun getur verið hagkvæm nema nemendur, kennarar, tækjabúnaður og kennslugögn uppfylli sett skilyrði. Þessi skil- yrði verða að tengjast markmiðum mennta- brautarinnar. Árangur verður ekki hagkvæmur ef skilyrði fyrir einhvern þessara þátta eru sett of lágt. Almennar reglur um slík skilyrði eru: a) Neminn verður að hafa þá hæfni, getu og hvötun sem dugar til árangurs á námsbraut- inni. b) Kennarinn verður að hafa mikla reynslu og þjálfun í því starfi, eða tæknivinnu sem hann kennir. Ekki má slaka á þessari kröfu ef kennslan á að verða hagkvæm og mark- hittin. c) Tæki, áhöld og efni verða að líkjast því sem neminn notar í starfi að loknu námi. Neminn verður að hafa aðgang að tækjum TIMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.