Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 8
anna efnislega samhljóða þessu ákvæði. Hins veg- ar er ekki lögð sú skylda á „anpartsselskab" að halda varasjóð. Arðsúthlutun í lögum um „aktieselskaber" eru ýmsar tak- markanir á arðgreiðslum til hluthafa. Eru þær efnislega svipaðar samsvarandi ákvæðum í ís- lensku hlutafélagalögunum, sbr. 42. gr. 2. mgr. 1. tl., 43. gr., 106 gr., 107. gr. og 109. gr. Engar takmarkanir á arðsúthlutun er hins vegar að finna í lögum um „anpartsselskaber". Lán og ábyrgðir Reglur um heimildir til að veita lán til hlut- hafa, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, eða setja tryggingar fyrir þá, eru strangari þegar um er að ræða „aktieselskab" heldur en þegar ,,an- partsselskab" á í hlut. Ákvæði þessa efnis er að finna í 112. gr. íslensku laganna um hlutafélög. Formkröfur Stofnendur „aktieselskab" skulu vera þrír hið fæsta, í „anpartsselskab" nægir einn. í báðum félagsformunum er nóg að hluthafi sé aðeins einn. Samkvæmt íslenskum lögunum þurfa stofn- endur og hluthafar að vera fimm hið fæsta, sbr. 3. og 17. gr. Ákvörðun um stofnun „aktieselskab" skal tekin á formlegum stofníundi, sbr. sams kon- ar ákvæði í 9. gr. íslensku hlutafélagalaganna. Þegar „anpartsselskab" er stofnað er ekki nauð- synlegt að halda stofnfund. Ef nýstofnað „aktieselskab" tekur við fyrirtæki í rekstri skal leggja fram efnahags- og rekstrar- reikning fyrirtækisins tvö síðustu reikningsárin, áður en stofnsamningur er undirritaður, sbr. sam- svarandi ákvæði í 5. gr. 3. mgr. íslensku laganna. Þetta er óþarft í „anpartsselskab". I „aktieselskab" er nauðsynlegt að gefa út hlutabréf, skulu þau vera þrjú hið fæsta. Skulu þau ýmist hljóða á nafn eða handhafa. Hluta- bréfaútgáfa er á hinn bóginn óþörf í „anparts- selskab", en séu þau gefin út, skulu þau hljóða á nafn. Meginreglan er sú, að í stjórn félagsformanna tveggja sitji a. m. k. þrír menn. Að vissum skil- yrðum uppfylltum geta samþykktir fyrir „anparts- selskab" kveðið svo á, að stjórnendur skulu vera færri en þrír, og jafnvel að félagið hafi enga stjórn. Af þessu leiðir að „anpartsselskab" verður að hafa framkvæmdastjóra, en í „aktieselskab" er þess aðeins þörf, ef hlutaféð nemur 400.000 dkr. eða meira. Samkvæmt 47. gr. íslensku hlutafélaga- laganna skulu í stjórn hlutafélags sitja fæst þrír menn, og í 49. gr. segir, að í félagi, þar sem hluta- féð er kr. 30.000.000 eða meira, sé stjórn skylt að ráða einn eða fleiri framkvæmdastjóra. í öðrum félögum sé stjórn heimilt að ráða framkvæmda- stjóra. Samkvæmt lögum um „aktieselskab" er í all- nokkrum tilvikum skylt að halda hluthafafundi (aðalfundi), og setja lögin fram reglur um hvern- ig að þeim skuli staðið. I „anpartsselskab" eru slík fundahöld ekki nauðsynleg, enda samþykki hluthafar að útkljá mál án þannig fundar. Verði hins vegar fundur haldinn eru hluthafar ekki bundnir af sérstöku fundaformi. Löggiltra endurskoðenda er krafist þegar um er að ræða „aktieselskaber", í „anpartsselskaber" er löggilding ekki gerð að skilyrði. í 82. gr. ís- lensku hlutafélagalaganna er þess krafist, að á að- alfundi hlutafélaga af tiltekinni stærð skuli a. m. k. einn endurskoðandi kjörinn, sem er löggiltur. Endurskoðendur skulu gera endurskoðunar- skýrslu fyrir „aktieselskab", sem síðan skal lögð fyrir aðalfund. Þetta er ekki nauðsynlegt í „an- partsselskaber" nema í undantekningartilvikum. Samningsfre Isi Sú er meginreglan í báðum umræddum félags- formum, að réttindi hlutafjáreigenda sé í sam- ræmi við hlutafjáreign. í félagssamþykktum er þó unnt að ákveða, að tilteknir hlutir skuli hafa meira atkvæðagildi en aðrir, og einnig að vissum hlutum fylgir meiri forkaupsréttur að hltabréfum en öðrum. Möguleikar á að skipa þessum málum eru þó takmarkaðir í „aktieselskab" en þar má atkvæðagildi hlutar ekki vera meira en tífalt ann- ars jafnstórs, sbr. samsvarandi ákvæði í 65. gr. 2. mgr. ísl. laganna. I „anpartsselskab" er mönnum frjálst að semja um hvað sem er í þessum efnum, jafnvel er unnt að skipa málum þannig, að til- teknum hltum fylgi enginn atkvæðisréttur. Ákvörðun um breytingar á félagssamþykktum í „aktieselskab" er því aðeins gild, að 2/3 hlutar þeirra, sem ráða ys hlutum atkvæða samþykki hana, sbr. samsvarandi ákvæði í 76. gr. 1. mgr. ísl. laganna. í samþykktum fyrir „anpartsselskab" er unnt að setja ákvæði varðandi þetta á hvaða hátt sem er, t. d. að einfaldur meirihluti geti breytt félagssamþykktunum. Minnihlutavernd Greinilegt er af lagaákvæðunum um minni- hlutavernd, að löggjafinn hefur reiknað með því, að hluthafar í „aktieselskab" væru að öllu jöfnu fleiri heldur en í „anpartsselskab". Þannig geta þeir, sem ráða aðeins 1/10 hluta hlutafjárins kraf- 4 TIMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.