Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1978, Blaðsíða 21
hvorum sé að kenna, stjórnvöld- um eða iðnrekendum, hafin. Þetta er jafnframt megin fors- enda þess að iðnrekendur fara fram á framlengingu aðlögunar- tíma. Það verður þó aldrei of oft fram tekið, að lenging aðlögun- artíma felst ekki einungis í frest- un tollalækkana, heldur einnig, og það er ekki síður mikilvægt, að koma þeim umbótum á í að- búnaði iðnrekstrar á þeim tíma sem vinnst með framlenging- unni, að iðnaðinum verði gert mögulegt að komast á hliðstætt þróunarstig og iðnaður sam- keppnislandanna. Einnig er grundvallaratriði, að iðnaði verði sköpuð sömu skilyrði og öðrum gTundvallaratvinnugrein- um hér á landi. Verði ekki séð um nauðsynlegar umbætur er framlenging aðlögunartímans tilgangslaus. Þetta markmið hlýtur að vera óumdeilanlegt því ella væri stefnt að því, að leggja niður mikinn hluta ís- lensks iðnaðar. Þá hafa á síðustu árum, aðal- lega síðan í orkukreppunni 1973, verið teknar upp í víðtækum mæli stuðnings- og styrktarað- gerðir við einstakar greinar iðn- aðar, fyrirtækjahópa eða jafnvel einstök fyrirtæki í flestum EFTA- og EBE löndum, en ekki fer á milli mála, að með þeim eru reglur fríverslunarsamning- anna sniðgengnar, ef ekki þver- brotnar og tæpast hægt að tala lengur um raunverulega fríversl- un, þótt enn sé gert hér á íslandi. Undantekningar frá þessu er helst að finna á íslandi og í Dan- mörku og Sviss. Er hjálagt yfirlit yfir stöðu mála hjá Efnahags- og félagsmálaundirnefnd Ráðgjafa- nefndar EFTA, en þeirri nefnd var falið að rannsaka opinberar styrktaraðgerðir og áhrif þeirra á fríverslun. Stefnumörkun var megin mál- efni ársþings Félags íslenskra iðnrekenda síðastliðið vor, og eftir að stjórn félagsins hafði unnið frekar úr þeim hugmynd- um, sem þar komu fram, var gefin út stefnuskrá Félags ísl. iðnrekenda. í þessari stefnuskrá er að finna tillögur iðnrekenda um þau atr- iði, sem nauðsynlegt er að breyta ,til að íslenskur iðnaður verði sú undirstaða bættra lífs- kjara, sem hann hefur mögu- leika til og stuðli að atvinnuör- yggi þeirra, er við hann starfa, með því að skapa ný atvinnu- tækifæri, spara erlendan gjald- eyri og afla hans og síðast en ekki síst að greiða sambærileg laun fyrir sama vinnuframlag og greidd eru innanlands og í sam- keppnislöndum okkar. Hjálagt er eintak af stefnu- skrá Félags íslenskra iðnrekenda og er þar að finna skrá yfir þær 'almennu aðgerðir, sem fram- kvæma þarf á þessu og næsta ári til að koma aðbúnaðarmálum iðnaðarins í það horf, að æskileg iðnþróun geti átt sér stað hér- lendis. I þessu sambandi vill Félag ís- lenskra iðnrekenda enn einu sinni leggja áherslu á, að þær að- gerðir, sem framkvæma þarf í þágu iðnaðar, eru almennar að- gerðir, þ. e. aðgerðir sem koma öllum greinum framleiðsluiðn- aðar jafnt til góða, en ekki sér- stakar stuðningsaðgerðir, þ. e. aðgerðir í þágu einstakra fyrir- tækja, fyritækjahópa eða iðn- greina. Teljum vér með öllu ó- raunhæft að ætla að keppa við aðrar þjóðir í sérstökum stuðn- ingsaðgerðum, því að til þess höfum við ekki fjármagn. 3. F.Í.I. telur varla unnt að benda á að einstök fyrirtæki, fyrirtækjahópar eða iðngreinar hafi orðið fyrir meiri búsifjum af völdum EFTA aðildar en önn- ur. í framhaldi af því teljum vér, að ef um mismunandi stöðu fyr- irtækja í samkeppnisiðnaði sé að ræða, þá sé orsakanna fyrst og fremst að leita í fyrirtækjunum sjálfum. Frá þessu eru þó þekkt- ar undantekningar, s. s. þegar samkeppnisvöru er „dumpað" inn í landið. Þarna er oftast um að ræða vörur frá svokölluðum láglaunalöndum eða löndunum austan járntjalds, en hér á landi hefur hvorki verið beitt „anti- dumping" né öðrum aðgerðum til að koma í veg fyrir að ,,dump- ing" af þessu tagi valdi innlend- um framleiðendum erfiðleikum og tjóni. Slíkt er þó gert víðast í öðrum löndum og þykir sjálf- sagt vegna innlendra hagsmuna og er ekki talið stríða gegn á- kvæðum fríverslunarsamninga. Einnig má benda á þann mögu- leika, að fyrirtæki hafi orðið til í skjóli hafta, sem þó var ekki ætl- að að skapa viðkomandi fyrir- tækjum vernd, þannig að eðli- legur samkeppnis grundvöllur hafi aldrei verið fyrir hendi. Þá má benda á, að ekki er endilega gefið að hjálpa eigi öll- um fyrirtækjum, sem lenda í ertfiðleikum vegna samkeppni, til áframhaldandi rekstrar. Eitt grundvallaratriði fríverslunar er að framleiða eigi hverja vöru þar sem það er hagkvæmast. Kæmi upp það tilvik hér á landi, að fyrirtæki í tiltekinni grein gæti ekki starfað á eðlilegum sam- keppnisgrundvelli til lengri tíma litið, bæri að leggja það niður skv. hugsunarhætti frí- verslunar. í mesta lagi gæti þá verið um opinberan stuðning að ræða við að leggja fyrirtækið niður eða að aðstoða við að taka upp samkeppnishæfa fram- leiðslu. í ofangreindum svörum er að finna megin viðhorf Félags ís- lenskra iðnrekenda til framsettra spurninga, en vér ítrekum að vér erum reiðubúnir til frekara sam- starfs við starfshópinn og bíðum aðeins eftir beiðni þar að lút- Virðingarfyllst, Félag íslenskra iðnrekenda Haukur Björnsson. TIMARIT IÐNAÐARMANNA 17

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.