Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 73

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 73
rétt sé sanit sem áður að aðgreina, ekki bara iðnað heldur allar atvinnugreinar, í samkeppnisgreinar annars vegar og aðrar greinar hins vegar, kemur mér hins vegar á óvart, sérstaklega þegar höfð er í huga eftirfarandi tilvitnun úr áfangaskýrslu nefnd- arinnar: „Aðflutningsgjöld, eins og öll önnur skattlagning, hafa áhril á val kaupenda. Framleiðendur taka tillit til gjaldanna, þegar aðföng eru valin, og á sama hátt verða neytendur fyrir áhrifum við val á endan- legum vörum. (ijöldin geta með öðrum orðum að nokkru leyti mótað val kaupenda. Hversu há gjöldin eru og hversu misjafnt er lagt á ræður stærð og stefnu áhrifa á kaup vörutegunda, sem um leið veld- ur breytingum á framleiðslu. Ef beinlínis er stef nt að slíkum afleiðingum, t. d með því að leggja há gjöld á óæskilega neyslu, er aðsjálfsögðu best, aðáhrifin séu sem mest. Á liinn bóginn er verra, ef verið er að grípa inn í og sveigja til verri vegar ákvarðanatöku fyrirtækja og einstaklinga. Ef gjöldum er fyrst og fremst ætlað að afla tekna fyrir hið opinbera, er æskilegast, að þau séu sem hlutlausust gagnvart vali á vöru og þjónustu. Tekna er þá aflað án teljandi breytinga í f ramleiðslu og neyslu." Það er einmitt með ofangreind sígild sannindi í huga, sent Landssamband iðnaðarmanna telur, að e.ngin aðgreining eigi að eiga sér stað milli atvinnu- vega og að starfsskilyrði þeirra allra eigi að vera hin sömu. Mig langar að lokum að draga saman í nokkrum atriðum það sem ég hef verið að segja hér að fram- an: 1. Starfsskilyrði iðnaðar hér á landi og erlendis þurfa að vera sambærileg. I því sambandi þarf sérstaklega að huga að og móta stefnu um við- brögð við margvíslegum stuðningsaðgerðum er- lendis. 2. Starfsskilyrði iðnaðarins og annarra atvinnu- greina hér á landi, sérstaklega sjávarútvegsins, þurfa að vera hin sömu, m. a. vegna áhrifa, sem mismunun hefur á gengisskráninguna. Nokkuð langt er í land að svo sé, eins-og í ljós kemur af starfi starfsskilyrðanef ndar atvinnuveganna. 3. Aðgreining iðnaðar í „samkeppnisiðnað" og „annan iðnað“ hefur í reynd orðið til þess, að ýmsar mikilvægar greinar, sem eru í verulegri samkeppni, hafa aldrei fengið leiðréttingu starfs- skilyrða sinna í samræmi við þá staðreynd. I andssamband iðnaðarmanna hefur lengi bent á þetta, en nú hefur þetta fengist staðfest með starfi starfsskilyrðanefndar. 4. Aðgreining atvinnuveganna í samkeppnisat- vinnuvegi og annars konar atvinnuvegi er óþörf og oft beinlínis skaðleg. Ef slíkri aðgreiningu fylgja misjöfn starfsskilyrði, brenglast verðmæta- mat ásamt því, að neysla og fjárfesting verða fyrir áhrifum vegna skattlagningar en ekki vegna verðmyndunar í eðlilegu starfsumhverfi, og síð- ast en ekki síst koma áhrif skattlagningarinnar fyrr eða síðar niður á þeim atvinnuvegum, sem eru í beinni samkeppni við innflutning. I stefnuyflrlýsingum allra stjórnmálaflokkanna er lögð áhersla á, að margvíslegra úrbóta er þörf á sviði löggjafar, sem afmarkar starfsskilyrði iðnaðar og ræður úrslitum um, hvort iðnþróun hér á landi getur orðið með eðlilegum hætti eða ekki. Flokkarn- ir eru því sammála að þessu leyti, þótt áherslur á einstaka málefnaflokka séu mismunandi. Miðað við hversu margir eru sammála um þessi grundvallar- atriði er það alvarlegt, hve sorglega hægt miðar í þessum málum. Það er væntanlega öllum ljóst nú, svo oft sem það hefur verið sagt opinberlega, að eigi iðnaðurinn að valda því hlutverki, sem af honum er krafist af sífellt fleiri aðilum, þarf að skapa að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri starfstækifæri í iðnaði á næsta áratug heldur en reyndin varð á ný- liðnum sama árafjölda. Þetta þarf að gera, jafnvel þótt lítil sem engin framleiðniaukning verði í iðn- aðinum. Þótt ekki væri nema af þessari ástæðu einni, hlýtur að þurfa meira en lítið áríðandi málefni til þess að ýta til hliðar þessu mjög svo brýna hags- munamáli allrar þjóðarinnar, þegar viðfangsefnum er raðað í forgangsröð á Alþingi og í öðrum valda- stofnunum þessa lands. Það hlaut því að vera fagn- aðarefni, þegar iðnaðarráðherra lagði fram á Al- þingi vorið 1980 þingsályktunartillögu, þar sem kveðið var á, að mörkuð yrði heildarstefna í iðnaðar- málum. Það er hins vegar verulegt áhyggjuefiii, að þrátt fyrir ag ráðherrann hefur lagt þessa þings- ályktunartillögu fram lítið breytta tvisvar sinnum síðan, þá hefur Alþingi ekki einu sinni séð ástæðu til þess að taka þessar tillögur til umræðu. Ekki verður annað séð en að áhugi sé fyrir því á Alþingi, að slík heildarstef na verði mörkuð, þar sem auk þingsálykt- unartillögu iðnaðarráðherra liggur fyrir önnur til- laga frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem í mörgu er lík tillögu ráðherrans. Er þess að vænta, að Alþingi reki af sér slyðruorðið og ljái þessum mikil- vægu málum þann tíma, sem þau sannarlega ættu skilið. Sú skýrsla, sem starfsskilyrðanefnd er að skila af sér nú á næstu dögum, er verðugt tilefni til þess að taka þessi mál föstum tökum. Þá verður e. t. v. kom- ið í veg fyrir, að hún hljóti þau örlög að hafna sem skrifborðsplagg eins og svo margar góðar skýrslur. Timarit iðnaðarmanna 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.