Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 78

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 78
Ég get ekki stillt mig um að víkja nánar að gengis- málunum og þróun þeirra undanfarna mánuði. Umkvörtunum forsvarsmanna iðnaðarins vegna óhagstæðrar gengisskráningar hefur verið svarað með því, að gengislækkun leiddi til verðhækkana, auk þess sem þeir erfiðleikar, sem gengisskráningin ylli iðnaðinum, væru að mestu til komnir vegna þró- unar á gjaldeyrismörkuðum, er íslensk stjórnvöld réðu ekki við. Hvoru tveggja er rétt, svo langt sem það nær. Hitt vill gleymast, að í þeim breytingum, sem orðið hafa á erlendum gjaldeyrismörkuðum felst stórkostlegur búhnykkur fyrir íslenskan sjávar- útveg og fyrii' þjóðina alla. Hins vegar hefur sú tekjuaukning ekki verið lögð til hliðar til mögru áranna heldur hefur genginu verið haldið tiltölu- lega stöðugu og tekjuaukanum þar með deilt út meðal þjóðarinnar í formi ódýrs innflutnings. Það er óskhyggja að halda, að verðbólgu verði útrýmt með því að efna til útsölu á innfluttri vöru og þjón- ustu. Eigi iðnaðurinn að halda velli í samkeppni við iðnað annarra þjóða, er óhjákvæmilegt, að verð- hækkanir hér innanlands umfram verðhækkanir er- lendis verði viðurkenndar. Ég vil benda ríkisstjórn- inni á það í fullri vinsemd, að í þessum efnum hefur boginn verið spenntur til hins ýtrasta, og hefur stefna hennar þegar valdið tjóni í ýmsum greinum iðnaðar. Hyggist ríkisstjórnin halda gengisstefnu sinni enn til streitu, er því ekki erfitt að spá fyrir um aíleiðingarnar; þær yrðu stórkostlegt áfall fyrir iðn- aðinn, jafnvel algjört hrun í sumum iðngreinum. Ég skora þess vegna á ríkisstjórnina að beita sér fyrir viðeigandi ráðstöfunum, til þess að koma í veg fyrir enn frekara tjón en orðið er. Nú virðast enn einu sinni hafnar umræður um það, að ýmsir aðilar hafi á undanförnum árum hagnast á verðbólgunni, og geri jafnvel enn. Þeir, sem þannig eigi að hafa notið góðs af verðbólgunni, séu fyrst og fremst þeir, er umfram aðra hafa haft aðgang að lánsfé og lagt það í fjárfestingar. Til hafi o.rðið eins konar óformlegt vináttufélag verðbólg- unnar, þar sem félagarnir hafi ekki átt sér heitari ósk en þá, að verðbólgan mætti dafna og blómstra sem mest og best. I þessu sambandi hefur sérstaklega verið bent á atvinnuvegina. Þar hljóti því enn að vera fólgnir fjársjóðir, verðbræðslugróði frá fyrri árum. Ég vil lýsa því yfir hér og nú, að íslensk iðnfyrirtæki ráða yfir engum slíkum sjóðum. Ég vil jafnframt benda á, að iðnaðurinn hefur jafnan átt takmarkaðri aðgang að lánafyrirgreiðslu en aðrir atvinnuvegir, auk þess sem kjörin á lánum til iðnaðarins hafa verið allt önnur og miklu óhagstæðari heldur en af þeim lánum, sem sjávarútvegur og landbúnaður hafa hreppt. Með öðrurn orðum: Islensk iðnfyrirtæki hafa aldrei uppfyllt inngönguskilyrðin í vináttufélag verðbólgunnar. Iðnaðurinn skuldar því engum ein- hvern óskilgreindan verðbólgugróða. Það er því ekki út í hött, að meðal ályktunardraga, sem fyrir Iðnþingi liggja, er hvatt til þess, að fullri verðtrygg- ingu verði komið á. Ekki verður séð, að iðnaðurinn geti tapað á því. Það sem á hinn bóginn vinnst er það, að lánamarkaðurinn ætti að komast í eðlilegt jafn- vægi. Skal nú vikið að málefnum lánasjóða atvinnuveg- anna. Eins og ég gat um hefur iðnaðurinn löngum notið óhagstæðari kjara á fjárfestingarlánum sínum en aðrar atvinnugreinar. A undanförnum árum hefur verið að því unnið að samræma lánakjör fjár- festingarlánasjóðanna, og hefur því smám saman dregið úr ójöfnuðinum. Ég tel brýnt, að lánakjör sjóða atvinnuveganna verði algerlega jöfnuð hið allra fyrsta. En til að svo ntegi verða, er nauðsynlegt, að Alþingi hætti að^nismuna sjóðunum í íjárveiting- um. Því rniður sjást þó engin merki þess, öðru nær. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1982 hlýtur að verka eins og hnefahögg í andlit þeirra, sem vonast hafa eftir enn frekari jöfnun í þessum efnum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hækka framlög til sjóða sjávar- útvegsins um 40% miðað við árið 1981 og hœkkun á framlögum til sjóða landbúnaðarins nemur tæpum 38%. A árinu 1981 voru framlög á fjárlögum til Iðnlánasjóðs og Iðnrekstrarsjóðs ásamt ráðstöfun aðlögunargjaldsins til iðnaðarins samtals 16 milljón- ir og 250 þúsund krónur. Framlögin til Iðnlánasjóðs og Iðnrekstrarsjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu nema á hinn bóginn samtals 10 milljónum og 500 þúsundum króna, en aðlögunargjaldið hefur verið niður fellt. Samtals ættu því framlög undir þessum lið að minnka um 35,4% samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1982. Varðandi Iðnlánasjóð skal sérstaklega tekið fram, að fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1982 gerir ráð fyrir 500 þúsund króna framlagi til sjóðsins. Er það 3.750 milljónum króna lægri fjárhæð en í fyrra, eða lækkun um lítil 88%. Um fjárveitingar á fjárlögum til málefna iðnaðarins almennt vík ég síðar að í þessari ræðu minni. Ef litið er á þróun útlána í bankakerftnu á síðast- liðnum áratug, kemur í ljós, að þau hafa í heild dregist saman miðað við þjóðhagsstærðir, vegna dvínandi sparifjármyndunar. Samdráttur sparifjár- ins hefur hins vegar komið mjög ójaf nt niður á hin- um ýmsu atvinnugreinum. Arið Hf70 voru útlán til sjávarútvegs og landbúnaðar sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 8,9%, og árið 1978 höfðu þau aðeins lækkað óverulega. Öðru máli gegnir um útlán til iðnaðarins. Sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu voru þau 4,9% árið 1970, en fóru hríðlækk- andi eftir því sem leið á áratuginn og voru komin niður í 2,6% árið 1978. Á síðastliðnum áratug varð jafnframt sú breyting, að bindiskylda innlánsfjárins var stöðugt aukin og endurseld lán, þ. e. lán, sem 76 Timarit iðnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.