Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 82

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 82
óhjákvæmilegt, að opinberir aðilar endurmeti af- stöðu sína til þess iðnaðar, sem ekki sinnir vörufram- leiðslu einni saman. A undanförnum árum hef ég margoft hreyft þessu máli. I fyrstu tóku aðilar á þessu eins og einhverju feimnismáli, ef þeir þá leiddu hugann yfirleitt að því. Eg hef þó orðið þess var, að skilningur í þessu efni hefur farið vaxandi. Eigi að síður mun ég halda áfram að benda á þetta sjálfsagða réttlætismál, þar til viðunandi lausn er fengin. Alkunna er, að iðnríki heims hafa undanfarin ár orðið að grípa til ýmissa aðgerða til verndar atvinnu- lífi sínu vegna margs konar aðsteðjandi vanda, t. d. vegna samkeppni þróunarlandanna, hækkandi verðs hráefnis og orku, breyttra framleiðsluhátta og verndunar umhverfisins. Stjórnvöld flestra Norður- landaríkjanna og raunar fleiri landa hafa m. a. brugðist við þessum nýju aðstæðum á þann hátt að leggja stóraukna áherslu á að bæta rekstrarskilyrði og efla stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Er ástæðan sú, að mörgum hefur skilist betur þýðingar- mikið hlutverk smáfyrirtækjanna, og að þau eru á margan liátt hæfari að mæta og aðlagast skyndileg- um og ófyrirséðum breytingum. Hafa menn rætt um „smáfyrirtækjastefnu" í þessu sambandi. Á Norðurlöndum hafa systursamtök Landssambands iðnaðarmanna mjög gengið fram fyrir skjöldu um mörkun smáfyrirtækjastefnunnar. Hafa þau komið fram með margvíslegar hugmyndir viðvíkjandi því, hvernig slíka stefnu bæri að reka og hver skyldi vera þáttur hins opinbera í því að tryggja árangur þessar- ar atvinnustefnu. Landssamband iðnaðarmanna hefur átt löng og góð samskipti við norræn systur- samtök sín. Árangur þeirra tengsla hefur m. a. kom- ið frani í því, að Landssambandið hefur fengið margvíslegar upplýsingar um hin fjölbreyttustu mál, sem varðar iðnað frændþjóða okkar. Á það ekki síst við um þessa viðleitni til að bæta rekstrarskilyrði Iítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það er skoðun mín, að íslensk stjórnvöld mættu að ósekju hyggja að steínu þessari, nú þegar umræður um innlenda iðn- þróun snúast svo mikið urn stóriðju, án þess að ég sé að agnúast út í stóriðjuhugmyndir; síður en svo. Fyrir hönd Landssambands iðnaðarmanna býð ég stjórnvöldum samstarf um mótun og framkvæmd stefnu til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækj- um hér á landi. Uppgangur iðnaðarins á ekki og má ekki vera of háður framlögum á fjárlögum. Ýmis starfsemi, sem tengist atvinnulífinu og er atvinnulífmu nauðsynleg, er þó oft þess eðlis, að réttlætanlegt er og jafnvel æskilegt, að hún sé á hendi opinberra aðila eða a. m. k. studd af þeim. Iðnaður veitir nú um 28 þúsund manns atvinnu, og er við því að búast, að þessi tala muni fljótlega hækka mjög. Aðrir fram- leiðsluatvinnuvegir veita samanlagt mun færra fólki atvinnu, eða um 22 þúsund manns, og er þar ekki að vænta teljandi aukningar. Fjárveitingar til þessara atvinnuvega hafa hins vegar á undanförnum ár- um verið 7—8 sinnum hærri en til iðnaðar. Misskipt- ing fjárveitinga milli atvinnuvega hefur í fyrsta lagi verið fólgin í því, að hliðstæð starfsemi í j)águ atvinnuveganna hefur í misríkum mæli verið fjár- mögnuð af opinberu fé. I annan stað hafa landbún- aður og sjávarútvegur notið fjárveitinga á fjárlögum til að standa straum af kostnaðarliðum, sem iðnað- urinn verður að fjármagna á eigin spýtur. Þegar fjárlagaf rumvarpið fyrirárið 1982 erathugað, kem- ur í ljós, að fjárveitingarvaldið virðist síður en svo ætla sér að eyða því óréttlæti, sem viðgengist hefur í fjárveitingum til atvinnuveganna um árabil. Árið 1981 voru heilckirframlög til landbúnaðarins sem hlutfall af fjárlögum um það bil 1,63%. Með fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1982 er þetta hlutfall hækkað í 1,76%. Á sama hátt voru framlög til sjávar- útvegssem hlutfallaffjárlögum 1.43%árið 1981,en er ætlað að hækka í 1.45% árið 1982. Á árinu 1981 voru framlög til iðnaðar hins vegar aðeins 0.55% af fjárveitingum samkvæmt fjárlögum, og var það þó svipað hlutfall og meðaltal nokkurra undanfarinna ára. Samkvæmt frumvarpinu til fjárlaga fyrir 1982 hækka framlög lil iðnaðar í krónum talið nánast ekkert, sem þýðir, að framlög til iðnaðar sem hlutfall af fjárlögum hrapa niður í 0,43%, og hefur það ekki verið svo lágt í mörg herrans ár. Eg skora því á hið háa Alþingi að endurskoða fjárlagafrumvarpið rækilega, og við þá endurskoðun verði meira tillit tekið til hagsmuna iðnaðarins. Þá hlýtur ein megin- krafa þessa Iðnþings að verða sú, að mörkuð verði ótvíræð stefna um það, hvaða starfsemi í þágu at- vinnuveganna skuli styrkt, og að í þeim efnum verði eitt látið yfir atvinnuvegina ganga. Á undanförnum 10 árum eða svo hefur átt sér stað furðuleg þróun í íslenskri lagasetningu. Lýsir hún sér í því, að löggjafinn er farinn að samþykkja lög um allt mögulegt og ómögulegt. Meira að segja hafa verið gefin út ný lög, sem að efni og orðalagi voru algjörlega samhljóða gildandi lögum. í slíkum tilvikum hefur jafnvel þótt svo mikið liggja við, að þessi ónauðsynlega löggjöf í augum okkar leik- manna, hefur tekið gildi með ■bráðabirgðalögum. Dæmi slíks eru verðstöðvunarákvæðin frá síðustu áramótum. Fleiri einkenni hefur þessi nýi lagasetn- ingarstíll. Má þar nefna, að löggjöfin er oft óvönduð, ónákvæm, og ef ekki gagnslaus, þá beinlínis skaðleg. Þá er og athyglisvert, að í stað afdráttarlauss efnis tiltölulega skýrt markaðra lagabálka, er efni og orða- lag fjölmargra nýlegra laga orðið svo loðið og rugl- ingslegt, að lagaframkvæmdin verður öll í molum. Æ oftar hnýt ég um orðalag eins og „stefnt skal að“ 80 Timarit iðnaðarmamui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.