Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 72

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 72
megináherslu á þá kröfu, að þegar leitað er leiða til að leysa vandamál, sem steðja að sjávarútvegi, eins og nú er verið að gera, þá verði aldrei farin einhver millifærsluleið, sem skekkir viðmiðun gagnvart iðn- aði og þar með gengið. Á þetta vil ég leggja mikla áherslu. En af hverju legg ég svo mikla áherslu á gengis- skráninguna? Hvaða máli skiptir gengisskráningin fyrir aðildarfyrirtæki Landssambands iðnaðar- manna? I fyrsta lagi eru innan Landssambands iðnaðar- manna stórar og mikilvægar greinar, sem flokkast undir samkeppnisiðnað og eru viðurkenndar sem slíkar. Þar má nefna skipasmíðar, vöruframleiðslu- greinar málmiðnaðar og rafiðnaðar, húsgagna- og innréttingasmíði, brauð- og kökugerð og eininga- húsaframleiðslu. Til þess að nefna dærni um þýð- ingu gengisskráningarinnar, má benda á, að skip, sem flutt væri inn frá Noregi og kostað hefði um s. 1. áramót 50 millj. kr., myndi kosta nú eftir nýjustu gengisfellingu 57 millj. kr. Þetta skiptir ekki litlu máli varðandi samkeppnisaðstöðu skipasmíðaiðnað- arins, þótt auðvitað verði að taka fram, að smíða- kostnaður myndi hækka líka sem svarar innfiuttum aðföngum. Svona mætti mörg dæmi nefna. I öðru lagi eru innan Landssambandsins stórar og mikilvægar greinar, sem eru samkeppnisgreinar, en fá ekki viðurkenningu sem slíkar. Nægir í þessu sambandi að nefna verktakaiðnað hvers konar og bílasmíði. Ennfremur ætti að taka almennan bygg- ingariðnað hér með. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hversu stórum upphæðum getur munað á tilboðum erlendra verktaka í stórmannvirki hér á landi, t. d. orkumannvirki, eftir því hvernig gengið er skráð. I þriðja lagi má svo nefna, að samkeppnisskilyrði fieiri greina en ætla mætti í fyrstu, svo sem ýmissa þjónustugreina, verða fyrir áhrifum af gengisskrán- ingunni. I áfangaskýrslu starfsskilyrðanefndar og ýmsum óbirtum vinnugögnum nefndarinnar kem- ur vel fram, hvernig stjórnvöld flokka iðnaðinn í ,,samkeppnisiðnað“ (þar með talinn útflutningsiðn- að) annars vegaé og „annan iðnað“ hins vegar og hve gerólík starfsskilyrði þessara tveggja iðngreinahópa eru. Að þessu leyti virðast mér athuganir nefndar- innar og umfjöllun um þær því einnig styðja sjónar- mið Landssambands iðnaðarmanna, þótt nefndin treysti sér ekki til að mæla með því, að ofangreind aðgreining falli algerlega niður. Um „annan iðnað“ segir í áfangaskýrslu nefndarinnar: „Annar iðnaður er fyrst og fremst viðgerðar- og þjónustuiðnaður. Ekki er um tollvernd að ræða heldur fremur fjarlægðarvernd, sem skapar þessum greinum tryggari markaðsstöðu. Skilin milli samkeppnisiðnaðar og annars iðnaðar eru þó ekki glögg. Markaðsstaða annars iðnaðar er á vissan hátt lík stöðu landbúnaðar, en á starfsskil- yrðum þeirra er mikill munur. Segja má að þessi iðnaður fylgi landbúnaði í þeim atriðum, sem eru landbúnaði í óhag, en njóti hins vegar engra þeirra sérstöku fríðinda, sem landbúnaði hafa verið veitt. Að þessu leyti er líkt á komið með öðrum iðnaði og þeim atvinnugreinum, sem nefndinni var ekki falið að kanna. a) Uppsafnaður söluskattur er ekki bættur, b) aðilutningsgjöld af aðföngum eru há, c) opinber framlög eru minni en til landbúnaðar og sjávarútvegs, d) aðgangur að lánsfé er takmarkaðri og lánskjör óhagstæðari.“ Athyglisverð er athugun, sem nefndin lét gera á aðflutningsgjöldum og sölugjöldum af innfiuttum sérhæfðum fjárféstingarvörum til atvinnuveganna. Athugunin gefur til kynna, að gjöld miðað við cif- innfiutningsverð sérhæfðra véla séu mjög mismun- andi eftir því, hvaða atvinnugrein á í hlut. Liskveiðar og samkeppnisiðnaður greiða engin aðflutnings- gjöld, vinnsla sjávarafurða 7%, vinnsla landbúnað- arafurða 15%, annar iðnaður 28% og landbúnaður 19%. Hér er um verulegan aðstöðumun að ræða og er athyglisvert, hve „annar iðnaður" greiðir há að- fiutningsgjöld af þeim aðföngum, sem þessi athug- un nær til. Búast má við, að þessi gjöld geti verið hærri, en eins og segir í nefndarálitinu, þá nær þessi athugun til aðflutningsgjalda af aðföngum, sem lík- ur eru til að séu lengst á veg komin í lækkunarátt. Til viðbótar framangreindum tölum má nefna, að á sama grundvelli áætlar nefndin gjöld fyrir ýmsar vinnuvélar um 70%, flutningatæki um 103% og skrifstofuvélar og tölvubúnað um 95%. Þá segir og í skýrslunni, að veruleg aðfiutningsgjöld séu af efnum og tækjum til mannvirkjagerðar, án þess að það sé metið tölulega. Þessar tölur og tilvitnanir sýna svo ekki verður um villst, hversu langt er í land með nauðsynlega lagfær- ingu á starfsskilyrðum þeirra iðngreina og starfs- sviða innan einstakra iðngreina, er ekki hafa öðlast þá viðurkenningu að vera skilgreindar sem sam- keppnisiðnaður. Þetta er þeim mun alvarlegra sem haft er í huga, hve mikilvæg starfssvið hér eiga í hlut og ekki síður vegna þess, að það er augljóst, að í mörgum tilfellum er annað hvort um að ræða mis- skilning eða hreina og beina þröngsýni, að mörg þeirra skuli ekki falla undir þessa margfrægu skil- greiningu. Starfsskilyrðanefnd tekur undir það sjónarmið, að í raun séu fleiri greinar eða starfssvið í samkeppni við innflutning en opinberir aðilar hafi viðurkennt í reynd. Sú niðurstaða nefndarinnar, að 70 Timarit iðnaðarmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.