Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 80

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 80
Frá setningu 39. IÖnþings Islendinga. að. Það er því löngu orðið tímabært, að þingflokk- arnir reki al sér slyðruorðið og samþykki þings- ályktunartillöguna um iðnaðarstefnu. Með því vinna þeir iðnaðinum örugglega gagn um leið og þeir sanna, að stefnuskrár stjórnmálatlokkanna eru ekki eingöngu marklaus plögg, sem aðeins eru not- uð til að vitna í á tyllidögum. Að mati Landssam- bands iðnaðarmanna hefur sú iðnaðarstefna, sem örlað hefur á undanfarin ár, verið allt of þröngt mörkuð og beinlínis staðið í veginunt fyrir eðlilegri uppbyggingu iðnaðarins. Hefur Iðnþing ítrekað ályktað, að forsenda árangursríkrar iðnaðarstefnu sé sú, að hún nái til alls iðnaðar, en ekki aðeins til samkeppnisiðnaðar, sem í þokkabót byggist á vægast sagt vafasamri skilgreiningu. Fyrir þessu Iðnþingi liggja enn drög að ályktunum um þetta efni. Flestir viðurkenna, að iðnaðurinn verður umfram aðra atvinnuvegi þjóðarinnar að taka við því vinnu- aíli, sem út á vinnumarkaðinn leitar á næstu árum. Það er því iðnaðurinn fyrst og fremst, sem gæti komið í veg fyrir atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Þetta er þó auðvitað háð því, að stjórnvöld vinni að því á kerfisbundinn hátt að leysa þau aðbúnaðar- vandamál, sem iðnaðurinn í heild á við að etja, og á færi þeirra er að leysa. Stjórnendur og aðrir starfs- menn iðnfyrirtækjanna verða á sama tíma að vinna að margvíslegum umbótum innan fyrirtækjanna. Það umbótastarf er raunar löngu hafið, ýmist fyrir forgöngu einstakra iðnfyiirtækja eða með aðstoð hinna ýmsu íélagasamtaka iðnaðarins í formi sér- stakra hagræðingar- og þróunarverkefna. Má í því sambandi nefna Samstarfsverkefni Félags dráttar- brauta og skipasmiðja um hönnun og raðsmíði liski- skipa, Iðnþróunarverkefni Sambands málm- og skipasntiðja, Markaðsátak í húsgagnaiðnaði og Markaðs- og vöruþróunar átak í brauð- og köku- gerð. Eg viðurkenni fúslega, að á meðan fyrirtæki og samtök þeirra hafa staðið í slíku umbótastarfi, og stundum með dyggilegum stuðningi stjórnvalda, hafa ýmsar leiðréttingar á starfsskilyrðum nokkurra ákveðinna iðngreina séð dagsins Ijós fyrir tilverknað opinberra aðila. Það væri því ofmælt hjá mér, ef ég héldi því fram, að stjórnvöld hefðu setið með hend- ur í skauti og ekkert aðhafst að undanförnu. Þessar aðgerðir hefðu þó mátt vera fyrr á ferðinni, og enn skortir ýmislegt á, að þessar tiltölulega fáu iðngrein- ar, sent þannig hefur verið litið til í náð úr hæstum hæðum, búi við hliðstæð kjör og landbúnaður og sjávarútvegur. Hið alvarlegasta í sambandi við starfsskilyrði iðnaðarins er þó, að umbætur honum til handa hafa einskorðast við útflutningsiðnað og það, sem nefnt er „samkeppnisiðnaður". Eins og ég hef áður getið um hefur túlkun stjórnvalda á hug- takinu samkeppnisiðnaður hins vegar jafnan verið ntjög umdeilanleg, og hefur að mestu takmarkast við hreinan verksmiðjuiðnað. Ymsar stærstu iðn- greinar landsmanna, svo sem málmiðnaður, rafiðn- aður og byggingariðnaður, hafa þannig verið af- skiptar, og hefur það heyrt til undantekuinga, að fyrirtæki í þessum iðngreinum byggju við sömu starfsskilyrði og verksmiðjuiðnaðurinn. Þessar iðn- greinar eiga það sameiginlegt, að innan þeirra er 78 Trnuint iðnaðarmanria

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.