Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 59

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Blaðsíða 59
menn fáa og stundum enga málsvara á Alþingi, og var iðnaðurinn ekki talinn meðal atvinnuvega þjóð- arinnar, er máli skiptu. L.ög um réttindi iðnaðar- manna til iðnaðarstarfa umfram hina ófaglærðu voru engin. Voru því verkkunnátta og yfirburðir í starfi einu réttindi þeirra. Veturinn 1916—1917 markar fyrstu tímamót í þessu sambandi, en þá var Jóni Kristjánssyni, lagaprófessor, falið að semja frumvarp til nýrrar iðnlöggjafar. Frumvarpið var samið, en aldrei lagt fyrir Alþingi. Upp úr því var þó samið frumvarp til atvinnulaga, sem lagt var fram á Alþingi 1922, en hlaut ekki samþykki. Það var fyrst árið 1927, sem Alþingi samþykkti lög um iðju og iðnað. Frumvarp að þeim lögum var samið af stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í samstarfi við Helga H. Eiríksson, verkfræðing ogskólastjóra Iðn- skólans í Reykjavík, og unnið með samþykki Jóns Þorlákssonar ráðherra, sem iðnaðurinn heyrði þá undir. I lögunum, sem tóku gildi l.janúar 1928, var iðnráðum falið veigamikið hlutverk um framkvæmd laganna og eftirlit. Fljótlega bar á ýmiss konar ósam- ræmi á starfsaðferðúm iðnráða og nauðsyn á sam- ræmingu starfseminnar. Þá var það, að formanni Iðnráðs Reykjavíkur, Helga Hermanni, barst „bréf- ið að norðan" frá formanni Iðnaðarmannafélagsins á Akureyri, Sveinbirni Jónssyni, byggingarmeistara, sem var áskorun á Iðnráð Reykjavíkur um forgöngu að því að stofna landssamtök til að bæta hér úr. Eftir að málið hafði fengið allmikla umræðu, kom fram sú ósk, að öll iðnráð og iðnaðarmannafélög sendu full- trúa sína á fund til að ræða þessa tillögu frekar. Gert var ráð fyrir, að fulltrúar iðnráðanna væru sjálf- kjörnir fyrir iðngreinarnar, en að auki einn frá hverju iðnaðarmannafélagi. Fundur þessi var síðan haldinn íjúnímánuði 1932 íbaðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík, og sat 51 fulltrúi fundinn. Úr Reykjavík voru 28 fulltrúar, 1 1 frá Hafnarfirði, 6 frá Akureyri, 5 úr Vestmannaeyjum og 1 frá Siglufirði. Þessum fundi lauk þann 2 1. júní með samþykkt um stofnun Iandssamtaka, sem skyldu heita Landssamband iðn- aðarmanna. Var kosin bráðabirgðastjórn, sem skyldi boða til Iðnþings Islendinga að ári liðnu, og leggja þá fram drög að lögum fyrir sambandið. Fyrsta stjórn sambandsins var skipuð þeim Helga Hermanni Eiríkssyni, skólastjóra, Emil Jónssyni, verkfræðingi, Asgeiri G. Stefánssyni, byggingameistara, Þorleifi Gunnarssyni, bókbandsmeistara og Einari Gíslasyni, málarameistara. Þessi stjórn var svo endanlega kosin á næsta Iðn- þingi 1933. Eftir að Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari, fiutti frá Akureyri suður til Reykjavíkur, varð hann fyrsti starfsmaður Landssambandsins, þegar það opnaði skrifstofu á árinu 1937. Á þessum 50 árum, sem liðin eru frá stofnun Landssambandsins, hafa alls setið í stjórn þess 35 menn. Sátu margir lengi, lengst þó Einar Gíslason í 28 ár. Helgi Hermann Eiríksson var fbrseti í 20 ár. Björgvin Frederiksen, vélvirkjameistari, tók við af Helga, og var forseti í 8 ár. Þá tók við Guðmundur Halldórsson, húsasmíða- meistari, en féll frá á 5. ári sem forseti. Tók þá við Vigfús Sigurðsson sem gegndi embætti forseta í 7 ár. Ingólfur Finnbogason var forseti í 1 ár, en frá árinu 1973 hefur ræðuinaður, þ. e. Sigurður Kristinsson, gegnt þessu starfi. Lengst af var starf slið Landssam- bandsins fámennt, en eins og áður sagði var Svein- björn Jónsson fyrsti starfsmaður þess. Fyrsti starfs- maðurinn, sem bar heitið framkvæmdastjóri Lands- sambandsins, var Eggert Jónsson, lögfræðingur. Við af honum tók Bragi Hannesson, lögfræðingur. Ottó Schopka, viðskiptafræðingur, var næstur, en síðustu átta árin hefur Þórleifur Jónsson, viðskiptafræðing- ur, verið framkvæmdastjóri. Að endingu fór Sig- urður yfir stefnu Landssambandsins í öllum þeim málaflokkum, sem varða nútíma iðnrekstur. Gat hann þess m. a., að þótt starfsemi Landssambands iðnaðarmanna hefði tekið miklum breytingum á þessum 50 árum og stefna þess skýrst, væru þó enn ýmis baráttumál þess þau sömu og brautryðjend- urnir hefðu þurft að kljást við. Ingolfur Jonsson: Byggingariðnaður Andleg og líkamleg velmegun þjóðar, sem byggir land eins og ísland, hlýtur mjög að vera háð þeim húsakosti, sem fyrir hendi er. Saga þjóðarinnar sannar, að hnigni húsakosti, fer eins fyrir þjóðinni. Takist á hinn bóginn vel til um aðbúnað í þessum efnum, vex velmegun á allan hátt. Þess vegna er traustur byggingariðnaður einn af hornsteinum þjóðfélags okkar. Með þetta í huga er sorglegt, hvernig búið er að byggingariðnaðinum. Iðnaðar- menn og aðrir, sem í greininni vinna, hafa lagt nótt \ ið dag til að auka afköst, en e. t. v. hefur oft lítill tími verið aflögu, til að tryggja hagkvæmni og tækm- framfarir. Ekki verður sagt, að opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, hafí sýnt þarna mikinn skilning. Má í því sambandi t. d. minna á mikla vöntun á bygginga- lóðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessi mál eru í betra horfi hér Norðanlands, og verða að teljast nokkuð góð hér á Akureyri. Lóðum er hér úthlutað til einstaklinga að hluta, en byggingafyrirtækjum er líka veitt góð úrlausn í þessum efnum. Óefað hefur þetta haldið byggingarkostnaði niðri, og stuðlað að því, hve mikið hefur verið byggt á Akureyri á unclan- Timarit iðnaðarmanna 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.