Fréttablaðið - 17.11.2009, Qupperneq 2
2 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611
á einn miða í desember
milljónir
75
Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans
geta átt von á 75 milljóna afmælisvinningi
í síðasta útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið
með! Tryggðu þér miða fyrir aðeins 1.000 kr.
á mánuði. Við drögum næst 24. nóvember!
ATVINNUMÁL „Börnin mín fara ekki
að drepa sig hérna til þess eins að
fá bætur,“ segir Soffía Nönnudóttir,
móðir þriggja stálpaðra ungmenna
á Þingeyri. Hún er afar ósátt við
kröfur Vinnumálastofnunar um
að atvinnulaus börn hennar sæki
reglulega fundi og námskeið á Ísa-
firði til að halda bótum. Það kalli á
að þau fari akandi yfir Gemlufalls-
heiðina sem á þessum árstíma geti
verið glerhál og
stórhættuleg.
Soffía segir
fulltrúa Vinnu-
málastofnunar
hafa skikkað
börn hennar, 18
og 26 ára karl-
menn og tvítuga
konu, til að mæta
vikulega í viðtal
til hans til Ísa-
fjarðar eigi þau að halda bótum
sínum.
Þar að auki hafi þeim verið gert að
sækja námskeiðið „Sterkari starfs-
maður: Upplýsingatækni og sam-
skipti“ sem ætlað er fólki í atvinnu-
leit á norðanverðum Vestfjörðum
og hefst á föstudag. Námskeiðið
er kennt í áttatíu klukkustundir nú
fyrir jól og sjötíu eftir jól.
Auk þess, að mati Soffíu, sem
Gemlufallsheiðin er mjög vafasöm
að vetri til segir hún ferðirnar geta
tekið heilu og hálfu dagana. Aðeins
einn sonur hennar sé á bíl og þegar
hann eigi ekki að mæta þurfi hin að
taka rútu. Þau þurfi svo að bíða tím-
unum saman að loknum fundi eftir
rútu til baka.
„Það hlýtur einhver í Reykjavík
að geta stoppað þessa vitleysu,“
segir Soffía, sem telur fulltrúann á
Ísafirði ganga afar hart fram gegn
börnum hennar og sýna lítinn skiln-
ing.
Soffía hefur ákveðið að börn
hennar muni ekki framar leggja í
þennan leiðangur í vetur. „Ég ætla
ekki að horfa aftur á eftir þeim út
í þessa dauðagildru yfir heiðina,“
segir hún og spyr hvað Vinnumála-
stofnun mun taka til bragðs ef bani
hlýst af ferðalögum sem þessum.
Unnur Sverrisdóttir, sviðsstjóri
stjórnsýslusviðs hjá Vinnumála-
stofnun, segist ekki geta tjáð sig um
þetta tiltekna mál. Hins vegar hafi
ungt fólk verið sett í forgang þegar
kemur að því að reyna að halda fólki
í virkni, enda sýni rannsóknir að sá
hópur sé líklegastur til að verða
samdauna atvinnuleysinu, ef svo
megi segja.
Vinnumálastofnun beri skylda til
að sinna hópnum vel og halda honum
virkum og því sé mikil skylduvirkni
teiknuð inn í lög um atvinnuleysis-
tryggingasjóð. „Þegar þú sækir
um atvinnuleysisbætur þá ertu að
sækja um vinnu í leiðinni og þú ert
líka að sækja um þátttöku í vinnu-
markaðsaðgerðum svokölluðum, og
í þeim geta falist viðtöl og námskeið
og annað slíkt,“ segir Unnur.
stigur@frettabladid.is
Hrædd um börnin á
leiðinni í bótaviðtöl
Móðir á Þingeyri þorir ekki lengur að senda atvinnulaus börn sín til Ísafjarðar á
tíða skyldufundi hjá Vinnumálastofnun. Gemlufallsheiðin sé of hættuleg á vet-
urna. Fulltrúi Vinnumálastofnunar segir mikilvægt að ungt fólk haldi virkni.
UNNUR
SVERRISDÓTTIR
VARASÖM HEIÐI Gemlufallsheiði liggur milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Hún er
malbikuð en þar verður oft hált þegar frýs á vetrum. MYND/BÆJARINS BESTA
FÓLK William Samuel Stephen-
son, sem átti ættir að rekja til
Íslands og er því hiklaust talinn
einn af sonum þjóðarinnar, verð-
ur á sunnudag sýndur sá heiður
í Winnipeg að gata verður nefnd
eftir honum. Gatan, sem nú kall-
ast Water Avenue, mun þá verða
nefnd William Stephenson Way.
Stephenson fæddist í Winni-
peg árið 1897 af íslenskri móður.
Faðir hans kom frá Orkneyjum.
Hann skráði sig í kanadíska her-
inn árið 1916 og fór til Englands.
Flugvél hans var skotin niður yfir
Þýskalandi og hann dvaldi í þýsk-
um fangabúðum þar til í desem-
ber 1918.
Árið 1921 flutti hann til Bret-
lands og komst í kynni við áhrifa-
ríka menn þar. Hann varaði mjög
við uppgangi Adolfs Hitler og í
seinni heimsstyrjöldinni varð
hann einn af yfirmönnum bresku
leyniþjónustunnar og sá um sam-
hæfingu allra aðgerða hennar á
Vesturlöndum. Hann hafði aðset-
ur í New York og meðfram starfi
sínu fyrir Breta lagði hann hönd
á plóginn við að stofna undanfara
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA.
Stephenson var aðlaður af
Bretadrottningu og Ian Fleming,
höfundur sagnanna um James
Bond, hefur sagt hann vera fyr-
irmynd njósnarans. Númer Step-
henson í hernum var 38007.
- kóp
Fyrirmynd James Bond átti rætur að rekja til Íslands:
Gata nefnd eftir íslenska 007
Auður, ertu að reyna að koma
í veg fyrir koddaslag?
„Ég er hrifnari af koddahjali og
vil leggja mitt af mörkum með
peppinu.“
Auður Ögn Árnadóttir hannar púða með
jákvæðum boðskap sem eiga að minna á
hið góða í lífinu.
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn
N1 hafa síðustu daga innleyst afkomutengd laun
sem þeir eiga hjá félaginu vegna afkomu fyrir-
tækisins á síðasta ári. Upphæðirnar nema tugum
milljóna króna, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins.
Eftir því sem næst verður komist telja stjórn-
endur fyrirtækisins ekki útilokað að það lendi í
vanda vegna skulda og taki lánardrottnar það yfir.
Gerist slíkt fá þeir ekkert fyrir sinn snúð.
N1 hagnaðist um 474 milljónir króna á fyrri
hluta þessa árs saman borið við 98 milljónir á
sama tíma í fyrra. Veltan jókst um 12,5 prósent á
milli ára og nam 17,2 milljörðum króna í ár.
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, vildi ekki
tjá sig um launakjör starfsmanna í gær.
Langtímaskuldir N1 nema 8,5 milljörðum króna
og eru á gjalddaga á næstu tveimur árum, sam-
kvæmt síðasta árshlutareikningi félagsins. Tveir
milljarðar króna voru á gjalddaga eftir um tvo
mánuði og nokkuð liðið frá því fjórðungur skuld-
arinnar var greiddur niður. Frá miðju næsta ári
og fram á mitt ár 2011 eru rúmir 6,6 milljarðar á
gjalddaga. Hermann bendir á að lítil ástæða sé til
að óttast um framtíð N1. Félagið hafi greitt niður
skuldir og eigi 2,5 milljarða á bankareikningi
fyrir næstu gjalddaga. „Við erum ekki í neinum
vandræðum,“ segir hann. - jab
HERMANN GUÐMUNDSSON Forstjóri N1 segir fyrirtækið eiga fé
á reikningi og hafi greitt niður skuldir fyrir gjalddaga.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Yfirmenn N1 taka tugi milljóna króna bónusgreiðslur út í varúðarskyni:
Forstjórinn ekki uggandi
STEPHENSSON
Þó Breta-
drottning hafi
aðlað William
vita Íslending-
ar sem er að
hann tilheyrir
fósturjörðinni.
PALESTÍNA, AP Palestínustjórn
hefur beðið Evrópusambandið
um stuðning við þau áform Pal-
estínumanna
að öryggis-
ráð Sameinuðu
þjóðanna viður-
kenni sjálfstætt
ríki Palestínu
án samþykkis
Ísraels.
Palestínu-
menn hafa grip-
ið til þessa ráðs
vegna þess hve illa gengur í frið-
arviðræðum við Ísrael.
„Við viljum stuðning allra ríkja
alþjóðasamfélagsins,“ segir Saeb
Erekat, aðalsamningamaður Pal-
estínustjórnar. Hann segir að
Bandaríkjastjórn verði einnig
beðin um stuðning. - gb
Palestínumenn afla fylgis:
Vilja stuðning
Evrópuríkja
ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, forsæt-
isráðherra Ástralíu, baðst í gær
afsökunar á framferði Ástrala,
sem tóku illa á móti þúsundum
munaðarlausra barna frá Bret-
landi.
Bretar sendu um 150 þúsund
munaðarlaus börn, allt frá sautj-
ándu öld til ársins 1967, til fjar-
lægra nýlendna þar sem víða var
tekið á móti þeim af einskærum
hrottaskap. Um sjö þúsund þess-
ara barna eru enn á lífi í Ástralíu.
Gordon Brown, forsætisráðherra
Breta, sagði á sunnudag að Bretar
muni formlega biðjast afsökunar
á þessu eftir áramótin næstu. - gb
Munaðarlaus börn:
Ástralíustjórn
biðst afsökunar
KEVIN RUDD Forsætisráðherra Ástralíu
á fundi þar sem hann baðst afsökunar
fyrir hönd ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAEB EREKAT
SKÓLAMÁL Fjölbrautaskóli Snæ-
fellinga hefur verið valinn til
þess að taka, í samstarfi við
Nýherja, þátt í afmælishátíð
bandarísku geimferðastofnunar-
innar NASA í Bandaríkjunum,
sem haldin er í tilefni þess að 40
ár eru um þessar mundir liðin
frá því að maður steig fyrst fæti
á tunglið.
Skólinn er einn fimm fram-
haldsskóla utan Bandaríkjanna
sem tekur þátt í hátíðinni í gegn-
um gagnvirka útsendingu frá
Johnson Space Center í Banda-
ríkjunum. Mikil dagskrá verður
í skólanum þann 19. nóvember í
tengslum við afmælið. - gb
Afmælishátíð NASA:
Íslenskur skóli
tekur þátt
ARGENTÍNA, AP Tveir karlmenn í
Argentínu, þeir José Maria Di
Bello og Alex Freyre, hafa feng-
ið leyfi til að ganga í hjónaband.
Athöfnin verður haldin 1. desem-
ber næstkomandi.
Í síðustu viku úrskurðaði dóm-
ari að lög, sem banna hjónabönd
samkynhneigðra, brytu í bága við
stjórnarskrá landsins. Mauricio
Macri, borgarstjóri í Buenos
Aires, sagði að borgin muni ekki
áfrýja málinu til hæstaréttar:
„Við verðum að búa við og fallast
á þennan raunveruleika: Heimur-
inn er að færast í þessa átt.“ - gb
Dómstóll í Argentínu:
Samkynhneigt
par í hjónaband
VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, oft
kenndur við Bónus, segir fjöl-
skyldu sína ætla að borga allar
sínar skuldir. Vöruverð í versl-
unum Haga
komi ekki til
með að hækka
haldi fjöl-
skyldan yfir-
ráðum sínum í
fyrir tækinu.
Jóhannes segir
mikilvægt að
jafnræði sé
gætt þegar
kemur að
afskriftum skulda. Rætt var við
hann í Kastljósinu í gærkvöldi.
Bónusfjölskyldan hefur und-
anfarið unnið að því að fá nýja
fjárfesta til að leggja pening
í eignarhaldsfélagið 1998 sem
hefur verið í eigu fjölskyldunn-
ar. - mmg
Jóhannes í Bónus:
Ætla að borga
allar skuldir
JÓN ÁSGEIR
JÓHANNESSON
SPURNING DAGSINS