Fréttablaðið - 17.11.2009, Page 6
6 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Bræðraborgarstíg 9
Hetjudáðir
hinna snauðu
„Heillandi bók.“
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
Fréttablaðinu
„Lætur vart nokkurn, sem
hana les, ósnortinn.“
Ólafur Arnarson,
Pressan.is
D
Y
heldur áfram
ÖRYGGISMÁL Ósamræmi er milli
þess sem flugmálastjórn segir um
það hverjir eiga að vera undan-
þegnir öryggisleit í Leifsstöð og
þess sem Keflavíkurflugvöllur ohf.
segir vera sína starfsvenju.
Í Fréttablaðinu síðasta fimmtu-
dag var haft eftir Friðþóri Eydal,
fulltrúa hjá Keflavíkurflugvelli
ohf., að meðal þeirra sem undan-
þegnir séu leit í öryggishliðum
Leifsstöðvar séu tollverðir og lög-
reglumenn. Það sé í samræmi við
fyrirmæli frá flugmálastjórn.
Þegar Fréttablaðið leitaði eftir
því að fá skriflegan lista yfir þá
sem eru undanþegnir öryggisleit-
inni reyndist ekki unnt að útvega
slíkt skjal. Valdís Ásta Aðalsteins-
dóttir, upplýsingafulltrúi flugmála-
stjórnar, segir hins vegar ljóst að
hvorki lögreglumenn né tollverðir
séu undanþegnir. „Það á að leita á
þeim eins og öllum öðrum sem fara
inn á svæðið.“ segir Valdís. Undan-
þegnir séu aðeins forsetinn, forsæt-
isráðherrann og makar þeirra auk
erlendra þjóðhöfðingja sem eru hér
í opinberri heimsókn og sérstak-
lega sé tilkynnt um frá utanríkis-
ráðuneytinu.
Friðþór Eydal segir hins vegar
að um einhvern misskilning hljóti
að vera að ræða hjá flugmála-
stjórn. Undanþágan fyrir tollverði
og lögreglumenn sé stjórnvalds-
aðgerð sem rúmist innan tilmæla
frá Alþjóðaflugmálastofnuninni og
samtökum flugmálastofnana í Evr-
ópu. „Þetta eru menn sem starfs
síns vegna þurfa að vera þarna.
Þetta á til dæmis við um vopn-
aða lögreglu,“ fullyrðir Friðþór
sem ítrekar þó að allir hefðbundn-
ir starfsmenn í Leifsstöð, þar með
talinn forstjórinn sjálfur, þurfi að
sæta vopnaleit og geri það í sérstöku
starfsmannahliði á fyrstu hæð.
Upplýsingafulltrúi flugmála-
stjórnar tekur ekki undir með
Friðþóri varðandi tollverðina og
lögreglumennina. „Það eiga allir
að fara í þessa skimun. Ef þeir eru
með vopn vegna sinnar vinnu þarf
að láta vita af því þegar þeir koma í
skimunina,“ segir Valdís Ásta Aðal-
steinsdóttir. gar@frettabladid.is
Lögreglumenn sæti
vopnaleit í Leifsstöð
Tollverðir og lögreglumenn fara inn á öryggissvæði Leifsstöðvar án vopnaleit-
ar þrátt fyrir að vera ekki undanþegnir leitinni að því er flugmálastjórn segir.
Um er að ræða misskilning hjá flugmálastjórn segir talsmaður Keflavíkurflug-
Í LEIFSSTÖÐ Á fimmtudaginn í síðustu viku sagði Fréttablaðið frá því að leitað hefði verið á forseta Alþingis í Leifsstöð og rakti
blaðið af því tilefni hverjir væru undanþegnir slíkri leit. Eitthvað virðist málum blandið hverjir tilheyra þeim hópi.
Það á að leita á þeim eins
og öllum öðrum sem fara
inn á svæðið.
VALDÍS ÁSTA AÐALSTEINSDÓTTIR
UPPLÝSINGAFULLTRÚI FLUGMÁLASTJÓRNAR
Veiddir þú lax í sumar?
Já 9,8 %
Nei 90,2 %
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á að taka upp samræmd loka-
próf í grunnskólum að nýju?
Segðu þína skoðun á visir.is
FÉLAGSMÁL Atvinnulaus ungmenni
á aldrinum 18 til 24 ára hafa mörg
hver aðlagað sig því líferni að
vera á bótum. Þetta kemur fram í
niður stöðum rýnihópagreiningar
sem kynnt var á fundi norrænna
atvinnumálaráðherra sem fram fór
í Reykjavík í síðustu viku. Kann-
aðar voru aðstæður og viðhorf í
fimm hópum, þremur í Reykjavík
og tveimur á Suðurnesjum. Í grein-
ingunni kemur fram að í mörgum
tilvikum búi ungmennin í foreldra-
húsum, hafi snúið sólarhringnum
við og hafi hvorki áhuga á skóla
né vinnu.
Árni Páll Árnason, félags- og
tryggingamála, segir að langtíma-
atvinnuleysi ungs fólks sé með
alvarlegri vandamálum sem hér
sé staðið frammi fyrir.
„Það virðist vera vaxandi til-
hneiging til að ungt fólk verði eins
og utanveltu og finni sig hvorki á
vinnumarkaði né í skólakerfinu.
Langtímaatvinnuleysi getur svo
líka leitt til ótímabærrar örorku
í framhaldinu og þetta er auð-
vitað vandi sem takast verður á
við,“ segir hann, en málið var til
umfjöllunar á fundi norrænna
atvinnumálaráðherra sem hér fór
fram í síðustu viku. „Langtímaat-
vinnulaus ungmenni hér núna eru
um þrjú þúsund og þetta verður
okkar stærsta viðfangsefni núna,“
segir Árni Páll.
Meðal þeirra vandamála sem
staðið er frammi fyrir er að
atvinnulausa fólkið unga lítur
ekki á skólavist sem valkost í stöðu
sinni. „Þau líta ekki til baka á veru
sína í skóla að það sé einhver lausn,
heldur sé það bara meira kvalræði.
Þetta er því krefjandi viðfangsefni
að binda betur saman menntakerf-
ið og atvinnuleysistryggingakerf-
ið en gert hefur verið hingað til,“
segir Árni. - óká
Í REYKJAVÍK Grípa á til aðgerða til að ýta
við ungmennum sem hvorki virðast hafa
áhuga á skóla né vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Atvinnulaus ungmenni á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára:
Hafa lagað sig að lífi á bótum
FJÁRMÁL Bretar og Hollendingar
fyrir hönd 350 þúsund innistæðu-
eigenda gera rúmlega tólf hundr-
uð milljarða króna kröfu í þrotabú
Landsbankans. Sex hundruð starfs-
menn gamla bankans gera launa-
kröfur upp á 4,6 milljarða. Þetta
kom fram í fréttum Stöðvar 2 í
gær.
Listi yfir lýstar kröfur á hendur
Landsbankanum var birtur kröfu-
höfum í gær. Meira en tólf þúsund
kröfur bárust. Íslenski innistæðu-
tryggingasjóðurinn tekur yfir
kröfu Breta og Hollendinga ef rík-
isábyrgðin á Icesave verður sam-
þykkt á þingi. Stöð 2 hafði eftir Páli
Benediktssyni, upplýsingafulltrúa
skilanefndar Landsbankans, að
samþykktar forgangskröfur, sem
aðallega væru vegna Icesave, næmu
um tólf hundruð og sjötíu milljörð-
um króna.
Á sjötta hundrað starfsmenn gera
launakröfu, fyrir að meðaltali rúm-
lega 7,5 milljón króna hver. Slita-
stjórn Landsbankans hefur ekki
tekið afstöðu til allra launakrafna
en slíkar kröfur er forgangskröfur.
Búist er við að um 87 til 89 pró-
sent fáist upp í forgangskröfurnar,
launakröfur og Icesave. „Því er ljóst
að ekkert mun fást upp í almennar
kröfur sem nema væntanlega þús-
undum milljarða,“ sagði í fréttum
Stöðvar 2. - gar
Búist er við að eignir landsbankans dugi fyrir tæplega 90% af forgangskröfum:
Tólf þúsund kröfur í Landsbankann
FYRRVERANDI BANKASTJÓRAR LANDS-
BANKANS Halldór J. Kristjánsson og
Sigurjón Þ. Árnason voru bankastjórar
Landsbankans þegar hann komst í þrot.
LISTIR Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráð-
herra veitti í gær Þorsteini frá
Hamri Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar í ár.
Í umsögn um Þorstein segir
að hann sé á meðal okkar
fremstu skálda. Á miðri atóm-
öld hafi hann ort tvítugur að
aldri undir dróttkvæðum hætti
í bland við yngri og frjálsari
form. Á mótunarárum Þorsteins
hafi tekist á gamall og nýr siður
í skáldskap og hann hafi glímt
við þessi siðaskipti með sérstök-
um hætti. Hin gamla íslenska
ljóðhefð hafi alla tíð átt sterkar
rætur í honum. - jhh
Þorsteinn frá Hamri:
Hlýtur verð-
laun Jónasar
KJÖRKASSINN