Fréttablaðið - 17.11.2009, Side 10
10 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Hengjum
okkur ekki í
smáatriði!
Vinátta – alveg
óháð kerfi.
ÍTALÍA, AP „Í heiminum er meira
en nóg til af mat,“ segir Ban Ki-
moon, framkvæmdastjóri Sam-
einu þjóðanna. „Samt þarf meira
en milljarður manna að líða hung-
ur. Þetta er óþolandi.“
Þetta sagði hann við upphaf
alþjóðlegu matvælaráðstefnunn-
ar, sem hófst í Róm í gær á vegum
Matvæla- og landbúnaðarstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna, FAO.
Fulltrúar ríkja heims sam-
þykktu samhljóða að auka fjár-
hagsaðstoð við landbúnað í þró-
unarheiminum. Ekki gátu þeir
þó komið sér saman um að viðbót-
arfjárhæðin nemi 44 milljörðum
Bandaríkjadala á ári.
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unin hafði sagt þessa upphæð
nauðsynlega næstu áratugina,
eigi að takast að gera þann millj-
arð manna, sem býr við hungur,
sjálfum sér nógan um fæðu.
Stofnunin hafði einnig gert sér
vonir um að ríki heims myndu
setja sér það markmið, að hungri
verði útrýmt úr heiminum fyrir
árið 2025. Þess í stað héldu full-
trúar ráðstefnunnar sér við
gamla markmiðið, sem sett var
árið 2009, að fækka um helming
fyrir árið 2015 þeim sem búa við
hungur.
Matvælaaðstoð hefur til þessa
einkum falist í því, að auðug ríki
hafa sent matvæli til fátækra
ríkja, frekar en að senda þang-
að tækjabúnað, áburð og fræ eða
útvega þeim aðstoð við áveitu-
gerð og tæknikunnáttu, sem gæti
komið bændum og veiðimönnum
að gagni.
Matvælin hafa svo að stórum
hluta verið keypt af bændum í
auðugu ríkjunum, þannig að þeir
hafa hagnast á aðstoðinni.
Matvælastofnunin segir að
þetta verði að breytast.
„Verkefni okkar er ekki bara að
útvega þeim sem hungrar fæðu,
heldur gera þeim kleift að afla
sér fæðu sjálfir,“ sagði Ban.
Matvælastofnunin segir að
alþjóðasamfélagið hafi árum
saman vanrækt landbúnaðar-
mál. „Stöðug fjárfesting í land-
búnaði, sérstaklega landbúnaði
smábænda, er lykillinn að mat-
vælaöryggi,“ segir stofnunin í
yfirlýsingu sinni.
Vonast er til að þessi ráðstefna
verði til þess að sú breyting,
sem boðuð var á G8-fundinum í
L‘Aquila á Ítalíu í sumar, nái fyrr
fram að ganga. Þar hétu leiðtogar
átta helstu iðnríkja heims því að
verja 20 milljörðum Bandaríkja-
dala næstu þrjú árin í aðstoð við
fátæka bændur.
gudsteinn@frettabladid.is
Ætla að efla aðstoð við
landbúnað í þróunarríkjum
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir óþolandi að meira en milljarður manna búi við hungur. Í
staðinn fyrir að senda fátækum mat þurfi að aðstoða bændur fátækra ríkja við matvælaframleiðslu.
HRÍSGRJÓNARÆKT Í BÚRMA Á alþjóðlegu matvælaráðstefnunni í Róm samþykktu ríki heims að auka landbúnaðaraðstoð veru-
lega. NORDICPHOTOS/AFP
Í heiminum er meira en
nóg til af mat.
BAN KI-MOON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
SAMEINU ÞJÓÐANNA
MENNING Guðmundur Jónsson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla
Íslands, heldur í dag fyrirlest-
ur í hádegis-
fyrirlestraröð
Sagnfræðinga-
félags Íslands.
Yfirskrift fyrir-
lestraraðarinn-
ar er Hvað er
kreppa? Fyrir-
lestur Guðmund-
ar ber titilinn
Velferðarríkið og
efnahagskreppur á Íslandi.
Guðmundur hyggst velta afleið-
ingum efnahagslegs óstöðugleika
á velferðarríkið fyrir sér og svara
þeirri spurningu hvort óstöðug-
leikinn hafi verið svo mikill að
hann hafi hindrað að hér hafi jafn-
víðtækt velferðarkerfi og á öðrum
Norðurlöndum fest sig í sessi. - kóp
Sagnfræðingafélagið:
Áhrif kreppu á
velferðarríkið
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
SKRAUTLEGUR HATTUR Þessi maður
mætti með heldur óvenjulegan höfuð-
búnað til þess að fylgjast með alþjóð-
legu maraþonhlaupi kvenna í Yokohama
í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP