Fréttablaðið - 17.11.2009, Qupperneq 14
14 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hekla er oftar en ekki
nefnd drottning íslenskra
eldfjalla. Nú stendur yfir
uppgræðsluverkefni til að
endurheimta náttúruleg
birkivistkerfi við Hekluræt-
ur, sem ofnýting manna og
náttúruöfl eyddu að mestu.
Hekluskógar munu dafna á
ný, gangi áætlanir eftir.
Hreinn Óskarsson er verkefnis-
stjóri Hekluskóga. Hann segir hug-
myndina að verkefninu hafa komið
frá Úlfi Óskarssyni, bróður hans,
sem starfaði hjá Landgræðslunni á
sínum tíma. Svo hafi samráðsnefnd
heimamanna og
ýmissa hags-
munaaðila
komið verkefn-
inu á koppinn.
„Hér voru
miklir skóg-
ar fram á síð-
ustu aldir, en
margir bæir
áttu skógarítök
á svæðinu og því
gekk á þá. Miklir stormar feyktu
síðan berum jarðveginum á haf út,
líkt og Matthías Jochumsson skrif-
aði um. Auðlindin fauk á haf út og
eftir stóð auðnin ein.“
Hreinn segir menn hafa séð að
eina leiðin til að binda öskuna sem
Hekla dreifir reglulega yfir byggð-
irnar, hafi verið að endurheimta
skóginn; rækta upp sjálfbært
vistkerfi á ný. Grös og lágvaxinn
gróður kaffærist lendi hann undir
ösku.
Verkefnið fer þannig fram að
fyrst er landið grætt upp og síðan
gróðursett í litla, afmarkaða reiti.
Plantað er birki, reynivið og víði.
Hreinn segir birkið henta mjög
vel því það sái sér fljótt út. Þess
megi sjá merki víða um Heklu-
skógasvæðið sér í lagi í nágrenni
gamalla birkiskóga. Haustgróð-
ursetning kláraðist um helgina og
þá hefur hálf milljón trjáplantna
verið gróðursett í ár. Í fyrra voru
340 þúsund plöntur gróðursett-
ar, en verkefnið hófst árið 2007.
Hekluskógar ná yfir svæði sem er
álíka stórt og Langjökull.
Hreinn segir að verkefnið hafi
gengið vel, þó hafi menn orðið
varir við kreppuna þar eins og
annars staðar. „Við fengum 28
milljónir árið 2007, sem var aukið
í 50 milljónir árið 2008. það var
síðan skorið niður í 25 milljón-
ir í ár. Þetta er mjög hagkvæmt
verkefni, yfirbyggingin er mjög
lítil og enginn fastráðinn starfs-
maður á launum lengur. Ég sinni
starfi verkefnisstjóra ásamt því
að vinna sem skógarvörður hjá
Skógrækt ríkisins. Kostnaður
við hverja plöntu er aðeins um 50
krónur. Við erum í samstarfi við
landeigendur á svæðinu og eru
nú um 130 aðilar þátttakendur í
verkefninu.“
En mun ekki Heklugos gera út
um starfið? „Nei, mestu öskugos-
in koma í upphafi og standa yfir-
leitt frekar stutt yfir. Askan berst
með ríkjandi vindátt, sem reynsl-
an sýnir að er yfirleitt suðaustan
í háloftunum. Það er því ólíklegt
að mjög miklar skemmdir verði
á gróðri Hekluskóga þó Hekla
gjósi.“ kolbeinn@frettabladid.is
Skógrækt í skjóli eldfjalls
DROTTNING ELDFJALLANNA Hekluskógar ganga út á að endurheimta sjálfbært vistkerfi skóga í nágrenni Heklu. Ágangur á skóg-
ana varð til þess að mikill jarðvegur fauk á haf út.
■ Nú þegar jólin nálgast með
allri sinni verslun og gjafa-
kaupum er ekki úr vegi að rifja
upp muninn á þessum tveimur
sögnum: að versla og að kaupa.
Sögnin að kaupa þarfnast raun-
ar ekki frekari skýringa; fólk
kaupir sér jólaföt og ham-
borgarhrygg og greiðir síðan
fyrir með peningum – nú eða
greiðslukortum.
Ekki virðast hins vegar allir
þekkja sögu sagnarinnar að
versla. Upprunalega merkti
hún nefnilega að eiga viðskipti
– að skipta einu fyrir annað – en
þetta mætti kannski muna með
því að tengja sögnina að versla
annarri líkri sögn, að víxla, sem
hefur sambærilega merkingu.
Sögnin stýrði auk þess þágu-
falli; menn versluðu einni vöru
fyrir aðra. Þegar verslanir urðu
algengar í þorpum og bæjum
var sögnin fremur notuð um
kaupmennina sem buðu vöru til
sölu en hina sem keyptu.
Í seinni tíð hefur merking-
in breyst og táknar sögnin nú
í hugum margra það sama og
sögnin að kaupa. Í stað þess að
fara og versla – eiga viðskipti
– í þar til gerðum verslunarmið-
stöðvum, segist fólk nú versla
sér vörur og þjónustu. Áður
fyrr hefði það hins vegar verið
óhugsandi.
TUNGUTAK:
Munurinn á versl-
un og kaupum
HREINN
ÓSKARSSON
„Ég er að sýsla við að skrifa skýrslu um
vistgerðir á hálendinu sem teng-
ist rammaáætlun um virkjanir á
hálendinu, einkum Þjórs-
árverasvæðið,“ segir Erling
Ólafsson skordýrafræðingur.
„Við erum nokkur hópur hjá
Náttúrufræðistofnun sem er
að vinna að gerð nokkurra
skýrslna sem við erum að
klára og eiga að vera tilbúnar
fyrir jól. Meginþunginn
hjá manni akk-
úrat núna er
á því, bæði
á vinnu-
tíma og
hugan-
um utan
vinnutíma,“ segir hann. Allt vistkerfið sé undir
við vinnuna. „Það eru þarna fuglafræðingar,
ég í pöddunum, tæknilið, kortagerðarfólk og
fleiri.“
Og verða skýrslurnar tilbúnar á réttum
tíma? „Okkur miðar vel. Þetta hefur verið löng
og strembin fæðing en það hyllir undir börnin
– eða það má segja að sum börnin séu þegar
farin að fæðast og sum séu í sigtinu. En svo er
það auðvitað þannig með þessi „deddlæn“ að
þau hnikast til. Það er eðli „deddlæna“,“ segir
Erling. „En þegar það er búið þá gefst tími
geitunga og fiðrilda og annars svoleiðis.“
„Svo er ég líka aðeins að stelast í að skrifa
pöddupistla á vef Náttúrufræðistofnunar. Það
er mjög vinsælt efni hjá okkur og ég stelst
stundum í það á kvöldin. Ég er að nálgast
hundraðasta pistilinn,“ segir skordýrafræðing-
urinn Erling.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ERLING ÓLAFSSON SKORDÝRAFRÆÐINGUR
Skrifar um skordýr í Þjórsárverum
www.facebook.com/graenaljosid
KOMIN Í BÍÓ
„Á eftir að verða klassísk jólamynd.“
- Ómar Ragnarsson
„Frábær íslensk bíómynd!“
- Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Eyjan.is
Þægileg hreinskilni
„Þetta verkefni Reykjavíkur-
borgar er mjög gott fyrir
okkur sem vinnum að þessu.“
GUÐMUNDUR K. ÓLAFSSON SMIÐ-
UR, SEM ENDURGERIR MENNING-
ARVERÐMÆTI Í FYRSTA KAFFIHÚSI
REYKJAVÍKUR.
Fréttablaðið, 16. nóvember
Með allt á hreinu
„Ég hef ekki hugmynd um
það.“
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR, NÝ-
KJÖRINN FORMAÐUR ÞINGVALLA-
NEFNDAR, UM STÆRÐARTAK-
MARKANIR Á SUMARHÚSUM Í
ÞJÓÐGARÐINUM.
DV, 16. nóvember
■ Þjóðfundurinn var haldinn í
Lærða skólanum í Reykjavík, nú
MR, árið 1851, í stað reglu-
legs fundar Alþingis. Trampe
greifi lagði fram frumvarp þess
efnis að Ísland yrði algerlega
innlimað í Danmörku, yrði amt
og fengi sex fulltrúa á danska
þinginu. Konungkjörnir fulltrúar
mótmæltu þessu ekki, en hinir
þjóðkjörnu gerðu það hins vegar.
Þar fór fremstur í flokki Jón Sig-
urðsson. Samkvæmt fundargerð,
sem Benedikt Gröndal ritaði,
mótmælti hann þessu ranglæti
og risu þjóðkjörnir fulltrúar
þá úr sætum og sögðu: „Vér
mótmælum allir.“ Áhöld eru um
hvort frásögn Benedikts er rétt í
smáatriðum.
ÞJÓÐFUNDUR
VÉR MÓTMÆLUM ALLIR
„Þetta kom skemmtilega á óvart,
mér var ekki sagt frá neinu fyrr
en á síðustu stundu,“ segir Krist-
ín Steinsdóttir rithöfundur, en bók
hennar, Engill í Vesturbænum,
var á dögunum valin best þýdda
barnabókin í Eistlandi.
Bókin kom út í eistneskri þýð-
ingu Toomas Lapp fyrir nokkr-
um vikum og var Kristínu boðið
út til að kynna bókina. „Ég hélt
ég væri bara að fara að troða upp
og annað tilheyrandi. Þegar út
var komið var ég spurð hvort ég
gæti ekki mætti á athöfn þar sem
bókin myndi fá þessi verðlaun,“
segir Kristín.
Hún segir að heimamenn hafi
tekið henni afar vel, sérstaklega
yngri kynslóðin. „Ég mætti
í nokkra skóla og talaði við
krakkana, sem voru búnir að
vinna verkefni upp úr bók-
inni. Þau tóku mér afskap-
lega vel og spurðu mig
spjörunum úr. Þeir voru
sérstaklega forvitnir
um Ísland, enda ekki á
hverjum degi sem þeir hitta
rithöfund frá Íslandi.
Engill í Vesturbænum hefur nú
komið út á sjö
erlendum tungu-
málum og var
meðal annars valin
best þýdda barna-
bókin í Svíþjóð fyrir
tveimur árum. „Ég get
ekki annað en glaðst yfir þess-
um góða árangri,“ segir Kristín,
sem var ekki fyrr komin aftur til
Íslands en hún hélt vestur á Snæ-
fellsnes til kynna nýjustu bók
sína, Hetjur, fyrir ungviðinu þar.
-bs
Engill í Vesturbænum eftir Kristínu Steinsdóttur hlýtur verðlaun í Eistlandi:
Best þýdda barnabókin
KRISTÍN STEINSDÓTTIR Engill í Vesturbænum hefur komið
út á sjö erlendum tungumálum og verið valin best þýdda
barnabókin í Svíþjóð og Eistlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/