Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 17.11.2009, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 2009 3 G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrnartækni . is • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Hefur góð áhrif gegn streitu • Er slakandi og bætir svefn Nálastungudýnan Verð frá 9.750 kr. Opið virka daga frá kl. 9 -18 og laugardaga til jóla kl. 11-16 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 „Það er skemmtilegt hvað fólk er að pæla miklu meira í svona hlutum um þessar mundir og í raun huga meira að sjálfu sér en áður,“ segir Ágústa Kolbrún Jónsdóttir jógakennari. Hún rekur Jóga Stúdíó að Stórhöfða 17, þar sem ýmislegt er í boði fyrir þá sem vilja hægja á sér, hlúa að til- finningalífinu, skerpa hugann og almennt huga að heilsunni. Ágústa Kolbrún lærði á sínum tíma Hatha jóga hjá Guðjóni Berg- mann og læriföður hans, Shanti Desai, og kennir það á stöðinni. „Hatha er jafnvægi; orðið þýðir tungl og sól og jafnframt jafnvægi á líkama og sál,“ segir hún og upplýs- ir að sé teygt hægra megin í Hatha verði líka að teygja vinstra megin. Hot yoga eða heitt jóga er önnur tegund af jóga sem er kennt í Jóga Stúdíó. „Þá hitum við jógastúdíó- ið upp í svona 37 gráður,“ útskýr- ir Ágústa Kolbrún og bætir við að þrátt fyrir að tímarnir hefjist klukk- an sjö á morgnana sé mætingin ótrú- lega góð. Enda gott að hefja daginn með þessu móti að hennar sögn. „Svo erum við með slökunarjóga á föstudögum, til að losna við streit- una og hlaða sig fyrir næstu viku. Ekki má svo gleyma jógatímum í hádeginu, en þá losnar oft mikil orka úr læðingi,“ segir Ágústa Kol- brún. „Til marks um það kom einu sinni Íslandsmeistari í hjólreiðum í tímann og ég frétti seinna af því að hann hafði fengið miklar harðsperr- ur eftir tímann. Ég var mjög stolt yfir því,“ segir Ágústa Kolbrún, sem gleðst yfir því að allir, jafnvel afreksfólk í íþróttum geti grætt á því að mæta í tíma. „Í hitanum verður mikil uppgufun af líkamanum. Þess vegna er þetta til dæmis mjög hentugt fyrir afreks- fólk í íþróttum,“ segir hún og tekur annað dæmi. „Við fengum í tíma einn fótboltastrák sem var að drep- ast í öxlinni. Hann hafði farið til sjúkraþjálfara án árangurs en lag- aðist hjá okkur,“ segir Ágústa Kol- brún og rekur ástæðuna meðal ann- ars til þess að vegna hitans örvist blóðflæði líkamans. „Þannig læknar líkaminn sig sjálfur.“ niels@frettabladid.is Lítið og persónulegt Ágústa Kolbrún Jónsdóttir hefur ásamt fleirum opnað nýja jógastöð, Jóga Stúdíó, á Stórhöfða 17. Þar eru kennd ýmis afbrigði af jóga, svo sem slökunarjóga, hatha-jóga og heitt jóga sem nýtur mikilla vinsælda og segist eigandinn vera ánægður með þær góðu viðtökur sem stöðin hefur hlotið. Tekið á því. Drífa Atladóttir og Ágústa Kolbrún Jónsdóttir teygja úr sér fyrir ljósmyndara. FRÉTABLAÐIÐ/ANTON Vísindamenn telja efni í plasti geta haft áhrif á horm- ónastarfssemi líkamans. Vísindamenn við Háskól- ann í Rochester í Banda- ríkjunum telja að efnið pht h a l at a r s em algengt er í plast- leikföngum geti haft áhrif á hegðun barna og jafn vel ýtt undir „kvenlega“ hegðun meðal drengja. Löngum hefur sá grun- ur verið á kreiki að þetta tiltekna efni geti haft til- tekin áhrif, og þá óæski- leg áhrif, á hormóna- starfsemi líkamans. Vísindamenn við Háskólann Rochester tóku þvagsýni kvenna á meðgöngu í þeim tilgangi að finna efnið. Því næst fylgdust þeir í fjög- ur ár með börnum mæðranna, samtals 74 drengjum og 71 stúlku, og gerðu á þeim rann- sóknir. Þær leiddu í ljós að aðeins synir þeirra mæðra sem innihéldu phthal- atar höfðu lítinn áhuga á dæmigerð- um áhugamálum drengja eins og bíla- og byssuleikjum og slagsmálum . Vísindamennirnir telja fyrrnefnt phthalatar vera helstu orsökina fyrir þessu, og eru á því að það geti haft varanleg áhrif. - ng Hefur áhrif á hegðun Talið er að tiltekið efni í plasti geti haft áhrif á hegðun barna. Efnið phthalatar er algengt í plastleikföngum. Silíkonaðgerðir gætu liðið undir lok nái nýja aðferðin útbreiddum vinsældum. Ástralskir læknar endurskapa brjóst á konum sem hafa farið í brjóstnámsaðgerð. Læknar í Melbourne í Ástralíu hafa þróað aðferð til að endur- skapa brjóst. Aðferðin gengur út á að taka fitufrumur og rækta á því svæði sem brjóstvefurinn var, sem numinn var burtu. Vefurinn fær svo að vaxa með eðlilegum hætti þar til brjóstið nær fyllingu. Aðferðin var nýverið kynnt á ráðstefnu lýtalækna í Sydney og vakti lukku, meðal annars vegna þess hversu einföld hún þykir. Auk þess gæti hún er fram líða stund- ir leyst af hólmi silíkonaðgerð- ir. Áður en af því verður þarf þó að framkvæma fleiri aðgerðir og sýna fram á að engin hætta sé á því að krabbameinsfrumur muni fjölga sér í hinum nýja fituvef. - ng Búa til brjóst

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.