Fréttablaðið - 17.11.2009, Page 30
22 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen héldu tón-
leika í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöld. Þar spiluðu
þeir lög af hinni gríðarvinsælu plötu Vinalög. Platan hefur
verið í þrjár vikur á toppnum yfir þær vinsælustu hér á
landi, enda einkar vel heppnuð. Þar syngja Friðrik og Jóg-
van íslensk og færeysk dægurlög með sínu nefi.
SUNGU VINSÆL VINALÖG
Friðrik Ómar og Jógvan sungu lög af
plötunni Vinalög sem hefur notið mikilla
vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ásta Margrét Guðmundsdóttir og Lea
Kristín Guðmundsdóttir voru á meðal
gesta.
Jóhann Ríkharðsson og Jón Rúnar
Halldórsson skemmtu sér vel á tónleik-
unum.
Emma Magnúsdóttir og Brynleifur Halls-
son voru brosmild í Salnum.
Björk Þráinsdóttir og Hlynur Sigurjóns-
son hlýddu á ómþýða tóna Friðriks og
Jógvans.
Marteinn Karlsson og Sigurborg Hall-
dórsdóttir mættu á tónleikana.
„Ég var í ræktinni þegar ég sá
viðtal við móður Ellu Dísar. Það
snerti mig og mér fannst ég
verða að gera eitthvað,“ segir
Alan Jones sem skipuleggur
styrktartónleika á Spot í Kópa-
vogi á fimmtudaginn 19. nóvem-
ber. Allur ágóðinn mun renna til
Ellu Dísar, en hún hefur glímt
við stigvaxandi lömun frá því
að hún fæddist alheilbrigð árið
2006. Eftir fjölda rannsókna
er enn óljóst hvað hrjáir Ellu
Dís en móðir hennar, Ragna
Erlendsdóttir, hefur nú fund-
ið læknismeðferð í Ísrael sem
gefur góða von um lækningu og
mun ágóðinn nýtast til að fjár-
magna hana.
„Ég talaði við Kristínu Ósk
Wium vinkonu mína sem hjálp-
aði mér að skipuleggja tónleik-
ana. Allir sem við töluðum við
voru tilbúnir að leggja þessu lið
og þeir hjá Spot í Kópavogi voru
tilbúnir að lána okkur stað-
inn endurgjaldslaust,“ útskýr-
ir Alan, en auk hans og Krist-
ínar koma meðal annars fram
Edgar Smári, Thin Jim and the
Castaways, Ingó Veðurguð, Ína
Valgerður og María Magnús-
dóttir.
Miðasala fer fram við inn-
ganginn og er miðaverð 1000
krónur en þeim, sem komast
ekki á tónleikana en vilja leggja
málefninu lið, er bent á styrkt-
arreikning Ellu Dísar 0525-15-
020106, kt. 020106-3870. - ag
Heldur tónleika fyrir Ellu Dís
LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA Alan Jones býst við góðri mætingu á
styrktartónleikana á fimmtudaginn, en um 160 manns hafa nú þegar
staðfest komu sína á Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Þetta eru engin geimvísindi, bara
æfing,“ segir Edda Björk Kristj-
ánsdóttir á hárgreiðslustofunni
Kompaníinu í Turninum, en þar
fór fram námskeið um helgina
þar sem feður lærðu að flétta hár
dætra sinna.
Að sögn Eddu Bjarkar mættu
um 40 manns og voru ánægðir með
afraksturinn. „Þetta gekk rosalega
vel. Það er á allra valdi að læra að
flétta og greiða og karlmenn eru
engin undantekning. Við kennd-
um nokkur grunnatriði svo sem
að greiða hár, gera fléttur, fiski-
fléttur og fastar fléttur og setja í
tagl. Það vilja allar stelpur vera
með fínt hár og vel til haft. Hægt
er að gera þetta á auðveldan og
einfaldan hátt með réttum tækj-
um svo sem spennum, burstum,
flækjuspreyi, klemmum og teygj-
um,“ útskýrir Edda. „Það er greini-
lega þörf á svona námskeiði og ég
hef nú þegar fengið meldingar um
hvort þetta verði ekki aftur. Við
höfum líka heyrt að konur þyrftu
á svona námskeiði að halda því það
eru ekki allar fæddar með fléttu-
putta, svo við munum eflaust halda
aftur eitthvað í líkingu við þetta,“
bætir hún við. - ag
Feður lærðu að
flétta hár dætranna
ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Um 40
manns mættu á námskeiðið í Kompan-
íinu um helgina þar sem feður lærðu
meðal annars að flétta hár dætra sinna.
ÁNÆGÐIR MEÐ AFRAKSTURINN „Við
kenndum nokkur grunnatriði svo sem
að greiða hár, gera fléttur, fiskifléttur,
fastar fléttur og setja í tagl,“ segir Edda
„Þetta var mjög lítill fyrirvari, en
við ákváðum að setja auglýsingu
á Facebook og sjá hvort við fengj-
um viðbrögð frá okkar kúnna-
hópi,“ segir Fríða Garðarsdótt-
ir hjá Bókaútgáfunni Sölku sem
stendur fyrir svokallaðri „Chick-
lit“ örsögukeppni. Óskað var eftir
léttum og skemmtilegum sögum
úr kvennahversdegi og rann skila-
frestur út í gær. „Það var í raun
bara helgin sem fólk hafði til að
skrifa en það komu allavega tólf
sögur. Það er spennandi að sjá
hvort ekki dúkki upp einhver
skær ný „skvísu-mennta“ stjarna,
ein svona íslensk Sophie Kinsella.
Nú eigum við orðið alla þessa fínu
íslensku krimmahöfunda, en eng-
inn hefur tekið að sér að skrifa
skvísubækur fyrir íslenskan veru-
leika,“ segir Fríða.
Sigurvegarinn verður kynntur
á bókakynningarkvöldi Sölku í Iðu
klukkan 20.30 í kvöld. Verðlaun-
in sem sigurvegarinn hlýtur eru
ekki af verri endanum, en þau eru
15.000 króna gjafabréf frá Gyðju
Collection og bækurnar Kaupalk-
inn í New York, Manstu mig og
Konur eiga orðið, dagatalsbókin
2010. - ag
Tólf skvísusögur
í örsögukeppni
SIGURVEGARI KYNNTUR Í KVÖLD Kristín Birgisdóttir og Fríða hjá Sölku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> LANGAR TIL AÐ LEIKA
Lady Gaga langar til að leika í bíómynd.
Söngkonan, sem er 23 ára, kom nýverið í
bandaríska sjónvarpsþættinum Gossip Girl
og langar nú til að bæta leiklistinni við tón-
listarferil sinn. Gaga er sögð vera með rokk-
óperu í smíðum, en langar einnig til að
landa hlutverki í Hollywoodmynd um leið
og henni gefst tími til.
LADY GAGA
mbósamlok
33 cl
psí dós
alltaf í leiðinni!
ú
og
Pe
J299kr.
ÓDÝRT
ALLA DAGA!