Fréttablaðið - 17.11.2009, Qupperneq 32
24 17. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Steve Martin hefur spilað á banjó í 45 ár.
Nýlega uppgötvaði hann að hann átti fimmt-
án frumsamin lög í fórum sínum svo hann
ákvað að gera plötu. Steve, sem er orðinn 64
ára, var einnig farinn að finna til eymsla í
höndum eftir mikið spilirí og vildi því nýta
tímann á meðan hann gæti spilað. Platan er
komin út og heitir The Crow. Á henni koma
fram ýmsar hetjur úr bluegrass- og kántrí-
heiminum, meðal annars Dolly Parton. Steve
hefur stofnað hljómsveit og heldur tónleika
með þessu efni. Nýlega kom hann fram með
hljómsveitinni, The Steep Canyon Rangers, í
þætti Jools Holland á BBC.
„Ég kynntist meðlimunum í hljómsveitinni á
meðan ég var á ferðalagi með konunni minni í
Norður-Dakota. En þetta hljómar nú ekki
nógu töffaralega fyrir Hollywood svo ég
segi frekar að ég hafi kynnst þeim í með-
ferð,“ segir Steve í gríni.
Steve Martin verður kynnir á næstu
Óskarsverðlaunahátíð ásamt Alec Bald-
win. Þeir tveir auk Maryl Streep
leika svo aðalhlutverkin í vænt-
anlegri mynd, It‘s complicat-
ed, sem vonir eru bundnar við
að komi Steve aftur almenni-
lega á kortið. Hann hefur leik-
ið í frekar lélegum myndum
upp á síðkastið og ansi langt
er liðið síðan hann fékk bita-
stætt hlutverk.
Steve Martin gerir banjóplötu
Tónlist ★★★
24/7
GusGus
Taktur og tregi
Hið stórgóða Add This Song, lokalagið á 24/7 og jafnframt fyrsta smáskífan,
gáfu vissulega fögur fyrirheit um innihald þess-
arar sjöttu breiðskífu GusGus, fyrrum fjöllista-
hópsins sem saxast hefur jafnt og þétt niður
í tríó. Þar er á ferðinni eitt af þessum lögum
sem virðist bara verða betra og betra við hverja
hlustun og flokkast óumdeilanlega meðal
allra bestu verka sveitarinnar. Þar skiptir ekki
minnstu máli að lagið býr yfir þeirri smekklegu
blöndu af fagmennsku, húmor og hinu illskil-
greinda „óvænta“ sem aflað hefur GusGus svo
margra aðdáenda í gegnum tíðina. Þessi mikilvægi eiginleiki er á ákveðnu
undanhaldi í hinum fimm lögunum á 24/7 (flest eru þau í kringum tíu
mínútur að lengd) sem gerir hana alvörugefnari en fyrri plötur sveitarinnar,
sem aftur gæti hugsanlega gert það að verkum að hún höfði til þrengri hóps
hlustenda en áður. Þó er næstum á hreinu að glerharðir GusGus-aðdáendur
uni sælir og glaðir við sitt.
Daníel Ágúst Haraldsson hefur gengið til liðs við sveitina að nýju eftir nokk-
uð langt hlé og er það vel, því röddin hentar miðlungshraðri raftónlistinni
afar vel. Þetta er sérlega áberandi í téðu Add This Song og fyrstu tveimur
lögunum, hinum melódísku Thin Ice og Hateful, sem bæði eru sveipuð
trega og biturð og Daníel fer hreinlega á kostum í söngnum. Fyrstu mínút-
urnar í On the Job minna á galgopahátt à la Happy Mondays, en lagið siglir
svo farsællega inn í skemmtilegan og taktfastan trans. Hið ósungna Bremen
Cowboy er hreinræktaðasta danslag plötunnar og virkar eflaust ágætlega á
dansgólfi, en síður heima í stofu. Gesturinn Jimi Tenor semur svo og syngur
áberandi sísta lagið á 24/7, hið hrútleiðinlega og að því virðist fullkomlega
tilgangslausa Take Me Baby.
Góðu heilli eru hæðirnar fleiri en lægðirnar á 24/7. Platan er höggþétt,
fagmannlega unnin og svöl, stundum á kostnað gleðinnar.
Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Aðdáendur GusGus fá skammtinn sinn og vel það á fremur
alvörugefinni plötu. Endurkoma Daníels Ágústs er fagnaðarefni.
BANJÓGAUR
Steve Martin leikari.
Bókin 100 bestu plötur Íslands-
sögunnar er komin út. Þar fjalla
höfundarnir Jónatan Garðars-
son og Arnar Eggert Thoroddsen
um þær plötur sem voru valdar
þær hundrað bestu í könnun sem
Félag hljómplötuframleiðenda
stóð fyrir í samvinnu við Rás 2 og
Tónlist.is. Þar bar Ágætis byrjun
eftir Sigur Rós sigur úr býtum.
Í öðru sæti varð Lifun með Trú-
brot og því þriðja varð Á bleik-
um náttkjólum með Megasi og
Spilverki þjóðanna. Í bókinni er
fjallað á fróðlegan hátt um plöt-
urnar og flytjendurna, vitnað í
plötudóma og sýndar áhugaverð-
ar ljósmyndir.
Bók um 100
bestu í búðir
SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós á
bestu plötu Íslandssögunnar samkvæmt
könnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hótelerfinginn Paris Hilton
er afar ósátt við fyrrum
vinkonur sínar Kardashian
systurnar Kourtney, Khloe
og Kim.
Paris Hilton er ósátt við það að
Kardashian-systurnar skuli fá
meiri athygli en hún þessa dag-
ana. „Paris er öskuill. Systurnar
vöktu fyrst athygli vegna vináttu
sinnar við Paris og nú eru þær að
fá meiri athygli en hún. Þær eru
með sinn eigin sjónvarpsþátt, eru
á forsíðum tímarita og fá háar
upphæðir greiddar fyrir að mæta
á hina ýmsu opinberu viðburði.
Paris veit að Kim er vinsælli
en hún og það hefur eitrað vin-
skapinn,“ var haft eftir heimild-
armanni. Paris hefur þó ákveð-
ið að snúa vörn í sókn og ætlar
að reyna að auka vinsældir sínar
með því að láta af íburðamiklu
líferni. „Paris hefur áttað sig á
því að ríkmannlegt líferni henn-
ar höfðar ekki eins til fólks nú
þegar kreppir að. Hún veit hún
verður að vinna að ímynd sinni
og verða meira eins og stúlkan í
næsta húsi eigi hún að halda vin-
sældum sínum.“
Þar sem Hilton hefur lítið sést
á skemmtistöðum ætlar hún að
leggja áherslu á nýja ímynd og
fetar þar í fótspor Kardashian-
systranna, en ein þeirra er nýgift
og önnur á von á barni. „Paris
vill verða fullorðin, hún er að
mestu hætt að stunda skemmt-
analífið og er í föstu sambandi.
Hún veit að þetta er það sem
selur í dag.“
PARIS ÖFUNDSJÚK ÚT Í KIM
Í GAMLA DAGA
Kim Kardashian og Paris
Hilton voru eitt sinn góðar
vinkonur, en í dag er sú
síðarnefnda ekki sátt við
athyglina sem Kim fær. Paris
ætlar að snúa vörn í sókn og
skapa sér nýja ímynd sem
„góða stelpan“.
Stórkostlegt mynd frá DISNEY fyrir alla fjölskylduna16
7
V I P
V I P
16
16
16
16
16
16
16
12
12
L
L
L
L
L
L
L
NIA VARDALOS, STELPAN ÚR „MY BIG FAT GREEK WEEDING“
ER LOKSINS TIL GRIKKLANDS Í FRÁBÆRRI RÓMANTÍSKRI GAMANMYND
FRÁ FRAMLEIÐANDUM MICHAEL BAY KEMUR
HÖRKUSPENNANDI MYND Í ANDA SE7EN
HORSEMEN kl. 8 - 10:20
THE INFORMANT kl. 8
LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:20
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
HORSEMEN kl. 5:50 - 8 - 10:20
LAW ABIDING CITIZEN kl. 5:50 - 8 - 10:20
LAW ABIDING CITIZEN kl. 8 - 10:20
MORE THAN A GAME kl. 8
THE INFORMANT kl. 8 -10:20
THE INFORMANT kl. 5:50
TOY STORY 1 M/ ísl. Tali kl. 6(3D)
COUPLES RETREAT kl. 5:50 - 8 - 10:20
ORPHAN kl. 10:20
ALGJÖR SVEPPI kl. 6
MY LIFE IN RUINS kl. 5:50 - 8 - 10:10
LAW ABIDING CITIZEN kl. 6 - 8:10 - 10:30
TOY STORY 1 M/ ísl. Tali kl. 6:15(3D)
COUPLES RETREAT kl. 8:10D
GAMER kl. 10:30
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500
GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D OG BEINAR ÚTSENDINGAR
- bara lúxus
Sími: 553 2075
2012 kl. 7 og 10(Power) 10
PARANORMAL ACTIVITY kl. 8 og 10 16
FRIÐÞJÓFUR FORVITNI: ELTIÐ APANN kl. 6 - Ísl. tal L
JÓHANNES kl. 6, 8 og 10 L
ÞRIÐJUDAGUR
ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ
Á A L L A R
M Y N D I R
N E M A Í S L E N S K A RV.J.V - FréttablaÐiÐ
Þ.Þ. - DV
H.S - MBL
POWERSÝNING
KL. 10.00
500 kr. 500 kr.
500 kr.
34.000 MANNS
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 564 0000
10
10
10
L
16
L
L
2012 kl. 4.45 - 5.45 -8 - 9 -11.15
2012LÚXUS kl. 4.45 - 8 - 11.15
DESEMBER kl. 4 - 6 - 8
THIS IS IT kl. 5.30 - 8 - 10.30
ZOMBIELAND kl. 10
FRIÐÞJÓFUR FORVITNI 2 kl. 3.40
JÓHANNES kl. 3.45
SÍMI 462 3500
2012 kl. 6 - 9
THIS IS IT kl. 10
JÓHANNES kl. 6 - 8
10
L
L
10
10
L
16
2012 kl. 5.45 - 9
DESEMBER kl. 6 - 8 - 10
JÓHANNES kl. 6 - 8 - 10
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 5.20 - 8 - 10.40
SÍMI 530 1919
10
16
16
12
16
2012 kl. 6 - 9.15
PARANORMAL ACTIVITY kl. 6 - 8 - 10
ZOMBIELAND kl. 8 - 10
BROKEN EMBRACES kl. 5.20
STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM kl. 6 - 9
SÍMI 551 9000
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
600
600
600 600
600
600
SÝN
ING
UM
FER
FÆ
KKA
ND
I
SÝND ÚT NÓVEMBER
SÖKUM VINSÆLDA
UPPLIFÐU LISTAMANNINN EINS OG
ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR.
ÁÐUR ÓSÉÐ MYNDEFNI
SEM HEIMURINN HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
AÐDÁENDUR GETA UNNIÐ BÍÓKORT ÚT ÁRIÐ,
BOÐSMIÐA Á FORSÝNINGAR O.M.FL..com/smarabio
600
Gildir ekki í Lúxus
30.000
MANNS!
- Dr. Gunni, FBL
- E.E., DV
- T.V., Kvikmyndir.is
- H.S., MBL
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI!
700