Fréttablaðið - 17.11.2009, Síða 33

Fréttablaðið - 17.11.2009, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 2009 25 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 17. nóvember 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Sigríður Thorlacius og Heið- urspiltar flytja lög Jóns Múla auk ann- arra íslenskra dæg- urperla á tónleikum á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Sýningar Óskar Guðmundsson hefur opnað myndlistarsýningu í Listasal IÐU við Lækjargötu 2a. Opið alla daga kl. 9-22. Gunnella - Guðrún Elín Ólafsdóttir, hefur opnað sýninguna „Einu sinni var“ í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. ➜ Höfundakynning 20.00 Höfundakynning fer fram hjá Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi. Jón Kalman, Kristín Marja Baldurs- dóttir, Sigurður Þ. Ragnarsson, Stein- unn Sigurðardóttir og Styrmir Gunn- arsson kynna bækur sínar og svara fyrirspurnum. Allir velkomnir. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafnið sýnir kvikmynd leikstjórans Jean-Luc Godard „Pierrot le fou“ (1965). Sýningin fer fram í Bæjar- bíói við Strandgötu 6 í Hafnarfirði. ➜ Upplestur 17.00 Anna Ingólfsdóttir les upp úr nýútkominni bók sinni „Mjallhvítur“ fyrir yngstu börnin á Bókasafni Hafnar- fjarðar við Strandgötu. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Lagadeild Háskólans í Reykja- vík stendur fyrir fundi í húsnæði skólans við Ofanleiti 2 (st. 201) undir yfirskriftinni „Er hópmálsókn tímabær á Íslandi. Erindi flytja Gísli Tryggvason og Guðrún Björk Bjarnadóttir. 12.05 Guðmundur Jónsson flytur erindið „Hvað er kreppa“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Céline Dion er ekki barnshafandi eins og hún greindi frá í fjölmiðl- um vestanhafs, en samkvæmt heimildum dagblaðsins Journal de Montreal báru glasafrjóvgun- armeðferðir sem hún gekkst undir í ágúst og október, ekki árangur. Hún og eiginmaður hennar, René Angelil, ætla að halda áfram að reyna að eignast annað barn, en saman eiga þau soninn René-Charles, 8 ára. „Við erum að upplifa það sama og fjöldi fólks sem gengur í gegnum við glasa- frjóvgun. Ferlið getur tekið lang- an tíma og verið erfitt, en Céline gefst ekki upp,“ segir René, 67 ára. Hann og Dion, sem er 41 árs, eignuðust René-Charles einnig með hjálp glasafrjóvgunar. Þá hefur Céline gengist undir tvær glasafrjóvgunarmeðferðir nýlega, án árangurs. „Ég dáist að öllum konum sem ganga í gegnum svona erfitt ferli. Síðan í apríl hefur Céline gengist undir fjölda skoðana, feng- ið hormónasprautur og farið í blóðrannsókn- ir,“ útskýrir René og segir þau hjón ætla að halda til New York um helgina til að fara í þriðju glasa- frjóvgunarmeð- ferðina. „Við Cél- ine missum ekki vonina,“ segir hann. Reynir áfram að eignast að barn VONGÓÐ Céline Dion, 41 árs, og eiginmaður hennar René Angelil, 67 ára. Eiginkona fótboltakappans Wayne Roon- ey ákvað að sletta örlítið úr klaufunum með vinkonum sínum aðeins níu dögum eftir fæðingu frumburðarins. Herra Rooney er staddur í Dohar í Katar þar sem hann og félagar hans í enska lands- liðinu undirbúa sig fyrir leikinn gegn Brössum. Coleen Rooney og vinkonur hennar skelltu sér á Beyoncé-tónleika og fóru þaðan á skemmtistað í nágrenninu á meðan foreldrar hennar gættu barnsins. Slettir úr klaufunum SKEMMTIR SÉR Coleen Rooney skellti sér á bar- inn á meðan maðurinn æfði fyrir landsleik. Krabbameinsfélagið boðar til fyrirlestrar með Tómasi Guðbjartssyni, yfirlækni og prófessor við Landspítala: -nýjar áherslur í meðferð Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, í dag, þriðjudaginn 17. nóvember kl. 12:00. Nánari upplýsingar á www.krabb.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis. Lungnakrabbamein á Íslandi Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagins A T H Y G LI NF GRÆNMETISBUFF FULLELDAÐ - ÞARF AÐEINS AÐ H ITA 998 kr. BÓNUS KRYDDAÐUR KJÚKLINGUR LÆRI OG LEGGIR 498 kr.kg. J 998 kr.kg. 20% LÆGRA VERÐ ÐHringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.