Fréttablaðið - 17.11.2009, Síða 35

Fréttablaðið - 17.11.2009, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 17. nóvember 2009 FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er sagð- ur hafa lent í útistöðum við annan gest á skemmti- stað í Lúxemborg um helgina. Frá því var greint í þar- lendu dagblaði. Blaðamað- ur Le Quot- idien sagði í s a m- tali við Fréttablaðið að fréttamaður frá blaðinu hefði komið auga á hann á skemmtistað í miðbæ Lúxemborgar. „Hann hafði greini- lega bragðað áfengi og lenti í útistöðum við annan gest á staðnum. Snörp orðaskipti áttu sér stað en þetta leystist allt mjög fljótt og voru engir frekari eftirmál- ar af þessu,“ sagði hann. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins var Eiður Smári úti að skemmta sér með öðrum landsliðs- mönnum eftir vin- áttulandsleik Lúxem- borgar og Íslands á laugardaginn. Engar agareglur voru brotn- ar og munu íslensku leikmennirnir hafa haldið hópinn allt kvöldið. - esá Fjölmiðlar í Lúxemborg um Eið Smára Guðjohnsen: Sagður hafa lent í úti- stöðum á skemmtistað EIÐUR SMÁRI Spilaði með íslenska landsliðinu í Lúxemborg um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skráðu þig í Sparitilboð N1 fyrir miðnætti á föstudag. Allir þeir sem hafa skráð sig í Sparitilboðið geta sparað tugi þúsunda í rekstrarkostnaði bílsins og unnið ferðavinninga og fleira skemmtilegt. MISSTU EKKI AF ÞESSU! TUGÞÚSUNDA SPARNAÐUR OG GLÆSILEGIR VINNINGAR Dekur í Laugum Snyrti- vörur Sushi frá OSUSHI Ferð til USA Ferðir til Evrópu WWW.N1.IS Skráðu þig fyrir miðnætti á föstudag! HANDBOLTI Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Eimskipsbikar- keppni karla í kvöld. Þróttur tekur á móti Selfossi í Laugardalshöll- inni en þá eigast við lið Hauka og Hauka 2 á Ásvöllum. Aron Kristjánsson er þjálfari Hauka en útilokar ekki að spila með Haukum 2 í leiknum. „Þetta er auðvitað alvöru leikur – sannkallaður leikur leikjanna,“ sagði Aron í léttum dúr við Fréttablaðið. Hann vill gjarnan taka þátt í leiknum en gömul meiðsli gætu haldið honum á hlið- arlínunni. „Ég hrein- lega veit ekki hvort ég treysti hnénu. Ég spilaði með Hauk- um 2 gegn Val í bik- arkeppn- inni fyrir tveimur árum og þurfti ég að fara í skurðað- gerð eftir þann leik. Ég er því efins núna,“ sagði hann. „ E n þ a ð gæti vel verið að maður komi inn á í smástund til að sýna strákunum hvernig best er að skjóta á Birki Ívar í markinu, hvernig á að gefa línusendingar og fleira,“ sagði hann og hló. Örvar Guðmundsson er titlaður „eigandi“ liðs Hauka 2 og er nú að safna liði fyrir átök morgundagsins. „Mér skilst að Sigurjón Bjarnason, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Þorkell Magnússon og fleiri góðir menn spili á morgun. Það stóð jafnvel til að Bjarni Frosta- s o n m y n d i standa í mark- inu en Óskar Ármannsson er því miður meiddur. En ég á engu a ð s í ð u r von á afar skemmti- legum leik.“ - esá Haukar mæta Haukar 2 í bikarkeppni karla: Vil kenna strákun- um réttu handtökin ARON KRISTJÁNSSON Þjálfarinn sem gæti spilað gegn eigin leikmönnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Logi Geirsson segir að hann hafi látið yfirfara sínar fasteignir í kjölfar fréttaflutn- ings í Þýskalandi um að fjöl- margir atvinnumenn í handbolta þarlendis hefðu verið ginntir í fasteignabraski. „Ekki veit ég hvaðan frétta- mennirnir fengu sínar upplýsing- ar því ég hef látið fara yfir mín mál og ekki útlit fyrir annað en að allt sé eins og það á að vera,“ sagði Logi við Fréttablaðið. Hann var einn þeirra sem voru nefndir sérstaklega á nafn í áðurnefndri umfjöllun. Samkvæmt fréttunum voru handboltamennirnir ginntir til að kaupa fasteignir á yfirverði. „Ég hef látið fara yfir allar íbúðirn- ar mína og fyrsta athugun hefur ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Ég lít því á að þetta hafi verið lítið annað en stormur í vatnsglasi.“ Hann segir þó að hann muni áfram fylgjast vel með sínum fjárfestingum. „Þetta er minn atvinnumannasparnaður og ég vil auðvitað fara eins vel með þann pening og ég get. Hingað til hef ég fjárfest með góðri sam- visku og mun gera það áfram.“ - esá Logi Geirsson segir sparnaði sínum vel varið: Stormur í vatnsglasi LOGI GEIRSSON Var sagður ginntur í fasteignabraski. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.