Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 2
2 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR VEIÐIMENNSKA Metaðsókn hefur verið á námskeið Umhverfisstofn- unar í meðferð skotvopna og vegna umsókna um veiðikort á þessu ári. Fjölgun frá síðasta ári nemur um fimmtíu prósentum, að sögn Einars Guðmann, sérfræðings stofnunar- innar sem heldur utan um nám- skeiðin. Síðasta námskeið þessa árs var haldið 12. nóvember. „Það er aukin ásókn í bæði skot- vopna- og veiðikortaleyfi,“ segir Einar og bætir við að þótt á síðasta ári hafi mátt merkja nokkuð aukna aðsókn á námskeiðin sé aukning á þessu ári umtalsverð. Til þess að fá skotvopnaleyfi og/eða veiði- leyfi þarf fólk að sitja námskeið og standast próf úr því hjá Umhverfis- stofnun. Á höfuðborgarsvæðinu hafa í tvígang á þessu ári verið yfir 100 manns á námskeiði stofnunarinn- ar, en Einar segir kjörfjölda á nám- skeið vera nær fimmtíu manns. „Ég held að flestir hafi orðið 110 á einu námskeiði hjá okkur,“ segir hann og áréttar um leið að aukningin sé á landsvísu, ekki höfuðborgar- svæðinu einu. „Á þessu ári erum við búin að halda 57 námskeið í sextán bæjarfélögum.“ Einar segir hins vegar ekki gott að segja hvað valdi þessari aukn- ingu. „Getgátur eru hins vegar um að núna komi eldri menn í aukn- um mæli á námskeiðin. Áður fyrr voru þetta meira og minna strákar og stelpur nær tvítugu.“ Nú virð- ist hins vegar meira um að menn sem jafnvel hafi haft skotvopna- leyfi í mörg ár séu að verða sér úti um réttindi. „Þetta er í sjálfu sér mjög jákvætt og vísbendingar um að menn séu að gera sig lög- lega. En hvort það er vegna tíðra frétta af því að lögreglan g r í p i me n n fyrir skammar- strik gegn veiði- löggjöfinni er erfið ara um að segja. Ég held raunar að þetta séu samverkandi áhrif margra þátta,“ segir hann og nefnir að auk fregna af auknu eftir liti með veiðum hafi verið fjallað meira um veiði, sem veki áhuga. Þá hafi verið gerðar breyt- ingar á rjúpnaveiðitímabilinu, sem nú standi fram í desember. „Það verður til þess að eftirspurn eftir námskeiðum varir óvenju lengi.“ Annar þáttur sé svo að tekið hafi verið upp rafrænt skráningarform á námskeið stofnunarinnar á vefn- um veiðikort.is. Þá segir Einar að merkja megi að veiðimönnum fjölgi. „Á hverju ári hættir stór hópur veiðum sökum aldurs og fram að þessu ári hafa námskeiðin ekki gert annað en að halda í við fækkunina sem orðið hefur.“ Núna segir hann að um tólf þús- und manns séu í hópi þeirra sem endurnýi veiðikort sín árlega, en fjöldinn hafi verið undir ellefu þús- undum síðustu ár. olikr@frettabladid.is Stóraukin ásókn er í byssu- og veiðileyfi Þeim sem sækja námskeið Umhverfisstofnunar í meðferð skotvopna hefur fjölgað um fimmtíu prósent milli ára. Námskeiðin eru forsenda þess að fólk fái byssu- eða veiðileyfi. Í ár voru haldin 57 námskeið í sextán bæjarfélögum. VEIÐIRIFFLAR TIL SÝNIS Gamlir veiðirifflar til sýnis í framleiðslustöð byssuframleið- andans Beretta. Í lögum er kveðið á um að eigendur vopna verði að geyma þau í læstum hirslum, og fleiri en þrjár byssur í sömu eigu verði að geyma í sérstökum byssuskáp vottuðum af lögreglu. NORDICPHOTOS/AFP EINAR GUÐMANN Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir ALÞINGI Verði nýtt frumvarp þing- manna Sjálfstæðisflokksins um skattlagningu séreignarsparnaðar að lögum renna samtals 115 millj- arðar króna til ríkisins og sveitar- félaganna um næstu áramót; 74,6 milljarðar renna til ríkisins og 40,5 milljarðar til sveitarfélaganna. Næstu ár myndu svo tæpir sjö milljarðar renna árlega í ríkis- sjóð og tæpir fjórir til sveitar- félaganna. Skattur er nú greiddur við útgreiðslu séreignarsparnaðar en ekki við greiðslu iðgjalda. Því vilja sjálfstæðismenn breyta til að mæta mikilli fjárþörf hins opinbera. Telja þeir óskynsamlegt að leggja enn þyngri byrðar á atvinnulíf eða einstaklinga í formi skattahækk- ana eftir þau áföll sem dunið hafa yfir, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar kemur líka fram að samsvarandi aðgerð gagn- vart samtryggingarsjóðum hafi komið til skoðunar en sú leið ekki talin skynsamleg. Í frumvarpinu er lagt til að líf- eyrissjóðunum verði gefinn kost- ur á og veitt heimild til að gefa út stöðluð skuldabréf til allt að 25 ára til að greiða staðgreiðsluna. Er það gert til að sjóðirnir neyðist ekki til að setja eignasöfn sín á bruna- útsölu með tilheyrandi verðfalli til að mæta skattgreiðslunum. - bþs Sjálfstæðismenn leggja fram frumvarp um skattlagningu séreignarsparnaðar: Skilar 115 milljörðum um áramótin FYLGST MEÐ UMRÆÐUM Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þingsalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hrönn, er þetta daglegt brauð hjá ykkur? „Já, það er svo sannarlega daglegt brauð að leika sér að góðu hráefni.“ Hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson á Café Loka bjóða þessa dagana upp á framandi rúgbrauðsrétti í tilefni af athafnaviku. FJÁRMÁL Frestur til að afþakka sjálfvirka greiðslujöfnun verð- tryggðra fasteignalána rennur út í dag. Í gærmorgun höfðu 15.872 einstaklingar hafnað greiðslujöfn- un á 25.839 lánum hjá Íbúðalána- sjóði. Þetta er 31 prósent af lánum einstaklinga hjá sjóðnum. Hafi menn hug á því að fá greiðslujöfnun síðar, þótt þeir hafi sagt sig frá henni, geta þeir sótt um hana síðar. Greiðslujöfnun verður sjálfkrafa sett á öll verð- tryggð fasteignalán frá og með gjalddaga í desember, hafi menn ekki afþakkað hana. Það er hægt að gera í netbanka, á heimasíðum, eða í næsta útibúi lánveitanda. - kóp Sjálfvirk greiðslujöfnun: Fresturinn rennur út í dag MANNÓSÍUR Sokkabuxurnar eru vissu- lega sérstakar. TÍSKA Nælonsokkabuxur fyrir karlmenn eru að ryðja sér til rúms vestanhafs ef marka má vefsíðuna e-mancipate.net. Sokkabuxurnar, sem kallast mantyhose upp á ensku en það er dregið af orðinu pantyhose, gætu útlagst á íslensku sem mannósíur. Sokkabuxurnar virðast vinsæl- astar meðal íþrótta- og útivistar- manna, sem finnst þær halda vel við og gefa þreyttum fótum kraft. - bb/ sjá Allt Sokkabuxur fyrir karlmenn: Mannósíur fyrir sterklega leggi Þingforsetinn í Albaníu Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er nú í opinberri heimsókn í Albaníu í boði albanskrar starfssystur sinnar. Með Ástu í för eru varafor- setarnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Munu þær í heimsókninni ræða við þingmenn og ráðherra. ALÞINGI SAMFÉLAGSMÁL Varaformenn Framsóknarflokks, Samfylk- ingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skrifa saman grein í Fréttablaðið í dag þar sem þau fagna athafnaseminni sem fylgir athafnavikunni og hvetja Íslend- inga til að styðja jákvætt frum- kvæði og taka þátt í því. „Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóð- ina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim,“ segir í greininni. Eina leiðin til þess sé með athafnasemi. - sh / sjá síðu 32 Skrifa sameiginlega grein: Varaformenn samstiga um athafnasemi STJÓRNSÝSLA 26 manna hópur, með Jóhann Ágúst Hans- en viðskiptafræðing í fararbroddi, hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna meints brots Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á 2. gr. stjórnar- skrárinnar. Í henni er fjallað um þrískiptingu valds. Telur hópurinn að Steingrímur hafi gerst brotlegur við greinina þegar hann sem fjármálaráðherra og handhafi framkvæmdarvalds gerði Icesave-samn- ingana og síðar sem alþingismaður og handhafi lög- gjafarvalds veitti þeim brautargengi á Alþingi með atkvæði sínu. Er það mat hópsins að þetta stangist ekki einasta á við stjórnarskrá heldur gangi líka gegn mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Í kvörtuninni segist hópurinn telja háttsemi Steingríms brot á mannrétt- indum sínum. Meðal þeirra sem standa að kvörtuninni eru þing- menn Hreyfingarinnar: Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir en áðurnefndur Jóhann Ágúst er eiginmaður Margrétar. Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskól- ann í Reykjavík, segir að þrátt fyrir aðra greinina sé beinlínis gert ráð fyrir því í stjórnarskránni að ráð- herrar séu jafnframt þingmenn. Í 51. grein segi að ráðherrar eigi sæti á Alþingi en hafi aðeins atkvæðis- rétt ef þeir séu jafnframt kjörnir þingmenn. Umkvört- unin vegna tilviks Steingríms eigi því varla stoð í stjórnarskránni. Það sé svo annað mál hvort það sé heppilegt fyrirkomulag eða ekki að þingmenn séu ráð- herrar. - bþs Telja Steingrím J. Sigfússon hafa brotið stjórnarskrá og kvarta til umboðsmanns: Segja mannréttindi sín brotin KVARTAR TIL UMBOÐSMANNS Jóhann Ágúst Hansen er í farar- broddi hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÍNA, AP „Ég þekki hann ekki vel. Við hittumst fyrst fyrir tveim- ur árum,“ sagði Barack Obama Bandaríkjafor- seti um hálf- bróður sinn, Mark Ndesand- jo. Þeir hittust í Peking þegar Obama kom þangað á mánu- dag. Ndesandjo býr í Kína ásamt kínverskri eiginkonu sinni. Hann sagðist vera í skýjunum yfir því að hafa hitt bróður sinn: „Og konan mín. Hún er mesti aðdáandi hans. Ég held hún sé enn að jafna sig.“ Ndesandjo gaf nýverið út skáldsögu um föður þeirra, Barack Obama eldri, sem fór illa með börn sín og fjölskyldu. - gb Obama Bandaríkjaforseti: Hitti hálfbróð- ur sinn í Kína MARK NDESANDJO SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.