Fréttablaðið - 19.11.2009, Side 6
6 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Baldur Guðlaugsson,
fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er
kominn með réttarstöðu sakborn-
ings í rannsókn sérstaks saksókn-
ara á sölu hans á bréfum í Lands-
bankanum. Vel á annað hundrað
milljónir í hans eigu voru í síðustu
viku kyrrsettar vegna rannsóknar-
innar, en því úrræði er aðeins beitt
gegn sakborningum í málum.
Baldur er grunaður um að hafa
búið yfir innherjaupplýsingum um
stöðu Landsbankans þegar hann
seldi bréf í bankanum fyrir vel á
annað hundrað milljónir eftir miðj-
an september í fyrra. Hann var þá
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu. Bankarnir hrundu tæplega
þremur vikum síðar. Nú hefur jafn-
virði bréfanna verði kyrrsett.
Baldur var færður til í starfi síð-
asta vor og gerður að ráðuneytis-
stjóra í menntamálaráðuneytinu.
Hann hætti síðan störfum þar um
mánaðamótin eftir að sagt var frá
því að sérstakur saksóknari hefði
tekið mál hans til rannsóknar.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að í vikunni áður en Bald-
ur tilkynnti að hann hygðist hætta
störfum í menntamálaráðuneytinu
hafi ráðuneytið grennslast fyrir
um réttarstöðu
h a n s . H a n n
hafi þá hvorki
haft réttarstöðu
grunaðs manns
né sakbornings.
Engu að síður
varð það að sam-
komulagi milli
hans og ráðherra
að hann léti af
störfum að eigin
frumkvæði.
Þetta hefur nú breyst, og Baldur
fengið réttarstöðu sakbornings sem
áður segir. Kyrrsetningin á eign-
um hans markar nokkur tíðindi,
því þetta er í fyrsta sinn sem
sérstakur saksóknari nýtir sér
heimild sína til að kyrrsetja
eignir sakborninga frá því að
embættið var sett á laggirnar.
Ólafur Þór Hauksson, sér-
stakur saksóknari, staðfestir að
heimildin hafi verið nýtt en vill
ekki staðfesta að um mál Bald-
urs sé að ræða. Hann vill heldur
ekki greina frá því hvort það voru
fjármunir eða fasteignir sem voru
kyrrsettar. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er sakborningum í
tilvikum sem þessum leyft að bjóða
fram eignir sem kyrrsetja má, en
þó séu fjármunir alltaf valdir fram
yfir aðrar eignir.
Ólafur segir að þeir sem kyrr-
setningunni sé beint gegn eigi
sterkan bótarétt komi í ljós að gerð-
in hafi ekki verið á rökum reist.
„Og við höfum í þessari umræðu
um kyrrsetningar vísað til þess að
það sé ekki rokið í þær nema að vel
athuguðu máli,“ segir hann.
stigur@frettabladid.is
Baldur hefur fengið
stöðu sakbornings
Baldur Guðlaugsson hefur nú réttarstöðu sakbornings hjá saksóknara. Vel á
annað hundrað milljónir í hans eigu voru kyrrsettar í síðustu viku. Baldur á ríkan
bótarétt komi í ljós að eignir hans hafi ekki verið kyrrsettar af nægri ástæðu.
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
Í nýútkominni bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrinu, segir að um miðjan ágúst 2008 hafi
verið orðið ljóst að rekstur Landsbankans væri kominn í uppnám. Í kjölfarið hafi farið
fram umræður innan stjórnkerfisins um það hvernig bregðast ætti við, færi
allt á versta veg. Jafnvel hafi kviknað hugmyndir um að ríkið yfirtæki
bankann. Bankinn hafi þá farið fram á 2,5 milljarða punda lán frá
Seðlabankanum til að tryggja reksturinn. Baldur var á þessum
tíma einn af æðstu embættismönnum í íslenskri stjórnsýslu,
sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
RÆTT UM YFIRTÖKU BANKANS Í ÁGÚST
BALDUR GUÐLAUGSSON Vel á annað hundrað
milljónir hafa verið kyrrsettar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 - 1 -16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 - 1 -16 www.66north.is
Klæddu
þig vel!
Vindur Jakki
Verð nú: 19.250 kr.
Kaldi vettlingar
Verð nú: 4.000 kr.
Gola Jakki
Verð nú: 16.400 kr.
SÓMALÍA, AP Sjóræningjar frá Sómalíu réðust í gær á
bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama, sama
skipið og varð fyrir barðinu á sómalískum sjóræn-
ingjum fyrir sjö mánuðum.
Að þessu sinni tókst öryggisvörðum um borð í
skipinu að hrinda árásinni með því að beita skot-
vopnum og hávaða. Bandarísk eftirlitsflugvél fylgdi
skipinu síðan áfram að áfangastað í Keníu.
Í apríl síðastliðnum tókst sjóræningjum að halda
Richard Philips, skipstjóra Maersk Alabama, í gísl-
ingu í litlum björgunarbát í fimm daga. Skyttur
úr úrvalssveitum bandaríska sjóhersins frelsuðu
Philips og drápu í leiðinni þrjá sjóræningja.
Í gær tókst að frelsa annað skip, Alakrana frá
Spáni, úr klóm sjóræningja sem flúðu til lands.
Reynt var að stöðva þá á flótta og skotið á þá úr
spænskri þyrlu, en þeir komust undan.
Í gær skýrðu síðan sjóræningjar frá því að
skipstjóri skips frá Norður-Kóreu, sem rænt var á
mánudag, hefði látist af skotsárum sem hann hlaut í
átökum þegar skipinu var rænt.
Bandaríski varaaðmírállinn Bill Gortney hrósar
útgerð Maersk Alabama fyrir að hafa ráðið öryggis-
verði um borð. - gb
Bandarískt skip varð öðru sinni fyrir árás sjóræningja frá Sómalíu:
Sjóræningjar hraktir frá borði
MAERSK ALABAMA Öryggisverðir um borð beittu skotvopnum
og hávaða til að hrinda árás sjóræningja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Innan flugiðnaðarins
er tekið eftir góðum árangri Ice-
landair mitt í einni af verstu
kreppum sem riðið hafa yfir í
sögu flugsins.
Breska flugtímaritið Airliner
World, sem dreift er um heim
allan, tileinkar flugfélaginu
fimm síðna umfjöllun í nóvem-
berhefti ritsins.
Richard Maslen, höfundur
greinarinnar, segir að Icelandair
sé dæmi um það hvernig afla
megi tekna í kreppunni miðri, ef
félög séu nógu snör í snúningum
að breyta viðskipamódeli sínu.
„Það þýðir að árið 2009 kemur til
með að enda í hagnaði hjá félag-
inu og farþegum fjölgar, sem er
ótrúlegt afrek miðað við að búist
er við að flugfélög á heimsvísu
tapi yfir níu milljörðum Banda-
ríkjadala [yfir 1.100 milljörðum
króna] á árinu.“ - óká
Airliner World um Icelandair:
Dæmi um góð
kreppuviðbrögð
INNFLYTJENDUR Rúmur helmingur
útlendinga sem búsettir eru á
Íslandi sendir hluta af launum
sínum til heimalandsins, ef
marka má niðurstöður umfangs-
mikillar könnunar sem nýlega
var gerð á vegum Félagsvísinda-
stofnunar HÍ og Fjölmenningar-
seturs.
Um áttatíu prósent þátttak-
enda frá Asíu kváðust senda
hluta launa til heimalandsins.
Það gerðu einnig 55,6 prósent
Pólverja og 47,5 prósent fólks frá
öðrum Austur-Evrópulöndum.
Hlutfallið var mun lægra hjá
Vestur-Evrópubúum, eða 11,1
prósent, og 46 prósent meðal
fólks frá öðrum svæðum.
Í könnuninni kemur fram að
því minni menntun sem svarend-
ur höfðu, þeim mun líklegri voru
þeir til að senda hluta launanna
til heimalands síns. -pg
Innflytjenda á Íslandi:
Rúmur helm-
ingur sendir
peninga heim
Carlsen heimsmeistari í
hraðskák
Hinn átján ára gamli Norðmaður
Magnus Carlsen varð heimsmeistari í
hraðskák í Moskvu í gær. Hann hlaut
31 vinning af 42 mögulegum. Næstur
kom heimsmeistarinn í kappskák,
Viswanathan Anand, þremur vinn-
ingum á eftir, og þriðji varð jafnaldri
Magnusar, Sergei Karjakin.
SKÁK
INNFLYTJENDUR Helmingur innflytjenda
hér á landi sendir hluta launa heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
VIÐSKIPTI Steypustöðin ehf., sem
nú er í eigu Íslandsbanka, verður
boðin til sölu.
Fyrirtækjaráðgjöf bankans
mun annast ráðgjöf og sjá um
söluferlið, sem verður opið ein-
staklingum og fyrirtækjum sem
uppfylla skilyrði til þess að geta
talist fagfjárfestar.
Fjárfestar þurfa að skila trún-
aðaryfirlýsingu og nauðsynlegum
upplýsingum fyrir 26. nóvember.
Frestur til að skila skuldbindandi
tilboðum er til 2. desember, en
þeir sem leggja fram hæstu til-
boðin fá síðan frest til 16. desem-
ber til að skila endanlegu tilboði.
- gb
Íslandsbanki tekur af skarið:
Steypustöðin
boðin til sölu
BRETLAND, AP Samkvæmt venju
las Elísabet Bretadrottning upp
stefnuræðu Gordons Brown for-
sætisráðherra á
sameinuðu þingi
í gær.
Brown verður
að efna til kosn-
inga ekki síðar
en í júní á næsta
ári, þannig að
margir líta á
stefnuræðuna
núna sem eitt af
fyrstu skrefun-
um í langri kosningabaráttu.
Í ræðunni lofar Brown meðal
annars að setja lög sem banna
bankamönnum að þiggja stórar
kaupaukagreiðslur. Einnig lofar
hann því að minnka fjárlagahalla
um helming. - gb
Stefnuræða Gordons Brown:
Kosningabar-
átta að hefjast
ELÍSABET
BRETADROTTNING
Á að lækka atvinnuleysisbætur
yngri en 25 ára til að fjár-
magna aukna menntun fyrir
þann hóp?
Já 54,5
Nei 45,5
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er sanngjarnt að greiða banka-
mönnum tugmilljóna króna
bónusa úr þrotabúi Landsbank-
ans?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN