Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 6
6 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er kominn með réttarstöðu sakborn- ings í rannsókn sérstaks saksókn- ara á sölu hans á bréfum í Lands- bankanum. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru í síðustu viku kyrrsettar vegna rannsóknar- innar, en því úrræði er aðeins beitt gegn sakborningum í málum. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir vel á annað hundrað milljónir eftir miðj- an september í fyrra. Hann var þá ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Bankarnir hrundu tæplega þremur vikum síðar. Nú hefur jafn- virði bréfanna verði kyrrsett. Baldur var færður til í starfi síð- asta vor og gerður að ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu. Hann hætti síðan störfum þar um mánaðamótin eftir að sagt var frá því að sérstakur saksóknari hefði tekið mál hans til rannsóknar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vikunni áður en Bald- ur tilkynnti að hann hygðist hætta störfum í menntamálaráðuneytinu hafi ráðuneytið grennslast fyrir um réttarstöðu h a n s . H a n n hafi þá hvorki haft réttarstöðu grunaðs manns né sakbornings. Engu að síður varð það að sam- komulagi milli hans og ráðherra að hann léti af störfum að eigin frumkvæði. Þetta hefur nú breyst, og Baldur fengið réttarstöðu sakbornings sem áður segir. Kyrrsetningin á eign- um hans markar nokkur tíðindi, því þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari nýtir sér heimild sína til að kyrrsetja eignir sakborninga frá því að embættið var sett á laggirnar. Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, staðfestir að heimildin hafi verið nýtt en vill ekki staðfesta að um mál Bald- urs sé að ræða. Hann vill heldur ekki greina frá því hvort það voru fjármunir eða fasteignir sem voru kyrrsettar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sakborningum í tilvikum sem þessum leyft að bjóða fram eignir sem kyrrsetja má, en þó séu fjármunir alltaf valdir fram yfir aðrar eignir. Ólafur segir að þeir sem kyrr- setningunni sé beint gegn eigi sterkan bótarétt komi í ljós að gerð- in hafi ekki verið á rökum reist. „Og við höfum í þessari umræðu um kyrrsetningar vísað til þess að það sé ekki rokið í þær nema að vel athuguðu máli,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Baldur hefur fengið stöðu sakbornings Baldur Guðlaugsson hefur nú réttarstöðu sakbornings hjá saksóknara. Vel á annað hundrað milljónir í hans eigu voru kyrrsettar í síðustu viku. Baldur á ríkan bótarétt komi í ljós að eignir hans hafi ekki verið kyrrsettar af nægri ástæðu. ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Í nýútkominni bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrinu, segir að um miðjan ágúst 2008 hafi verið orðið ljóst að rekstur Landsbankans væri kominn í uppnám. Í kjölfarið hafi farið fram umræður innan stjórnkerfisins um það hvernig bregðast ætti við, færi allt á versta veg. Jafnvel hafi kviknað hugmyndir um að ríkið yfirtæki bankann. Bankinn hafi þá farið fram á 2,5 milljarða punda lán frá Seðlabankanum til að tryggja reksturinn. Baldur var á þessum tíma einn af æðstu embættismönnum í íslenskri stjórnsýslu, sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. RÆTT UM YFIRTÖKU BANKANS Í ÁGÚST BALDUR GUÐLAUGSSON Vel á annað hundrað milljónir hafa verið kyrrsettar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Glerárgata 32, 600 Akureyri | Opið Mán.- fös. 9 - 1 -16 | Faxafeni 12, 108 Reykjavík | Opið Mán.- fös. 8 - 1 -16 www.66north.is Klæddu þig vel! Vindur Jakki Verð nú: 19.250 kr. Kaldi vettlingar Verð nú: 4.000 kr. Gola Jakki Verð nú: 16.400 kr. SÓMALÍA, AP Sjóræningjar frá Sómalíu réðust í gær á bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama, sama skipið og varð fyrir barðinu á sómalískum sjóræn- ingjum fyrir sjö mánuðum. Að þessu sinni tókst öryggisvörðum um borð í skipinu að hrinda árásinni með því að beita skot- vopnum og hávaða. Bandarísk eftirlitsflugvél fylgdi skipinu síðan áfram að áfangastað í Keníu. Í apríl síðastliðnum tókst sjóræningjum að halda Richard Philips, skipstjóra Maersk Alabama, í gísl- ingu í litlum björgunarbát í fimm daga. Skyttur úr úrvalssveitum bandaríska sjóhersins frelsuðu Philips og drápu í leiðinni þrjá sjóræningja. Í gær tókst að frelsa annað skip, Alakrana frá Spáni, úr klóm sjóræningja sem flúðu til lands. Reynt var að stöðva þá á flótta og skotið á þá úr spænskri þyrlu, en þeir komust undan. Í gær skýrðu síðan sjóræningjar frá því að skipstjóri skips frá Norður-Kóreu, sem rænt var á mánudag, hefði látist af skotsárum sem hann hlaut í átökum þegar skipinu var rænt. Bandaríski varaaðmírállinn Bill Gortney hrósar útgerð Maersk Alabama fyrir að hafa ráðið öryggis- verði um borð. - gb Bandarískt skip varð öðru sinni fyrir árás sjóræningja frá Sómalíu: Sjóræningjar hraktir frá borði MAERSK ALABAMA Öryggisverðir um borð beittu skotvopnum og hávaða til að hrinda árás sjóræningja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Innan flugiðnaðarins er tekið eftir góðum árangri Ice- landair mitt í einni af verstu kreppum sem riðið hafa yfir í sögu flugsins. Breska flugtímaritið Airliner World, sem dreift er um heim allan, tileinkar flugfélaginu fimm síðna umfjöllun í nóvem- berhefti ritsins. Richard Maslen, höfundur greinarinnar, segir að Icelandair sé dæmi um það hvernig afla megi tekna í kreppunni miðri, ef félög séu nógu snör í snúningum að breyta viðskipamódeli sínu. „Það þýðir að árið 2009 kemur til með að enda í hagnaði hjá félag- inu og farþegum fjölgar, sem er ótrúlegt afrek miðað við að búist er við að flugfélög á heimsvísu tapi yfir níu milljörðum Banda- ríkjadala [yfir 1.100 milljörðum króna] á árinu.“ - óká Airliner World um Icelandair: Dæmi um góð kreppuviðbrögð INNFLYTJENDUR Rúmur helmingur útlendinga sem búsettir eru á Íslandi sendir hluta af launum sínum til heimalandsins, ef marka má niðurstöður umfangs- mikillar könnunar sem nýlega var gerð á vegum Félagsvísinda- stofnunar HÍ og Fjölmenningar- seturs. Um áttatíu prósent þátttak- enda frá Asíu kváðust senda hluta launa til heimalandsins. Það gerðu einnig 55,6 prósent Pólverja og 47,5 prósent fólks frá öðrum Austur-Evrópulöndum. Hlutfallið var mun lægra hjá Vestur-Evrópubúum, eða 11,1 prósent, og 46 prósent meðal fólks frá öðrum svæðum. Í könnuninni kemur fram að því minni menntun sem svarend- ur höfðu, þeim mun líklegri voru þeir til að senda hluta launanna til heimalands síns. -pg Innflytjenda á Íslandi: Rúmur helm- ingur sendir peninga heim Carlsen heimsmeistari í hraðskák Hinn átján ára gamli Norðmaður Magnus Carlsen varð heimsmeistari í hraðskák í Moskvu í gær. Hann hlaut 31 vinning af 42 mögulegum. Næstur kom heimsmeistarinn í kappskák, Viswanathan Anand, þremur vinn- ingum á eftir, og þriðji varð jafnaldri Magnusar, Sergei Karjakin. SKÁK INNFLYTJENDUR Helmingur innflytjenda hér á landi sendir hluta launa heim. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VIÐSKIPTI Steypustöðin ehf., sem nú er í eigu Íslandsbanka, verður boðin til sölu. Fyrirtækjaráðgjöf bankans mun annast ráðgjöf og sjá um söluferlið, sem verður opið ein- staklingum og fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar. Fjárfestar þurfa að skila trún- aðaryfirlýsingu og nauðsynlegum upplýsingum fyrir 26. nóvember. Frestur til að skila skuldbindandi tilboðum er til 2. desember, en þeir sem leggja fram hæstu til- boðin fá síðan frest til 16. desem- ber til að skila endanlegu tilboði. - gb Íslandsbanki tekur af skarið: Steypustöðin boðin til sölu BRETLAND, AP Samkvæmt venju las Elísabet Bretadrottning upp stefnuræðu Gordons Brown for- sætisráðherra á sameinuðu þingi í gær. Brown verður að efna til kosn- inga ekki síðar en í júní á næsta ári, þannig að margir líta á stefnuræðuna núna sem eitt af fyrstu skrefun- um í langri kosningabaráttu. Í ræðunni lofar Brown meðal annars að setja lög sem banna bankamönnum að þiggja stórar kaupaukagreiðslur. Einnig lofar hann því að minnka fjárlagahalla um helming. - gb Stefnuræða Gordons Brown: Kosningabar- átta að hefjast ELÍSABET BRETADROTTNING Á að lækka atvinnuleysisbætur yngri en 25 ára til að fjár- magna aukna menntun fyrir þann hóp? Já 54,5 Nei 45,5 SPURNING DAGSINS Í DAG Er sanngjarnt að greiða banka- mönnum tugmilljóna króna bónusa úr þrotabúi Landsbank- ans? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.