Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 19.11.2009, Síða 12
 19. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur í nýrri skýrslu gert athuga- semdir við stjórnsýslu Varnar- málastofnunar (VMSÍ). Úttektin var gerð að ósk utanríkisráðuneytis- ins sem vildi fá úr því skorið hvort VMSÍ hefði brotið í bága við laga- fyrirmæli og jafnframt hvort fjöl- skyldu- og vinatengsl stjórnenda stofnunarinnar kynnu að hafa valdið vanhæfi við afgreiðslu ein- stakra mála. Utanríkisráðuneytið tilgreindi fjögur atriði í beiðni sinni til Ríkis- endurskoðunar. Varða þau ráðn- ingar starfsmanna og opinber inn- kaup. VMSÍ keypti símkerfi af fyrir- tækinu Svar tækni ehf. í desem- ber 2008 fyrir sextán milljónir króna án útboðs. VMSÍ taldi að kaupin hefðu verið undanskilin útboðsskyldu á grundvelli laga um opinber innkaup sem snúa að öryggisráðstöfunum. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri VMSÍ, er mágkona framkvæmdastjóra Svar tækni. Hún segist ekki hafa komið nálægt kaupum símkerfis- ins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ekki efast um að Ellisif hafi sagt sig frá málinu en gagnrýnir að sú ákvörðun var ekki skjalfest hjá stofnuninni né hafi utanríkis- ráðuneytinu verið greint frá þeirri ákvörðun með óyggjandi hætti. Ríkisendurskoðun skoðaði einnig kaup VMSÍ á rafjöfnunarbúnaði frá HBT hf. út frá sömu forsendum og kaupin á símkerfinu. Ríkisendur- skoðun telur að forstjóri VMSÍ og aðrir stjórnendur hafi ekki verið vanhæfir til að taka ákvarðanir um kaup á búnaðinum en Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglu stjóri á Suðurnesjum, var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað. Hann er fyrrverandi yfirmaður Ellisifjar auk nokkurra annarra stjórnenda VMSÍ. VMSÍ taldi að kaupin á rafjöfnunar búnaðinum væru undan- skilin útboðsskyldu á grundvelli sömu laga og kaupin á símkerfinu. Á það fellst Ríkisendurskoðun ekki og telur að kaupin hefði átt að bjóða út og vegna umfangsins, en búnaðurinn kostaði 38 milljónir króna, hefði slíkt útboð átt að ná til alls EES-svæðisins. Utanríkisráðuneytið taldi vafa leika á að VMSÍ hefði staðið rétt að ráðningu starfsmanna við stofn- unina. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið enda viðurkennir ráðuneytið að hafa misskilið upplýsingar um ráðningarnar. svavar@frettabladid.is Lög ekki brotin en stjórnsýsla gagnrýnd Ríkisendurskoðun gagnrýnir stjórnsýslu Varnarmálastofnunar en telur ekki að lagafyrirmæli hafi verið brotin við ráðningar starfsmanna eða opinber inn- kaup á búnaði af fyrirtækjum sem tengdust forstjóra stofnunarinnar. UMDEILD STOFNUN Varnarmálastofnun er til húsa á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FANGELSISMÁL Fangi á Litla-Hrauni var tekinn með fjörutíu grömm af nokkuð hreinu amfetamíni innvortis í gær. Fíkniefnahundur Litla-Hrauns, Amiga, merkti á hann eftir heimsóknartíma, þar sem hann hafði fengið heimsókn. Maðurinn var þegar tekinn til rannsóknar og fundust efnin í endaþarminum á honum. Vitað er hver var í heimsókn hjá fanganum. Málið var þegar kært til lögreglunnar á Selfossi þar sem það er til rannsóknar. Þá kom pólskur fangi með fíkni- efni í skónum úr Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Þangað hafði hann verið fluttur úr lausa- gæslu á Litla-Hrauni þar sem hann þurfti að mæta fyrir dóm sem einn af átta manna hóp sem er nú fyrir dómi vegna stórfelldra þjófnaðar- mála. Árvakurt starfsfólk fang- elsisins á Litla-Hrauni fann þrjú grömm af amfetamíni og þrjátíu og sjö töflur af rítalíni og öðrum lyfseðils skyldum ávanabindandi efnum í skósóla fangans við kom- una til baka í fangelsið. „Þetta er afrakstur ótrúlega góðrar vinnu fangavarða á Litla- Hrauni við óviðunandi aðstæður, þar sem allir öryggisklefar og aðrar vistarverur eru yfirfullar,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins. „Svona árangur í starfi við þær aðstæður er afrek.“ - jss Fíkniefnahundurinn Amiga á Litla-Hrauni kom upp um fíkniefnasmyglara: Fundu amfetamín í endaþarmi fanga LITLA-HRAUN Tveir fangar voru í vikunni teknir með fíkniefni í fangelsinu. Þú færð Michelin dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1 ...og hef ég þó prófað fjölda vetrardekkja gegnum tíðina, negld og ónegld, nú síðast undir EuroRAP mælingabílnum. Dekkin gefa frábært grip við allar aðstæður og eru hljóðlát og endingargóð. Best af öllu er þó, að eyðslan er 0.52 lítrum minni á hundraðið en á sumardekkjunum sem bíllinn kom á frá framleiðanda.“ „Michelin X-ICE eru bestu vetrardekk sem ég hef prófað hingað til... Ólafur Kr. Guðmundsson. Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi og dómari í Formúlu 1. Sókn til betra samfélags 13:00 Árangur og umbætur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Heilbrigt viðskiptaumhverfi Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 14:00 Kaffi hlé 14:15 Málefnanefndir Fulltrúar nefnda gera grein fyrir umræðum. 15:00 Almennar umræður og fyrirspurnir Ráðherrar sitja fyrir svörum. Önnur mál 16:30 Fundi slitið Fundarstjórar: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar og Oddný G. Harðardóttir, þingkona. www.xs.is Allir velkomnir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Reykjanesbæ, laugardaginn 21. nóvember kl. 13:00 Athugið: • Málefnanefndir funda kl. 10–12 á sama stað. • Verkalýðsmálaráð fundar í hádeginu. • Örnámskeið í notkun á samskiptavefnum Facebook kl. 12:15.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.